Fjórða landsþing Miðflokksins verður haldið í dag og á morgun á Hótel Nordica í Reykjavík.
Á Facebook-síðu flokksins má sjá dagskrá þingsins sem inniheldur meðal annars vöfflukaffi í höfuðstöðvum flokksins í Hamraborg 1 síðar í dag.
Eftir ræðuna mun formaður afhenda Velferðar- og menntaviðurkenningu Miðflokksins til minningar um Önnu Kolbrúnu Árnadóttur sem lést fyrr á þessu ári. Hún sat á Alþingi fyrir Miðflokkinn um nokkurra ára skeið.
Hægt verður að fylgjast með ræðunni í spilaranum hér fyrir neðan.
Landsþing Miðflokksins from IH Streymi on Vimeo.