Gylfi skoraði tvö er Lyngby komst í átta liða úrslit eftir vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. október 2023 19:47 Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að skora fyrir Lyngby. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Lyngby er liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu með útisigri gegn Helsingør í vítaspyrnukeppni kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 2-2. Það voru heimamenn í Helsingør sem komust í forystu með marki á 29. mínútu, en Gylfi jafnaði metin fyrir Lyngby tveimur mínútum síðar með marki úr víti. Var þetta í fyrsta sinn sem Gylfi skorar fyrir félagslið síðan hann skoraði fyrir Everton gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í apríl árið 2021. Gylfi bætti svo öðru marki gestanna við á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Gylfi Sigurdsson's 2nd goal vs HelsingørThe most both footed player of all-time & it's not even close. pic.twitter.com/JhHPdAIPO8— SuperStatto™🇮🇸 (@StattoSuper) October 31, 2023 Heimamenn jöfnuðu þó metin á 86. mínútu og því þurfti að fara í framlengingu. Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því var gripið til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar voru það gestirnir í Lyngby sem reyndust hafa sterkari taugar og skoruðu þeir úr öllum fimm spyrnum sínum, en heimamenn klikkuðu á sinni fjórðu spyrnu og Íslendingaliðið er því á leið í átta liða úrslit. Sævar Magnússon tók fyrstu spyrnu Lyngby og Kolbeinn Finsson þá fjórðu. Ásamt Gylfa voru þeir Andri Lucas Guðjohnsen og Kolbeinn Finnson í byrjunarliði Lyngby, en Sævar Magnússon hóf leik á bekknum. Sævar kom inn á sem varamaður á 67. mínútu fyrir Gylfa og kláraði leikinn Danski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira
Það voru heimamenn í Helsingør sem komust í forystu með marki á 29. mínútu, en Gylfi jafnaði metin fyrir Lyngby tveimur mínútum síðar með marki úr víti. Var þetta í fyrsta sinn sem Gylfi skorar fyrir félagslið síðan hann skoraði fyrir Everton gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í apríl árið 2021. Gylfi bætti svo öðru marki gestanna við á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Gylfi Sigurdsson's 2nd goal vs HelsingørThe most both footed player of all-time & it's not even close. pic.twitter.com/JhHPdAIPO8— SuperStatto™🇮🇸 (@StattoSuper) October 31, 2023 Heimamenn jöfnuðu þó metin á 86. mínútu og því þurfti að fara í framlengingu. Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og því var gripið til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar voru það gestirnir í Lyngby sem reyndust hafa sterkari taugar og skoruðu þeir úr öllum fimm spyrnum sínum, en heimamenn klikkuðu á sinni fjórðu spyrnu og Íslendingaliðið er því á leið í átta liða úrslit. Sævar Magnússon tók fyrstu spyrnu Lyngby og Kolbeinn Finsson þá fjórðu. Ásamt Gylfa voru þeir Andri Lucas Guðjohnsen og Kolbeinn Finnson í byrjunarliði Lyngby, en Sævar Magnússon hóf leik á bekknum. Sævar kom inn á sem varamaður á 67. mínútu fyrir Gylfa og kláraði leikinn
Danski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira