Hjallastefnan ekki innleidd á Árbæ fyrr en næsta skólaár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 11:59 Bóas segir foreldra ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að breytingar verði á leikskólastarfinu það sem eftir lifir vetrar. árborg/af vefsíðu hjallastefnunnar „Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Hjallastefnunar, um yfirtökuna á leikskólanum Árbæ á Selfossi. Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa nokkrar umræður skapast um breytinguna, ekki síst þar sem hugmyndin um Hjallastefnuleikskóla á Selfossi var upphaflega kynnt foreldrum sem viðbót við þá sex leikskóla sem Árborg á og rekur. Foreldrar gagnrýndu skort á upplýsingagjöf og að vera settir í þá stöðu að þurfa að sætta sig við breytta stefnu á leikskólanum eða taka börnin úr umhverfinu sem þau þekkja. Bóas segir umleitanir foreldra eftir auknum fjölbreytileika í leikskólamálum í Árborg ná aftur til 2007 en það hafi ekki verið fyrr en miklu seinna sem Árborg óskaði eftir samtali við Hjallastefnuna um aðkomu hennar að málum. Umræður um yfirtöku Árbæjar hafi hafist fyrr á þessu ári. Foreldrum var tilkynnt með tölvupósti í síðustu viku að Hjallastefnan tæki við rekstri leikskólans frá og með mánaðamótum en hafa ekki fengið upplýsingar um það hvort breytingin myndi strax hafa áhrif á leikskólastarfið. Bóas segir ekki svo vera; kynjaskiptingin og skólabúningarnir sem Hjallastefnan sé þekkt fyrir séu ekki á dagskrá núna. „Við erum ekki að fara þangað,“ segir Bóas. „Það verður ekki fyrr en á nýju skólaári.“ Það sem liggi fyrir sé að kynna Hjallastefnuna vel fyrir öllum sem að málinu koma. Þá sé fyrirsjáanlegt að einhverjir muni vilja færa börnin sín á leikskólann næsta haust og aðrir eftir vill að leita annað. „Nú er bara nýr leikskólastjóri að fara að kynnast hópnum og það verður enginn grundvallarbreyting á skólastarfinu, heldur kemur sú skólastýra sem kemur til með að fara fyrir innleiðingaferlinu og ætlar að kynna Hjallastefnuna fyrir starfsfólkinu og foreldrunum hægt og rólega og svara spurningum. En aðalleg bara að kynnast hópnum; starfshópnum, foreldrahópnum og börnunum auðvitað. Það verður engin stefnubreyting; Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas. Breytingarnar voru kynntar starfsfólki í vikunni og segir Bóas að engar athugasemdir hafi borist. Hann segist vonast til þess að sem flestir vilji starfa áfram á leikskólanum. Fulltrúar Hjallastefnunar verða til svara á fundi sem boðað hefur verið til með foreldrum í kvöld. Árborg Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa nokkrar umræður skapast um breytinguna, ekki síst þar sem hugmyndin um Hjallastefnuleikskóla á Selfossi var upphaflega kynnt foreldrum sem viðbót við þá sex leikskóla sem Árborg á og rekur. Foreldrar gagnrýndu skort á upplýsingagjöf og að vera settir í þá stöðu að þurfa að sætta sig við breytta stefnu á leikskólanum eða taka börnin úr umhverfinu sem þau þekkja. Bóas segir umleitanir foreldra eftir auknum fjölbreytileika í leikskólamálum í Árborg ná aftur til 2007 en það hafi ekki verið fyrr en miklu seinna sem Árborg óskaði eftir samtali við Hjallastefnuna um aðkomu hennar að málum. Umræður um yfirtöku Árbæjar hafi hafist fyrr á þessu ári. Foreldrum var tilkynnt með tölvupósti í síðustu viku að Hjallastefnan tæki við rekstri leikskólans frá og með mánaðamótum en hafa ekki fengið upplýsingar um það hvort breytingin myndi strax hafa áhrif á leikskólastarfið. Bóas segir ekki svo vera; kynjaskiptingin og skólabúningarnir sem Hjallastefnan sé þekkt fyrir séu ekki á dagskrá núna. „Við erum ekki að fara þangað,“ segir Bóas. „Það verður ekki fyrr en á nýju skólaári.“ Það sem liggi fyrir sé að kynna Hjallastefnuna vel fyrir öllum sem að málinu koma. Þá sé fyrirsjáanlegt að einhverjir muni vilja færa börnin sín á leikskólann næsta haust og aðrir eftir vill að leita annað. „Nú er bara nýr leikskólastjóri að fara að kynnast hópnum og það verður enginn grundvallarbreyting á skólastarfinu, heldur kemur sú skólastýra sem kemur til með að fara fyrir innleiðingaferlinu og ætlar að kynna Hjallastefnuna fyrir starfsfólkinu og foreldrunum hægt og rólega og svara spurningum. En aðalleg bara að kynnast hópnum; starfshópnum, foreldrahópnum og börnunum auðvitað. Það verður engin stefnubreyting; Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas. Breytingarnar voru kynntar starfsfólki í vikunni og segir Bóas að engar athugasemdir hafi borist. Hann segist vonast til þess að sem flestir vilji starfa áfram á leikskólanum. Fulltrúar Hjallastefnunar verða til svara á fundi sem boðað hefur verið til með foreldrum í kvöld.
Árborg Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira