Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 17:45 Myndin er tekin í Patreksfirði. Vísir/Einar Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. Í tilkynningu frá náttúruverndarsamtökunum segir að samkvæmt upplýsingum á vef Matvælastofnunar hafi leyfi Artic Sea Farm í Patreksfirði og Tálknafirði runnið út hinn 27. ágúst síðastliðinn. Matvælastofnun hafi ekki brugðist við og stöðvað starfsemina eins og rétt sé að gera. Tekið skal fram að samtökin sjálf gera þann fyrirvara að leyfið virðist hafa runnið út ef miðað er við opinbera skráningu á fyrrgreindri vefsíðu. Hins vegar verði ekki séð að gefið hafi verið út annað leyfi og þá hafi ekki reynst unnt að afla staðfestingar frá MAST þar um. „Vakin er athygli á því að lokum að ef rétt reynist að Matvælastofnun hafi, þrátt fyrir vitneskju þar um og fortakslaus fyrirmæli 1. mgr. 21. gr. c laga nr. 71/2008, látið hjá líða um tveggja mánaða skeið að stöðva starfsemi fiskeldisstöðva sem starfað hefur án gilds rekstrarleyfis samkvæmt lögum nr. 71/2008 kann það að varða hlutaðeigandi starfsmenn hennar ábyrgð og eftir atvikum einnig ráðherra ef eftirlit hans með starfrækslu stofnunarinnar hefur ekki verið fullnægjandi að þessu leyti,“ segir í tilkynningu sem lögmaður samtakanna sendir fyrir þeirra hönd. Þá kemur einnig fram að afrit af erindinu hafi verið sent matvælaráðherra til upplýsingar í ljósi yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks hans gagnvart Matvælastofnun. Sjókvíaeldi Lax Tálknafjörður Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59 „Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13 Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5. október 2023 15:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Í tilkynningu frá náttúruverndarsamtökunum segir að samkvæmt upplýsingum á vef Matvælastofnunar hafi leyfi Artic Sea Farm í Patreksfirði og Tálknafirði runnið út hinn 27. ágúst síðastliðinn. Matvælastofnun hafi ekki brugðist við og stöðvað starfsemina eins og rétt sé að gera. Tekið skal fram að samtökin sjálf gera þann fyrirvara að leyfið virðist hafa runnið út ef miðað er við opinbera skráningu á fyrrgreindri vefsíðu. Hins vegar verði ekki séð að gefið hafi verið út annað leyfi og þá hafi ekki reynst unnt að afla staðfestingar frá MAST þar um. „Vakin er athygli á því að lokum að ef rétt reynist að Matvælastofnun hafi, þrátt fyrir vitneskju þar um og fortakslaus fyrirmæli 1. mgr. 21. gr. c laga nr. 71/2008, látið hjá líða um tveggja mánaða skeið að stöðva starfsemi fiskeldisstöðva sem starfað hefur án gilds rekstrarleyfis samkvæmt lögum nr. 71/2008 kann það að varða hlutaðeigandi starfsmenn hennar ábyrgð og eftir atvikum einnig ráðherra ef eftirlit hans með starfrækslu stofnunarinnar hefur ekki verið fullnægjandi að þessu leyti,“ segir í tilkynningu sem lögmaður samtakanna sendir fyrir þeirra hönd. Þá kemur einnig fram að afrit af erindinu hafi verið sent matvælaráðherra til upplýsingar í ljósi yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks hans gagnvart Matvælastofnun.
Sjókvíaeldi Lax Tálknafjörður Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59 „Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13 Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5. október 2023 15:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59
„Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13
Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5. október 2023 15:27