„Geri ráð fyrir að við leggjum meiri áherslu á hraðaupphlaup en áður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 13:58 Bjarki Már Elísson segist vera kominn á gott ról eftir meiðsli. vísir/sigurjón Bjarki Már Elísson er kominn aftur á ferðina eftir að hafa gengist undir aðgerð. Hann hlakkar til fyrstu leikjanna undir stjórn nýs landsliðsþjálfara. „Það er erfitt að segja, ég veit það ekki alveg,“ sagði Bjarki aðspurður við hverju hann byggist á fyrstu dögunum í landsliðinu með nýjum þjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni. „Stemmingu og það er alltaf gaman að hitta hópinn. Ég veit svo sem ekkert hvernig æfingarnar verða en ég veit bara að það er spenna í hópnum fyrir því sem koma skal. Vonandi verður þetta gaman og við getum átt tvo góða leiki.“ Ísland mætir Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum á morgun og hinn. Landsliðið hittist svo ekkert aftur fyrr en rétt fyrir næsta stórmót, EM í Þýskalandi. Vonandi koma góðir hlutir frá Snorra „Það er svo sem gömul saga og ný að þú hefur aldrei mikinn tíma í landsliðsbolta en við þekkjum hvorn annan vel. Það vinnur með okkur. Þetta er búinn að vera sami kjarninn í nokkur ár og vonandi koma bara góðir hlutir frá Snorra ofan á það. Ég er bjartsýnn,“ sagði Bjarki. „Ég vil að við vinnum áfram í öllum atriðum leiksins, smyrjum varnarleikinn og ég geri ráð fyrir að við leggjum meiri áherslu á hraðaupphlaup en áður.“ Bjartsýnn fyrir hvert mót Bjarka finnst ekki vanta mikið upp á hjá landsliðinu til að það geti tekið skref fram á við. „Í rauninni ekki. Næsta skref, hvað er það? Við viljum eiga gott mót og til þess þarf margt að ganga upp. En það getur alveg gerst og ég trúi því fyrir hvert einasta mót að það geti gerst. Það er ekki mikið sem þarf að gerast en eitthvað,“ sagði Bjarki sem er byrjaður að spila aftur með Veszprém í Ungverjalandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í sumar. „Staðan á mér er frábær. Ég er orðinn góður. Þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera þannig að þetta sé ekki að plaga mig. Ég hef æft á fullu í örugglega tvo mánuði og byrjaði að spila fyrir mánuði þannig ég er góður,“ sagði Bjarki að lokum. Landslið karla í handbolta Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
„Það er erfitt að segja, ég veit það ekki alveg,“ sagði Bjarki aðspurður við hverju hann byggist á fyrstu dögunum í landsliðinu með nýjum þjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni. „Stemmingu og það er alltaf gaman að hitta hópinn. Ég veit svo sem ekkert hvernig æfingarnar verða en ég veit bara að það er spenna í hópnum fyrir því sem koma skal. Vonandi verður þetta gaman og við getum átt tvo góða leiki.“ Ísland mætir Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum á morgun og hinn. Landsliðið hittist svo ekkert aftur fyrr en rétt fyrir næsta stórmót, EM í Þýskalandi. Vonandi koma góðir hlutir frá Snorra „Það er svo sem gömul saga og ný að þú hefur aldrei mikinn tíma í landsliðsbolta en við þekkjum hvorn annan vel. Það vinnur með okkur. Þetta er búinn að vera sami kjarninn í nokkur ár og vonandi koma bara góðir hlutir frá Snorra ofan á það. Ég er bjartsýnn,“ sagði Bjarki. „Ég vil að við vinnum áfram í öllum atriðum leiksins, smyrjum varnarleikinn og ég geri ráð fyrir að við leggjum meiri áherslu á hraðaupphlaup en áður.“ Bjartsýnn fyrir hvert mót Bjarka finnst ekki vanta mikið upp á hjá landsliðinu til að það geti tekið skref fram á við. „Í rauninni ekki. Næsta skref, hvað er það? Við viljum eiga gott mót og til þess þarf margt að ganga upp. En það getur alveg gerst og ég trúi því fyrir hvert einasta mót að það geti gerst. Það er ekki mikið sem þarf að gerast en eitthvað,“ sagði Bjarki sem er byrjaður að spila aftur með Veszprém í Ungverjalandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í sumar. „Staðan á mér er frábær. Ég er orðinn góður. Þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera þannig að þetta sé ekki að plaga mig. Ég hef æft á fullu í örugglega tvo mánuði og byrjaði að spila fyrir mánuði þannig ég er góður,“ sagði Bjarki að lokum.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira