Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2023 14:35 Áætlað er að nýi Baldur hefji siglingar á Breiðafirði um miðjan nóvember. Siglt er á milli Stykkishólms og Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey. Vegagerðin Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemu fram að Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Sæferða, hafi skrifað undir samninginn í dag. Ferjan Baldur er nú í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. í Hafnarfirði en fram kemur að nauðsynlegt hafi verið að ráðst í nokkrar breytingar til að skipið getið þjónað siglingum á Breiðafirði með viðkomu í Flatey. Unnið hafi verið að því að koma fyrir nýjum þilfarskrana, nýjum landfestuvindum, færa björgunarbáta, útbúa geymslusvæði á þilfari og mála skipið að utan svo það helsta sé nefnt. Einnig hafi verið unnið að almennu viðhaldi véla og búnaðar. „Vonast var til að þessari vinnu myndi ljúka fyrir lok október en vætutíð hefur seinkað allri vinnu við málun og þar með verkinu í heild. Sæferðir sem sinnt hafa þjónustu við Flatey á Breiðafirði gera það með skipinu Særúnu þangað til Baldur verður tilbúinn til reksturs á Breiðafirði,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Eitt tilboð barst í útboði Greint var frá því í sumar að Vegagerðin hefði samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst sem ætlað var að taka við Breiðafjarðarsiglingum. Kaupin á Röst komu í kjölfar útboðs þar sem einungis fékkst eitt tilboð. Upphaflega stóð til að leggja af ferjusiglingar á Breiðafirði við lok samnings við Sæferðir vorið 2023. Vegagerðin ákvað að falla frá þeirri ákvörðun og halda áfram siglingum og var vísað til þess að miklar breytingar hefðu orðið á atvinnustarfsemi á sunnanverðum Vestfjörðum bæði hvað varðar uppbyggingu fiskeldis og ferðaþjónustu. Ferjan Röst, sem hefur nú fengið nafnið Baldur, er smíðuð árið 1991, tekur 250 farþega og rúmar fimm stóra flutningabíla. Jóhanna Ósk Halldórsdóttir og Bergþóra Þorkelsdóttir.Vegagerðin Langt og strangt ferli Haft er eftir Bergþóru að þetta sé búið að vera langt og strangt ferli að endurnýja Baldur en að það hafi tekist mjög vel til. „Við erum ánægð með nýja skipið og endurbæturnar sem gerðar hafa verið og væntum mikils af því. Við gerum okkur vonir um að siglingar Baldurs á Breiðafirði reynist farsælar.“ Þá er haft eftir Jóhönnu Ósk að hún teki heilshugar undir þetta og að hún væri ánægð með samninginn við Vegagerðina og með nýjan Baldur. „Við trúm því að þetta verði farsælt samstarf og að þjónustan muni eflast með þessu nýja skipi.“ Ferjan Baldur Stykkishólmur Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Sæferðir segja upp öllu starfsfólki vegna óvissu Sæferðir í Stykkishólmi var eini þátttakandi í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði. Þrátt fyrir það er enn óljóst hvort samningar náist um reksturinn og því hefur verið ákveðið að segja upp öllum 22 starfsmönnum Sæferða. 25. júlí 2023 23:18 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemu fram að Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Sæferða, hafi skrifað undir samninginn í dag. Ferjan Baldur er nú í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. í Hafnarfirði en fram kemur að nauðsynlegt hafi verið að ráðst í nokkrar breytingar til að skipið getið þjónað siglingum á Breiðafirði með viðkomu í Flatey. Unnið hafi verið að því að koma fyrir nýjum þilfarskrana, nýjum landfestuvindum, færa björgunarbáta, útbúa geymslusvæði á þilfari og mála skipið að utan svo það helsta sé nefnt. Einnig hafi verið unnið að almennu viðhaldi véla og búnaðar. „Vonast var til að þessari vinnu myndi ljúka fyrir lok október en vætutíð hefur seinkað allri vinnu við málun og þar með verkinu í heild. Sæferðir sem sinnt hafa þjónustu við Flatey á Breiðafirði gera það með skipinu Særúnu þangað til Baldur verður tilbúinn til reksturs á Breiðafirði,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Eitt tilboð barst í útboði Greint var frá því í sumar að Vegagerðin hefði samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst sem ætlað var að taka við Breiðafjarðarsiglingum. Kaupin á Röst komu í kjölfar útboðs þar sem einungis fékkst eitt tilboð. Upphaflega stóð til að leggja af ferjusiglingar á Breiðafirði við lok samnings við Sæferðir vorið 2023. Vegagerðin ákvað að falla frá þeirri ákvörðun og halda áfram siglingum og var vísað til þess að miklar breytingar hefðu orðið á atvinnustarfsemi á sunnanverðum Vestfjörðum bæði hvað varðar uppbyggingu fiskeldis og ferðaþjónustu. Ferjan Röst, sem hefur nú fengið nafnið Baldur, er smíðuð árið 1991, tekur 250 farþega og rúmar fimm stóra flutningabíla. Jóhanna Ósk Halldórsdóttir og Bergþóra Þorkelsdóttir.Vegagerðin Langt og strangt ferli Haft er eftir Bergþóru að þetta sé búið að vera langt og strangt ferli að endurnýja Baldur en að það hafi tekist mjög vel til. „Við erum ánægð með nýja skipið og endurbæturnar sem gerðar hafa verið og væntum mikils af því. Við gerum okkur vonir um að siglingar Baldurs á Breiðafirði reynist farsælar.“ Þá er haft eftir Jóhönnu Ósk að hún teki heilshugar undir þetta og að hún væri ánægð með samninginn við Vegagerðina og með nýjan Baldur. „Við trúm því að þetta verði farsælt samstarf og að þjónustan muni eflast með þessu nýja skipi.“
Ferjan Baldur Stykkishólmur Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Sæferðir segja upp öllu starfsfólki vegna óvissu Sæferðir í Stykkishólmi var eini þátttakandi í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði. Þrátt fyrir það er enn óljóst hvort samningar náist um reksturinn og því hefur verið ákveðið að segja upp öllum 22 starfsmönnum Sæferða. 25. júlí 2023 23:18 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sæferðir segja upp öllu starfsfólki vegna óvissu Sæferðir í Stykkishólmi var eini þátttakandi í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði. Þrátt fyrir það er enn óljóst hvort samningar náist um reksturinn og því hefur verið ákveðið að segja upp öllum 22 starfsmönnum Sæferða. 25. júlí 2023 23:18