Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá mætir verkefnastýra Hagsmunasamtaka heimilanna í settið og ræðir skuldavandann sem margir standa frammi fyrir.
Um þrjú þúsund börn eru sögð hafa látist á Gasa á tæpum þremur vikum. Sameinuðu þjóðirnar ítreka nauðsyn þess að koma hjálpargögnum á svæðið. Við sýnum myndir frá svæðinu og förum yfir stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs.
Síðan verðum við í beinni útsendingu frá nokkrum stöðum - heyrum hugmyndir um hvað gæti komið í staðinn fyrir umdeilda styttu af séra Friðriki Friðrikssyni og drengnum, tókum púlsinn á frumkvöðlakeppni Gullegginu og kíkjum svo í Gerðasafnið þar sem er heldur draugalegt um að litast.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.