Norræn lífskjör: Alltaf meira basl á Íslandi Stefán Ólafsson skrifar 2. nóvember 2023 13:31 Atvinnurekendur tala gjarnan um að laun á Íslandi séu ein þau hæstu í Evrópu. En þeir horfa framhjá því að hér er verðlag það hæsta (ásamt Sviss). Húsnæðiskostnaður tekur hér stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra yngri og tekjulægri en víða í grannríkjunum. Þá eru opinberu velferðarkerfin á hinum Norðurlöndunum öflugri, ekki síst húsnæðisstuðningur. Barnabætur sem vinnandi fólk fær greiddar (eftir skerðingar) eru almennt mun hærri þar. Þetta gerir að verkum að afkoma íslensks launafólks, einkum þeirra tekjulægri og eignaminni, er viðkvæmari fyrir sveiflum í efnahagslífi en í grannríkjunum. Síðan er það lenska í hagstjórninni á Íslandi að láta þyngstu byrðar kreppuúrræða falla á þá sem minnst hafa fyrir, þá tekjulægri. Þetta þýðir að basl er almennt algengara og meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd, sem sýnir hlutfall íbúa sem eiga erfitt með að ná endum saman, frá 2007 til ársins í ár. Hlutfall heimila í basli er hæst á Íslandi öll árin - en sjáið sveiflurnar hér þegar gefið hefur á bátinn, t.d. eftir hrunið 2008 og svo nú 2022 og 2023. Erfiðleikar við að ná endum saman á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, 2007 til 2023. Heimild: Eurostat, Hagstofa Íslands og kannanir Vörðu 2021-2023. Fjárhagserfiðleikar heimilanna jukust miklu meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Raunar tókst að tryggja afkomu heimilanna á hinum Norðurlöndunum nær alveg gegn kreppuáhrifum. Það voru helst Danir sem fundu fyrir lítillega auknum erfiðleikum. Hér fór hlutfall heimila sem áttu í basli yfir helming árin 2010 til 2013. Mikil kaupmáttarrýrnun, vegna verðbólgu, hárra vaxta og frystingar launa orsakaði það. Þungi kreppunnar varð mjög mikill fyrir heimili lágtekju- og millitekjufólks. Í Kóvid kreppunni 2020 og 2021 tókst verkalýðshreyfingunni að halda kjarasamningsbundnum hækkunum og forða þannig kaupmáttarrýrnun launa í fyrstu. En með verulega hækkandi verðbólgu eftir 2021 og öfgafullum stýrivaxtahækkunum hefur allt farið á verri veg. Könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sl. vor sýndi að 44% heimila áttu þá erfitt með að ná endum saman og hafði það hækkað úr um 24% árið 2021. Erfiðleikarnir eru mestir hjá verkafólki (um 60% þeirra eiga nú í erfiðleikum). Strax árið 2022 var hlutfall heimila í fjárhagserfiðleikum komið í 31,5% hér þegar meðaltal hinna Norðurlandanna var 22,2%. Síðan jukust erfiðleikarnir mjög ört til viðbótar hér á landi á yfirstandandi ári. Tölur vantar fyrir hin löndin fyrir árið 2023, en vísbendingar eru um litlar breytingar þar. Þessi afleita þróun á Íslandi sl. tvö ár gerist þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið meiri hér en í grannríkjunum og hagnaður fyrirtækja í hámarki. Sérstaða Íslendinga hvað snertir afkomusveiflur og fjárhagserfiðleika er því mikil í norrænu samhengi. Sveiflujöfnun velferðarkerfisins virkar betur þar en hér á landi. Seðlabankar hinna Norðurlandanna láta byrðar verðbólgubaráttunnar heldur ekki bitna jafn harkalega á lægri tekjuhópum og gert er hér á landi. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Verðlag Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Atvinnurekendur tala gjarnan um að laun á Íslandi séu ein þau hæstu í Evrópu. En þeir horfa framhjá því að hér er verðlag það hæsta (ásamt Sviss). Húsnæðiskostnaður tekur hér stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra yngri og tekjulægri en víða í grannríkjunum. Þá eru opinberu velferðarkerfin á hinum Norðurlöndunum öflugri, ekki síst húsnæðisstuðningur. Barnabætur sem vinnandi fólk fær greiddar (eftir skerðingar) eru almennt mun hærri þar. Þetta gerir að verkum að afkoma íslensks launafólks, einkum þeirra tekjulægri og eignaminni, er viðkvæmari fyrir sveiflum í efnahagslífi en í grannríkjunum. Síðan er það lenska í hagstjórninni á Íslandi að láta þyngstu byrðar kreppuúrræða falla á þá sem minnst hafa fyrir, þá tekjulægri. Þetta þýðir að basl er almennt algengara og meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd, sem sýnir hlutfall íbúa sem eiga erfitt með að ná endum saman, frá 2007 til ársins í ár. Hlutfall heimila í basli er hæst á Íslandi öll árin - en sjáið sveiflurnar hér þegar gefið hefur á bátinn, t.d. eftir hrunið 2008 og svo nú 2022 og 2023. Erfiðleikar við að ná endum saman á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, 2007 til 2023. Heimild: Eurostat, Hagstofa Íslands og kannanir Vörðu 2021-2023. Fjárhagserfiðleikar heimilanna jukust miklu meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Raunar tókst að tryggja afkomu heimilanna á hinum Norðurlöndunum nær alveg gegn kreppuáhrifum. Það voru helst Danir sem fundu fyrir lítillega auknum erfiðleikum. Hér fór hlutfall heimila sem áttu í basli yfir helming árin 2010 til 2013. Mikil kaupmáttarrýrnun, vegna verðbólgu, hárra vaxta og frystingar launa orsakaði það. Þungi kreppunnar varð mjög mikill fyrir heimili lágtekju- og millitekjufólks. Í Kóvid kreppunni 2020 og 2021 tókst verkalýðshreyfingunni að halda kjarasamningsbundnum hækkunum og forða þannig kaupmáttarrýrnun launa í fyrstu. En með verulega hækkandi verðbólgu eftir 2021 og öfgafullum stýrivaxtahækkunum hefur allt farið á verri veg. Könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sl. vor sýndi að 44% heimila áttu þá erfitt með að ná endum saman og hafði það hækkað úr um 24% árið 2021. Erfiðleikarnir eru mestir hjá verkafólki (um 60% þeirra eiga nú í erfiðleikum). Strax árið 2022 var hlutfall heimila í fjárhagserfiðleikum komið í 31,5% hér þegar meðaltal hinna Norðurlandanna var 22,2%. Síðan jukust erfiðleikarnir mjög ört til viðbótar hér á landi á yfirstandandi ári. Tölur vantar fyrir hin löndin fyrir árið 2023, en vísbendingar eru um litlar breytingar þar. Þessi afleita þróun á Íslandi sl. tvö ár gerist þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið meiri hér en í grannríkjunum og hagnaður fyrirtækja í hámarki. Sérstaða Íslendinga hvað snertir afkomusveiflur og fjárhagserfiðleika er því mikil í norrænu samhengi. Sveiflujöfnun velferðarkerfisins virkar betur þar en hér á landi. Seðlabankar hinna Norðurlandanna láta byrðar verðbólgubaráttunnar heldur ekki bitna jafn harkalega á lægri tekjuhópum og gert er hér á landi. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun