Skyndiákvörðun Anníe og Katrínar Tönju vakti mikla lukku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fengu mikil og góð viðbrögð frá áhorfendum þegar þær ákváðu að vera með. @anniethorisdottir Dave Castro, einn af hæstráðendum í CrossFit samtökunum, gefur okkur oft forvitnilegt innlit á bak við tjöldin á CrossFit mótum og hann sagði skemmtilega sögu af okkar konum á Rogue Invitational mótinu um helgina. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fengu báðar boð um að vera með á Rogue Invitational í ár. Anníe þáði sitt boð en Katrín ákvað að taka sér frí eftir heimsleikana. Anníe hætti síðan við þátttöku eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Anníe og Katrín mættu samt báðar til Texas og fyrsta grein keppninnar, sem Tia-Clair Toomey vann í endurkomu sinni eftir barnsburð, kveikti heldur betur í okkar konum. Castro grínaðist með það að Frederik Ægidius hafi þurft halda aftur af þeim svo þær myndu ekki rjúka inn á keppnisgólfið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Castro sagði líka að seinna um kvöldið hafi Anníe komið með hugmyndina að því að hún og Katrín yrðu með í Legends, sýningakeppni goðsagnanna, sem þær höfðu ekki planað áður. „Anníe snéri sér að Katrínu og sagði: Förum saman í Legends keppnina. Megum við það spurði Katrín og fékk strax jákvætt svar frá Caity Henniger,“ lýsti Dave Castro. „Þetta gerðist svo hratt að mínútu fyrir æfinguna þá vissu Anníe og Katrín varla í hvað þær voru að fara út í,“ skrifaði Castro. Þær fengu að vita það og keyrðu svo á þetta. Vinkonurnar ákváðu að taka þessa skyndiákvörðun og hún féll vel í kramið hjá áhorfendum enda margir aðdáendur íslensku heimsmeistaranna í þeim hópi. „Fólk stendur á fætur og reynir að koma auga á sitt uppáhald enda eru þetta fólkið sem hjálpaði að setja CrossFit íþróttina á kortið. Svo þegar þau koma auga á Anníe Þórisdóttur og Katrínu Tönju þá fer kliður um áhorfendaskarann,“ lýsti Castro í færslu sinni. Það má lesa þessa lýsingu og sjá myndir af okkar konum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fengu báðar boð um að vera með á Rogue Invitational í ár. Anníe þáði sitt boð en Katrín ákvað að taka sér frí eftir heimsleikana. Anníe hætti síðan við þátttöku eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Anníe og Katrín mættu samt báðar til Texas og fyrsta grein keppninnar, sem Tia-Clair Toomey vann í endurkomu sinni eftir barnsburð, kveikti heldur betur í okkar konum. Castro grínaðist með það að Frederik Ægidius hafi þurft halda aftur af þeim svo þær myndu ekki rjúka inn á keppnisgólfið. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Castro sagði líka að seinna um kvöldið hafi Anníe komið með hugmyndina að því að hún og Katrín yrðu með í Legends, sýningakeppni goðsagnanna, sem þær höfðu ekki planað áður. „Anníe snéri sér að Katrínu og sagði: Förum saman í Legends keppnina. Megum við það spurði Katrín og fékk strax jákvætt svar frá Caity Henniger,“ lýsti Dave Castro. „Þetta gerðist svo hratt að mínútu fyrir æfinguna þá vissu Anníe og Katrín varla í hvað þær voru að fara út í,“ skrifaði Castro. Þær fengu að vita það og keyrðu svo á þetta. Vinkonurnar ákváðu að taka þessa skyndiákvörðun og hún féll vel í kramið hjá áhorfendum enda margir aðdáendur íslensku heimsmeistaranna í þeim hópi. „Fólk stendur á fætur og reynir að koma auga á sitt uppáhald enda eru þetta fólkið sem hjálpaði að setja CrossFit íþróttina á kortið. Svo þegar þau koma auga á Anníe Þórisdóttur og Katrínu Tönju þá fer kliður um áhorfendaskarann,“ lýsti Castro í færslu sinni. Það má lesa þessa lýsingu og sjá myndir af okkar konum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti