„Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2023 12:10 Lax úr kvíum Arctic Fish í Tálknafirði. Myndirnar voru teknar föstudaginn 27. október síðastliðinn. Veiga Grétarsdóttir Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. Heimildin fjallaði í gær um sjókvíar Arctic Fish í Tálknafirði og greindu frá því að verið væri að farga öllum fiskum í ákveðnum kvíum félagsins vegna lúsafaraldurs þar. Hefur Heimildin það eftir deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun að um milljón eldislaxar hafi drepist eða fargað vegna lúsarinnar í sjókvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Segir deildarstjórinn að norskur dýralæknir væri staddur hér á landi vegna málsins og að hann hafi aldrei séð neitt jafn slæmt og þetta á þrjátíu ára ferli sínum. Kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók myndir og myndbönd af sjókvíunum fyrir sex dögum síðan. Hún segist ekki hafa séð einn einasta heilbrigða lax þar ofan í. Veiga Grétarsdóttir, náttúruverndarsinni. „Ég flaug drónanum út og ákvað að sjá hvort ég sæi eitthvað. Svo þegar ég fór að zoom-a ofan í kvíarnar fór ég að sjá hvíta kolla út um allt sem ég hef aldrei séð áður. Ég zoom-aði neðar og nær ofan í kvíarnar, þá kom þetta bara í ljós. Lúsétnir laxar, dauðir laxar, bara orðnir skinnlausir og nánast holdlausir á hausnum. Ég ætlaði varla að trúa þessu,“ segir Veiga í samtali við fréttastofu . Veiga segist hafa verið hálf orðlaus vegna þess sem hún sá þarna ofan í. „Þetta var skelfilegt. Þetta var sjokkerandi, mér brá. Ég ætlaði ekki að trúa þessu sem ég sá. Ég varð hálf orðlaus. Það var erfitt að hætta að mynda,“ segir Veiga. Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Lax Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Heimildin fjallaði í gær um sjókvíar Arctic Fish í Tálknafirði og greindu frá því að verið væri að farga öllum fiskum í ákveðnum kvíum félagsins vegna lúsafaraldurs þar. Hefur Heimildin það eftir deildarstjóra fiskeldis hjá Matvælastofnun að um milljón eldislaxar hafi drepist eða fargað vegna lúsarinnar í sjókvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Segir deildarstjórinn að norskur dýralæknir væri staddur hér á landi vegna málsins og að hann hafi aldrei séð neitt jafn slæmt og þetta á þrjátíu ára ferli sínum. Kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók myndir og myndbönd af sjókvíunum fyrir sex dögum síðan. Hún segist ekki hafa séð einn einasta heilbrigða lax þar ofan í. Veiga Grétarsdóttir, náttúruverndarsinni. „Ég flaug drónanum út og ákvað að sjá hvort ég sæi eitthvað. Svo þegar ég fór að zoom-a ofan í kvíarnar fór ég að sjá hvíta kolla út um allt sem ég hef aldrei séð áður. Ég zoom-aði neðar og nær ofan í kvíarnar, þá kom þetta bara í ljós. Lúsétnir laxar, dauðir laxar, bara orðnir skinnlausir og nánast holdlausir á hausnum. Ég ætlaði varla að trúa þessu,“ segir Veiga í samtali við fréttastofu . Veiga segist hafa verið hálf orðlaus vegna þess sem hún sá þarna ofan í. „Þetta var skelfilegt. Þetta var sjokkerandi, mér brá. Ég ætlaði ekki að trúa þessu sem ég sá. Ég varð hálf orðlaus. Það var erfitt að hætta að mynda,“ segir Veiga.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Lax Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira