Gengi hollenska stórveldisins hefur vægast sagt verið slæmt á tímabilinu og liðið situr í fallsæti í hollensku deildinni. Til að bæta gráu ofan á svart er gengið í Evrópudeildinni ekki betra og 2-0 tap í kvöld þýðir að liðið er enn á botni riðilsins.
Joao Pedro og Ansu Fati skoruðu mörk Brighton í sínum hálfleiknum hvor og enska úrvalsdeildarliðið er þar með komið með fjögur stig og situr í þriðja sæti riðilsins, aðeins einu stigi á eftir toppliði Marseille. Kristian Hlynsson kom inn á í hálfleik fyrir Ajax sem er með tvö stig á botni B-riðils.
90+3. Loss in Brighton.#UEL #bhaaja pic.twitter.com/R5QlMiTMt2
— AFC Ajax (@AFCAjax) October 26, 2023