Heimilislausir flóttamenn mótmæla í tjöldum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2023 12:33 Tjöldunum hefur verið stillt upp við skrifstofu Útlendingastofnunar. Aðsend Þrír karlmenn mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu og endanlegri synjun um alþjóðlega vernd í tjöldum við skrifstofu Útlendingastofnunar. Mennirnir vilja alþjóðlega vernd og að þingið bregðist við stöðu þeirra. Þeir ætla að mótmæla eins lengi og þörf er á. Þrír íraskir umsækjendur um alþjóðlega vernd eru nú í hungurverkfalli við skrifstofu Útlendingastofnunar við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Mennirnir halda þar til í tjöldum. Fjallað var um málið á vef RÚV í morgun en þar kom fram að mennirnir hafi allir fengið endanlega synjun á umsókn sinni og verið sviptir rétti til þjónustu í kjölfarið. Einn mótmælendanna, Ali, segir í skilaboðum til fréttastofu að mennirnir vilji með mótmælunum að fundin sé lausn á þeirra málum. „Við viljum ekkert meira, bara búsetuleyfi,“ segir hann og að þeir krefjist þess að Alþingi finni lausn á stöðu þeirra. Mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu Askur Hrafn Hannesson, talsmaður mannréttinda, hefur aðstoðað mennina. Hann segir þá mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu sem er breyting sem innleidd var í sumar í kjölfar breytinga á útlendingalögunum á þingi síðasta vor. 30 dögum eftir að fólk fær endanlega synjun um alþjóðlega vernd er það svipt rétti á þjónustu og búsetu. Sýni það samvinnu um að snúa aftur heim er það ekki svipt þjónustu. „Auk þess krefjast þeir alþjóðlegrar verndar,“ segir Askur Hrafn í samtali við fréttastofu. Hann segir að mennirnir hafi allir fengið tilkynningu um endanlega synjun og hafi verið sviptir þjónustu og séu á götunni. Hann segir þá hingað til getað nýtt sér gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk í Borgartúni, sem rekið er af Rauða krossinum, en þurfa að yfirgefa það klukkan tíu á morgnana. Mennirnir tjölduðu á grasbala fyrir framan skrifstofu Útlendingastofnunar. Aðsend „Á morgnana fara þeir út og þeir hafa talað um að kuldinn yfir nóttina er ekki mikið verri en kuldinn yfir daginn og það gildi í raun einu hvort þeir séu út í tjaldinu núna eða utandyra yfir daginn,“ segir Askur. Hann segir mennina ætla að vera eins lengi og þörf er á í tjöldunum. „Þeir hafa talað um að vera þarna í viku en ég hugsa að þeir stefni á að vera eins lengi og þeir geta. Bara þangað til það verða höfð afskipti af þeim eða þeir geta það ekki lengur vegna líkamlegra ástæðna,“ segir Askur Hrafn. Gistiskýlið opið 17 til 10 Þórir Hall Stefánsson er umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar og neyðarskýlisins á vegum Rauða kross Íslands. Hann segir almennt fólk mjög ánægt að geta komist inn, þó það sé ekki nema yfir nóttina. Auk þess að fá gistingu fær fólk kvöldmat, morgunmat og snarl til að taka með sér út í daginn ef það vill. Frá opnun skýlisins í lok september hafa um þrettán manns nýtt sér aðstöðuna að sögn Þóris en pláss er fyrir um 30. Þórir segir fólkið sem hefur dvalið í gistiskýlinu almennt vera ánægt með þjónustuna. Vísir/Einar „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Fólk sem hefur verið svipt þjónustu hefur komið til okkar og dvelur að mestu samfleytt. Það er mjög ánægt að fá þak yfir höfuðið, sérstaklega núna þegar farið er að kólna,“ segir Þórir en gert er ráð fyrir að reka úrræðið þar til næsta sumar. Hann segir fólk að jafnaði nýta sér allan opnunartímann sem er frá fimm seinni part dags og til tíu á morgnana. Hann segir ýmis úrræði á vegum Rauða krossins og annarra hjálparsamtaka standa heimilislausu fólki opin á daginn. „Þau koma ekki að lokuðum dyrum alls staðar á daginn.“ Hvað varðar mótmælin segir Þórir að afstaða Rauða krossins til breytinganna á útlendingalöggjöfinni sé skýr og hafi komið fram í umsögnum samtakanna til ráðherra og þings. „Nú erum við bara að einblína á það að koma þessum hópi fólks inn yfir nóttina og mestu kuldana, og í því felst okkar stuðningur.“ Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Þrír íraskir umsækjendur um alþjóðlega vernd eru nú í hungurverkfalli við skrifstofu Útlendingastofnunar við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Mennirnir halda þar til í tjöldum. Fjallað var um málið á vef RÚV í morgun en þar kom fram að mennirnir hafi allir fengið endanlega synjun á umsókn sinni og verið sviptir rétti til þjónustu í kjölfarið. Einn mótmælendanna, Ali, segir í skilaboðum til fréttastofu að mennirnir vilji með mótmælunum að fundin sé lausn á þeirra málum. „Við viljum ekkert meira, bara búsetuleyfi,“ segir hann og að þeir krefjist þess að Alþingi finni lausn á stöðu þeirra. Mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu Askur Hrafn Hannesson, talsmaður mannréttinda, hefur aðstoðað mennina. Hann segir þá mótmæla sviptingu lágmarksþjónustu sem er breyting sem innleidd var í sumar í kjölfar breytinga á útlendingalögunum á þingi síðasta vor. 30 dögum eftir að fólk fær endanlega synjun um alþjóðlega vernd er það svipt rétti á þjónustu og búsetu. Sýni það samvinnu um að snúa aftur heim er það ekki svipt þjónustu. „Auk þess krefjast þeir alþjóðlegrar verndar,“ segir Askur Hrafn í samtali við fréttastofu. Hann segir að mennirnir hafi allir fengið tilkynningu um endanlega synjun og hafi verið sviptir þjónustu og séu á götunni. Hann segir þá hingað til getað nýtt sér gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk í Borgartúni, sem rekið er af Rauða krossinum, en þurfa að yfirgefa það klukkan tíu á morgnana. Mennirnir tjölduðu á grasbala fyrir framan skrifstofu Útlendingastofnunar. Aðsend „Á morgnana fara þeir út og þeir hafa talað um að kuldinn yfir nóttina er ekki mikið verri en kuldinn yfir daginn og það gildi í raun einu hvort þeir séu út í tjaldinu núna eða utandyra yfir daginn,“ segir Askur. Hann segir mennina ætla að vera eins lengi og þörf er á í tjöldunum. „Þeir hafa talað um að vera þarna í viku en ég hugsa að þeir stefni á að vera eins lengi og þeir geta. Bara þangað til það verða höfð afskipti af þeim eða þeir geta það ekki lengur vegna líkamlegra ástæðna,“ segir Askur Hrafn. Gistiskýlið opið 17 til 10 Þórir Hall Stefánsson er umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar og neyðarskýlisins á vegum Rauða kross Íslands. Hann segir almennt fólk mjög ánægt að geta komist inn, þó það sé ekki nema yfir nóttina. Auk þess að fá gistingu fær fólk kvöldmat, morgunmat og snarl til að taka með sér út í daginn ef það vill. Frá opnun skýlisins í lok september hafa um þrettán manns nýtt sér aðstöðuna að sögn Þóris en pláss er fyrir um 30. Þórir segir fólkið sem hefur dvalið í gistiskýlinu almennt vera ánægt með þjónustuna. Vísir/Einar „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Fólk sem hefur verið svipt þjónustu hefur komið til okkar og dvelur að mestu samfleytt. Það er mjög ánægt að fá þak yfir höfuðið, sérstaklega núna þegar farið er að kólna,“ segir Þórir en gert er ráð fyrir að reka úrræðið þar til næsta sumar. Hann segir fólk að jafnaði nýta sér allan opnunartímann sem er frá fimm seinni part dags og til tíu á morgnana. Hann segir ýmis úrræði á vegum Rauða krossins og annarra hjálparsamtaka standa heimilislausu fólki opin á daginn. „Þau koma ekki að lokuðum dyrum alls staðar á daginn.“ Hvað varðar mótmælin segir Þórir að afstaða Rauða krossins til breytinganna á útlendingalöggjöfinni sé skýr og hafi komið fram í umsögnum samtakanna til ráðherra og þings. „Nú erum við bara að einblína á það að koma þessum hópi fólks inn yfir nóttina og mestu kuldana, og í því felst okkar stuðningur.“
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira