„Mér finnst þetta mjög langt frá því að vera eðlilegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 10:43 Drífa segir að það að afhenda nöfn þolenda kynferðisofbeldis að þeim forspurðum gæti haft þau áhrif að þeir veigri sér við að leita aðstoðar. „Ég á rosalega erfitt með að ímynda mér að þetta standist siðferðilegar kröfur háskólans og spítalans. Og ef það er þannig að þetta stenst þær reglur þá þarf að endurskoða þær.“ Þetta segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta, um atvik sem kom upp í sumar þegar meistaranemi við Háskólann á Akureyri og hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahúsið á Akureyri setti sig í samband við konu sem varð fyrir hrottalegri nauðgun fyrir tveimur árum í tengslum við rannsóknarverkefni. Það var RÚV sem greindi fyrst frá málinu í morgun en í umfjöllun miðilsins er haft eftir konunni, sem vildi ekki koma fram undir nafni, að vinnubrögðin væru óboðleg og að þau hefðu valdið henni mikilli vanlíðan og skaða. „Ég varð hrædd um að hver sem er gæti verið með upplýsingar um mig og hvernig brotið var á mér en ég var líka reið og leið og allar minningar og tilfinningar bæði líkamlegar og andlegar frá nauðguninni spruttu aftur upp á yfirborðið,“ sagði konan við RÚV. Konan var 18 ára þegar henni var nauðgað í samkvæmi og leitaði í kjölfarið á neyðarmóttöku kynferðisbrota á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún segir árásina hafa haft mikil áhrif á sig og enn í dag óttist hún að rekast á gerandann en það hafi verið annað áfall þegar málið gegn honum var látið niður falla. Hún hafi verið greind með króníska áfallastreituröskun og endurupplifi atburðinn og fái martraðir. Það hafi því komið afar illa við hana þegar meistaraneminn hafði samband við hana um kvöldmatarleytið einn sunnudag í sumar. Um var að ræða konu sem kynnti sig og sagðist vera að safna saman konum sem hefðu sótt þjónustu á neyðarmóttöku Sjúkrahússins á Akureyri vegna kynferðisofbeldis. Gæti fælt brotaþola frá því að leita sér aðstoðar Konan sagði við RÚV að sér hefði brugðið svo mikið að hún hefði ekki getað komið upp orði; það eina sem hún hefði meðtekið væri að ókunnug manneskjan á hinum endanum hefði fengið upplýsingar um að hún hefði verið beitt kynferðisofbeldi. Hún segist ekki geta ímyndað sér verri aðferð en þetta til að ná til þolenda en ef um mikilvæga rannsókn væri að ræða hefði spítalinn til að mynda getað sent henni póst og spurt hvort það mætti benda á hana í tengslum við rannsókina. „Mér finnst þetta mjög langt frá því að vera eðlilegt og okkur hér; við vorum að ræða þetta í morgun,“ segir Drífa um verklag sjúkrahússins og háskólans en báðir aðilar hafa réttlæt framkvæmdina og sagt hana í samræmi við lög og reglur. „Þetta er fólk í áfalli, sem kemur á neyðarmóttöku vegna nauðgunar... Ég veit ekki hvort það sé þannig að það sé verið að fá samþykki frá þeim þá, sem væri mjög óeðlilegt. Samþykki fyrir því að fá að hafa samband seinna. Ég veit ekki hvort þau skýla sér á bak við það. En þetta hefur greinilega og mjög skiljanlega haft mikil áhrif á þennan brotaþola og það er það sem þarf að horfa til. Það er ekki í lagi að gera rannsóknir eða fara af stað í svona ef það hefur áhrif á það tráma sem viðkomandi er í,“ segir Drífa. Drífa bendir á að vinnubrögðin gætu haft þau áhrif að brotaþolar veigri sér við því að sækja aðstoð, það er að segja ef það er þannig að nöfn þeirra og upplýsingar um brotin gegn þeim geta ratað í hendur ókunnugra. Hún ítrekar að ef það sé raunin að þetta sé í samræmi við lög og reglur þurfi að endurskoða þær. „Til að koma í veg fyrir að það sé verið að skaða brotaþola enn frekar.“ Hún segir það til skoðunar hjá Stígamótum hvort þau bregðist við með formlegum hætti. Kynferðisofbeldi Vísindi Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Háskólar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Þetta segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta, um atvik sem kom upp í sumar þegar meistaranemi við Háskólann á Akureyri og hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahúsið á Akureyri setti sig í samband við konu sem varð fyrir hrottalegri nauðgun fyrir tveimur árum í tengslum við rannsóknarverkefni. Það var RÚV sem greindi fyrst frá málinu í morgun en í umfjöllun miðilsins er haft eftir konunni, sem vildi ekki koma fram undir nafni, að vinnubrögðin væru óboðleg og að þau hefðu valdið henni mikilli vanlíðan og skaða. „Ég varð hrædd um að hver sem er gæti verið með upplýsingar um mig og hvernig brotið var á mér en ég var líka reið og leið og allar minningar og tilfinningar bæði líkamlegar og andlegar frá nauðguninni spruttu aftur upp á yfirborðið,“ sagði konan við RÚV. Konan var 18 ára þegar henni var nauðgað í samkvæmi og leitaði í kjölfarið á neyðarmóttöku kynferðisbrota á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún segir árásina hafa haft mikil áhrif á sig og enn í dag óttist hún að rekast á gerandann en það hafi verið annað áfall þegar málið gegn honum var látið niður falla. Hún hafi verið greind með króníska áfallastreituröskun og endurupplifi atburðinn og fái martraðir. Það hafi því komið afar illa við hana þegar meistaraneminn hafði samband við hana um kvöldmatarleytið einn sunnudag í sumar. Um var að ræða konu sem kynnti sig og sagðist vera að safna saman konum sem hefðu sótt þjónustu á neyðarmóttöku Sjúkrahússins á Akureyri vegna kynferðisofbeldis. Gæti fælt brotaþola frá því að leita sér aðstoðar Konan sagði við RÚV að sér hefði brugðið svo mikið að hún hefði ekki getað komið upp orði; það eina sem hún hefði meðtekið væri að ókunnug manneskjan á hinum endanum hefði fengið upplýsingar um að hún hefði verið beitt kynferðisofbeldi. Hún segist ekki geta ímyndað sér verri aðferð en þetta til að ná til þolenda en ef um mikilvæga rannsókn væri að ræða hefði spítalinn til að mynda getað sent henni póst og spurt hvort það mætti benda á hana í tengslum við rannsókina. „Mér finnst þetta mjög langt frá því að vera eðlilegt og okkur hér; við vorum að ræða þetta í morgun,“ segir Drífa um verklag sjúkrahússins og háskólans en báðir aðilar hafa réttlæt framkvæmdina og sagt hana í samræmi við lög og reglur. „Þetta er fólk í áfalli, sem kemur á neyðarmóttöku vegna nauðgunar... Ég veit ekki hvort það sé þannig að það sé verið að fá samþykki frá þeim þá, sem væri mjög óeðlilegt. Samþykki fyrir því að fá að hafa samband seinna. Ég veit ekki hvort þau skýla sér á bak við það. En þetta hefur greinilega og mjög skiljanlega haft mikil áhrif á þennan brotaþola og það er það sem þarf að horfa til. Það er ekki í lagi að gera rannsóknir eða fara af stað í svona ef það hefur áhrif á það tráma sem viðkomandi er í,“ segir Drífa. Drífa bendir á að vinnubrögðin gætu haft þau áhrif að brotaþolar veigri sér við því að sækja aðstoð, það er að segja ef það er þannig að nöfn þeirra og upplýsingar um brotin gegn þeim geta ratað í hendur ókunnugra. Hún ítrekar að ef það sé raunin að þetta sé í samræmi við lög og reglur þurfi að endurskoða þær. „Til að koma í veg fyrir að það sé verið að skaða brotaþola enn frekar.“ Hún segir það til skoðunar hjá Stígamótum hvort þau bregðist við með formlegum hætti.
Kynferðisofbeldi Vísindi Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Háskólar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent