Meistararnir höfðu betur gegn ÍA í framlengingu Snorri Már Vagnsson skrifar 26. október 2023 21:26 ÍA og Atlantic mættust í æsispennandi leik í Ljósleiðaradeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram á Overpass þar sem leikmenn Atlantic hófu leikinn í vörn. Leikurinn fór jafn af stað en staðan var 3-3 eftir 6 lotur. Sókn ÍA fór þá að missa móðinn en Atlantic tóku fjórar lotur í röð og komust í 7-4. Brnr og Hugo leiddu fellutöfluna þá með 15 og 14 fellur en ÍA náðu að halda sér í leiknum og sigruðu tvær lotur í viðbót fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Atlantic hóf seinni hálfleik betur og komu sér í 10-6 með sigri í skammbyssulotunni. Eftir að sigra eina lotu í viðbót misstu Atlantic forskotið sitt niður drjúglega, en ÍA náði að jafna leikinn eftir afar góðan kafla með ÍA-inginn Midgard fremstan í flokki. Staðan var því orðin 11-11 í 22. lotu og allur byr kominn í segl ÍA-manna. Sagan var þó hvergi nærri búin þar sem hvorugt liðið náði að finna taktinn til að sigra leikinn í venjulegum leiktíma. Eftir spennandi lotur þar sem ÍA komust í stöðuna 13-15 fann hvorugt lið þó náðarhöggið og leikurinn fór því í framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma: 15-15 Eftir að halda haus í seinni hálfleik reyndist ÍA um of að klekkja á Atlantic-mönnum en ÍA sigruðu aðeins eina lotu í framlengingu Atlantic sigruðu því viðureignina eftir æsispennandi leik. Midgard toppaði fellutöflu leiksins með 38 stykki en dugði það ÍA þó ekki til sigurs. Lokatölur: 19-16 Atlantic færast því upp í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig en ÍA eru enn í því áttunda með aðeins 4 stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti
Leikurinn fór jafn af stað en staðan var 3-3 eftir 6 lotur. Sókn ÍA fór þá að missa móðinn en Atlantic tóku fjórar lotur í röð og komust í 7-4. Brnr og Hugo leiddu fellutöfluna þá með 15 og 14 fellur en ÍA náðu að halda sér í leiknum og sigruðu tvær lotur í viðbót fyrir hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 Atlantic hóf seinni hálfleik betur og komu sér í 10-6 með sigri í skammbyssulotunni. Eftir að sigra eina lotu í viðbót misstu Atlantic forskotið sitt niður drjúglega, en ÍA náði að jafna leikinn eftir afar góðan kafla með ÍA-inginn Midgard fremstan í flokki. Staðan var því orðin 11-11 í 22. lotu og allur byr kominn í segl ÍA-manna. Sagan var þó hvergi nærri búin þar sem hvorugt liðið náði að finna taktinn til að sigra leikinn í venjulegum leiktíma. Eftir spennandi lotur þar sem ÍA komust í stöðuna 13-15 fann hvorugt lið þó náðarhöggið og leikurinn fór því í framlengingu. Staðan eftir venjulegan leiktíma: 15-15 Eftir að halda haus í seinni hálfleik reyndist ÍA um of að klekkja á Atlantic-mönnum en ÍA sigruðu aðeins eina lotu í framlengingu Atlantic sigruðu því viðureignina eftir æsispennandi leik. Midgard toppaði fellutöflu leiksins með 38 stykki en dugði það ÍA þó ekki til sigurs. Lokatölur: 19-16 Atlantic færast því upp í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig en ÍA eru enn í því áttunda með aðeins 4 stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti