Segir að brottreksturinn frá KSÍ hafi verið pólitískur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2023 16:15 Arnar Þór Viðarsson stýrði íslenska landsliðinu í 31 leik. Sex þeirra unnust, þrettán enduðu með jafntefli og tólf töpuðust. vísir/hulda margrét Arnar Þór Viðarsson segir að það hafi verið pólitísk ákvörðun hjá KSÍ að segja sér upp sem þjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann segir jafnframt að það hafi verið gríðarlega erfitt að stýra landsliðinu meðan hann var við stjórnvölinn hjá því. Arnar ræddi nýverið við Het Laatste Nieuws um brottrekstur sinn og tímann í starfi landsliðsþjálfara Íslands. Fótbolti.net fjallaði um. Arnar tók við karlalandsliðinu í desember 2020 eftir að hafa náð góðum árangri með U-21 árs landsliðið en var sagt upp í lok mars á þessu ári, eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2024. Norðmaðurinn Åge Hareide var í kjölfarið ráðinn landsliðsþjálfari. Að sögn Arnars var brottreksturinn úr starfi landsliðsþjálfara pólitískur og hefði komið fyrr ef úrslitin hefðu verið verri en raun bar vitni. „Brottrekstur minn var pólitísk ákvörðun af hálfu KSÍ,“ sagði Arnar sem var þjálfari landsliðsins á meðan nokkrir leikmanna þess voru sakaðir um kynferðisbrot. Arnar segir að hann hafi þurft að svara fyrir þessa krísu og verið gagnrýndur fyrir að tala ekki með meira afgerandi hætti gegn ofbeldi og standa ekki þéttar við bakið á þolendum. „Allt knattspyrnusambandið sagði af sér á einu bretti og eftir stóð ég einn og þurfti að útskýra allt sem var í gangi. Mér leið eins og ég væri andlit krísunnar,“ sagði Arnar og bætti við að tíminn sem landsliðsþjálfari hafi verið sá erfiðasti í lífi sínu. Arnar starfar nú sem þjálfari unglingaliðs Gent í Belgíu þar sem hann hefur verið búsettur um árabil. Arnar stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í 0-7 sigri á Liechtenstein í mars. Nokkrum dögum áður hafði Ísland tapað fyrir Bosníu, 0-3. Íslenska liðið vann sex af 31 leik undir stjórn Arnars, gerði þrettán jafntefli og tapaði tólf. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Sjá meira
Arnar ræddi nýverið við Het Laatste Nieuws um brottrekstur sinn og tímann í starfi landsliðsþjálfara Íslands. Fótbolti.net fjallaði um. Arnar tók við karlalandsliðinu í desember 2020 eftir að hafa náð góðum árangri með U-21 árs landsliðið en var sagt upp í lok mars á þessu ári, eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2024. Norðmaðurinn Åge Hareide var í kjölfarið ráðinn landsliðsþjálfari. Að sögn Arnars var brottreksturinn úr starfi landsliðsþjálfara pólitískur og hefði komið fyrr ef úrslitin hefðu verið verri en raun bar vitni. „Brottrekstur minn var pólitísk ákvörðun af hálfu KSÍ,“ sagði Arnar sem var þjálfari landsliðsins á meðan nokkrir leikmanna þess voru sakaðir um kynferðisbrot. Arnar segir að hann hafi þurft að svara fyrir þessa krísu og verið gagnrýndur fyrir að tala ekki með meira afgerandi hætti gegn ofbeldi og standa ekki þéttar við bakið á þolendum. „Allt knattspyrnusambandið sagði af sér á einu bretti og eftir stóð ég einn og þurfti að útskýra allt sem var í gangi. Mér leið eins og ég væri andlit krísunnar,“ sagði Arnar og bætti við að tíminn sem landsliðsþjálfari hafi verið sá erfiðasti í lífi sínu. Arnar starfar nú sem þjálfari unglingaliðs Gent í Belgíu þar sem hann hefur verið búsettur um árabil. Arnar stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í 0-7 sigri á Liechtenstein í mars. Nokkrum dögum áður hafði Ísland tapað fyrir Bosníu, 0-3. Íslenska liðið vann sex af 31 leik undir stjórn Arnars, gerði þrettán jafntefli og tapaði tólf.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Sjá meira