Eitraði fyrir kærastanum þegar hann erfði milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2023 11:36 Konan er sögð hafa staðið í þeirri trú að hún ætti rétt á helmingi arfs kærasta síns og varð reið þegar henni var bent á að svo var ekki. Getty Kona hefur verið ákærð í Norður-Dakóta ríki í Bandaríkjunum fyrir að myrða kærasta sinn með eitri. Sá hafði erft þrjátíu milljónir dala og ætlaði að segja henni upp. Ina Thea Kenoyer er sökuð um hafa banað Steven Edward Riley Jr., kærasta til tíu ára vegna þess að hún stóð í þeirri trú að hún myndi fá hluta peninganna. Starfsfólk í félagsþjónustu var kallað heimili þeirra þann 4. september og fann hinn 51 árs gamla Riley meðvitundarlausan. Hann lést á sjúkrahúsi degi síðar. Kenoyer, sem er 47 ára, sagði hann hafa fengið hitaslag. Krufning leiddi í ljóst að hann hafði innbyrt frostlög. Vinir Riley og ættingjar telja, samkvæmt frétt New York Times, að Kenoyer hafi eitrað fyrir honum. Á hún að hafa hótað því áður en hann dó. Rannsakendur segja parið hafa deilt vegna nýlegs arfs Rileys, eða um þrjátíu milljónir dala, eða rúma fjóra milljarða króna, og ætlaði hann hætta með Kenoyer. Vinur Kenoyer sagði lögregluþjónum að hann hefði séð hana kasta eigum Riley, daginn sem hann varð lasinn. Hún hafi sagt að Riley ætlaði að yfirgefa sig eftir að hann fengi arfinn. Saksóknarar segja að Riley hafi orðið lasinn 3. september, eftir að hann hafði hitt lögmann og tryggt sér áðurnefndan arð, og vinir hans hafi viljað að hann leitaði til læknis. Kenoyer er sögð hafa komið í veg fyrir það og staðhæft að hann hefði fengið hitaslag. Vinur Riley ætlaði svo að heimsækja hann síðar þann dag en Kenoyer á að hafa sagt honum að Riley væri hjá lækni í bænum Minot. Vinurinn kannaði það, fann Riley hvergi og fékk þau svör að hann hefði aldrei verið þar. Lögreglan segir Kenoyer hafa verið eina með Riley í minnst tólf tíma áður en hann leitaði sér læknisaðstoðar þann 4. september. Segist saklaus Héraðsmiðillinn KFYRTV segir að Kenoyer hafi komið fyrir dómara í gær. Hún hafi verið úrskurðuð í gæsluvarðhald en að hún geti gengið laus fram að réttarhöldum gegn milljón dala í tryggingu. Kenoyer sagðist saklaus. Hún sagði lögregluþjónum við yfirheyrslu að hún ætti rétt á arfinum, því þau Riley væru búin að vera lengi saman, og hún ætlaði að deila arfinum með syni Riley. Sum ríki Bandaríkjanna eru með lög um að langvarandi sambönd geta talist hjónabönd fyrir lögum. Norður-Dakóta er ekki eitt þeirra ríkja. Þegar lögregluþjónar útskýrðu það fyrir Kenoyer er hún sögð hafa orðið bálreið. Þegar lögreglan leitaði á heimili þeirra fannst flaska af hreinsiefni sem talin er hafa innihaldið frostlög, tóma bjórflösku og glas, sem einnig er talið hafa innihaldið frostlög. Aðspurð af lögregluþjónum um hvers vegna frostlögur fannst í Riley, sagði Kenoyer að hann hefði mögulega reykt sígarettu sem hefði fallið í frostlög í bílskúr þeirra. Bandaríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
Starfsfólk í félagsþjónustu var kallað heimili þeirra þann 4. september og fann hinn 51 árs gamla Riley meðvitundarlausan. Hann lést á sjúkrahúsi degi síðar. Kenoyer, sem er 47 ára, sagði hann hafa fengið hitaslag. Krufning leiddi í ljóst að hann hafði innbyrt frostlög. Vinir Riley og ættingjar telja, samkvæmt frétt New York Times, að Kenoyer hafi eitrað fyrir honum. Á hún að hafa hótað því áður en hann dó. Rannsakendur segja parið hafa deilt vegna nýlegs arfs Rileys, eða um þrjátíu milljónir dala, eða rúma fjóra milljarða króna, og ætlaði hann hætta með Kenoyer. Vinur Kenoyer sagði lögregluþjónum að hann hefði séð hana kasta eigum Riley, daginn sem hann varð lasinn. Hún hafi sagt að Riley ætlaði að yfirgefa sig eftir að hann fengi arfinn. Saksóknarar segja að Riley hafi orðið lasinn 3. september, eftir að hann hafði hitt lögmann og tryggt sér áðurnefndan arð, og vinir hans hafi viljað að hann leitaði til læknis. Kenoyer er sögð hafa komið í veg fyrir það og staðhæft að hann hefði fengið hitaslag. Vinur Riley ætlaði svo að heimsækja hann síðar þann dag en Kenoyer á að hafa sagt honum að Riley væri hjá lækni í bænum Minot. Vinurinn kannaði það, fann Riley hvergi og fékk þau svör að hann hefði aldrei verið þar. Lögreglan segir Kenoyer hafa verið eina með Riley í minnst tólf tíma áður en hann leitaði sér læknisaðstoðar þann 4. september. Segist saklaus Héraðsmiðillinn KFYRTV segir að Kenoyer hafi komið fyrir dómara í gær. Hún hafi verið úrskurðuð í gæsluvarðhald en að hún geti gengið laus fram að réttarhöldum gegn milljón dala í tryggingu. Kenoyer sagðist saklaus. Hún sagði lögregluþjónum við yfirheyrslu að hún ætti rétt á arfinum, því þau Riley væru búin að vera lengi saman, og hún ætlaði að deila arfinum með syni Riley. Sum ríki Bandaríkjanna eru með lög um að langvarandi sambönd geta talist hjónabönd fyrir lögum. Norður-Dakóta er ekki eitt þeirra ríkja. Þegar lögregluþjónar útskýrðu það fyrir Kenoyer er hún sögð hafa orðið bálreið. Þegar lögreglan leitaði á heimili þeirra fannst flaska af hreinsiefni sem talin er hafa innihaldið frostlög, tóma bjórflösku og glas, sem einnig er talið hafa innihaldið frostlög. Aðspurð af lögregluþjónum um hvers vegna frostlögur fannst í Riley, sagði Kenoyer að hann hefði mögulega reykt sígarettu sem hefði fallið í frostlög í bílskúr þeirra.
Bandaríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira