Sigurganga FH heldur áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. október 2023 23:12 FH er í þriðja sæti deildarinnar eftir sigur gegn ÍBV. FH og ÍBV mættust í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Leikurinn var spilaður í kjarnorkuverinu á Nuke og stilltu Eyjamenn sér upp í vörn í fyrri hálfleik. FH-ingar hófu leikinn betur með sigri í skammbyssulotunni en leikmenn ÍBV var þó ekki lengi að koma sér í forystu. Eyjamenn fundu sigra 5 lotur í röð og staðan þá 5-1. FH-ingar fundu þó sigurleiðir að nýju og tóku tvær lotur og aftur ÍBV svaraði strax. Í tólftu lotu jöfnuðu FH-ingar loks leikinn í 6-6 og forysta Eyjamanna því í verður og vind. Liðin héldust áfram jöfn en FH-ingar náðu sigri í fimmtándu lotu og fóru því með forystuna í hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 7 -8 FH-ingar tóku skammbyssulotu seinni hálfleiks og tóku tvær til viðbótar áður en ÍBV minnkuðu muninn í 8-11. FH-ingar höfðu yfirburði í seinni hálfleik og hleyptu ÍBV ekki nærri sér en þó náðu Eyjamenn að sigra nokkrar lotur. Í stöðunni 11-15 virtust ÍBV þó loks vera af baki dottnir og FH-ingar sigldu sigrinum heim. Lokatölur: 11-16 FH-ingar koma sér þar með í þriðja sæti deildarinnar og jafna Ármann á sitgum en ÍBV eiga enn eftir að sigra sinn fyrsta leik og eru því í botnsæti deildarinnar. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport
FH-ingar hófu leikinn betur með sigri í skammbyssulotunni en leikmenn ÍBV var þó ekki lengi að koma sér í forystu. Eyjamenn fundu sigra 5 lotur í röð og staðan þá 5-1. FH-ingar fundu þó sigurleiðir að nýju og tóku tvær lotur og aftur ÍBV svaraði strax. Í tólftu lotu jöfnuðu FH-ingar loks leikinn í 6-6 og forysta Eyjamanna því í verður og vind. Liðin héldust áfram jöfn en FH-ingar náðu sigri í fimmtándu lotu og fóru því með forystuna í hálfleikinn. Staðan í hálfleik: 7 -8 FH-ingar tóku skammbyssulotu seinni hálfleiks og tóku tvær til viðbótar áður en ÍBV minnkuðu muninn í 8-11. FH-ingar höfðu yfirburði í seinni hálfleik og hleyptu ÍBV ekki nærri sér en þó náðu Eyjamenn að sigra nokkrar lotur. Í stöðunni 11-15 virtust ÍBV þó loks vera af baki dottnir og FH-ingar sigldu sigrinum heim. Lokatölur: 11-16 FH-ingar koma sér þar með í þriðja sæti deildarinnar og jafna Ármann á sitgum en ÍBV eiga enn eftir að sigra sinn fyrsta leik og eru því í botnsæti deildarinnar.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport