Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 77-92 | Íslandsmeistararnir aftur á sigurbraut Dagur Lárusson skrifar 2. nóvember 2023 21:50 Þórir í leiknum í kvöld. vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls eru komnir aftur á sigurbraut eftir sigur á Breiðablik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Tindastóll tapaði sínum fyrsta leik í deildinni í síðustu umferð en það var gegn Val á heimavelli á meðan að Blikar voru búnir að tapa öllum sínum leikjum á tímabilinu. Íslandsmeistararnir tóku strax frumkvæðið í byrjun leiks eins og við var að búast og var staðan 16-26 eftir fyrsta leikhluta. Þórir Þorbjarnarson að byrja leikinn virkilega vel við Tindastól. Í byrjun annars leikhluta kom ágætis áhlaup hjá Breiðablik en Árni Elmar byrjaði leikhlutann með því að setja niður þriggja stiga körfu og minnka muninn í sjö stig áður en Keith Jordan setti niður sniðskot og kom forystu Tindastóls niður í fimm stig. Pavel brást þá fljótt við og tók leikhlé. Eftir það leikhlé náðu gestirnir aftur tökum á leiknum og því jókst forysta þeirra á ný með Drungilas, Lawson og Þóri í broddi fylkingar en allir þrír léku á alls oddi í kvöld. Staðan eftir annan leikhluta og í hálfleik var 39-47. Í þriðja leikhluta var munurinn yfirleitt á bilinu fimm til tíu stig en það var síðan í fjórða og síðasta leikhlutanum þar sem Íslandsmeistararnir juku forskot sitt meira. Lokatölur í Smáranum 77-92. Afhverju vann Tindastóll? Það eru meiri gæði í Tindastóls liðinu, það verður að viðurkennast. Þrátt fyrir það að menn eins og Pétur Rúnar og Sigtryggur Arnar voru ekki með þá er endalaust af góðum leikmönnu í þessu liði sem stíga upp þegar á þá er kallað. Hverjir stóðu upp úr? Þórir Þorbjarnarson var frábær í liði Tindastóls en hann var stigahæstur í kvöld með 26 stig og var allt í öllu. Lawson og Drungilas voru einnig mjög góðir sem og Keith Jordan hjá Breiðablik sem var með 22 stig. Hvað fór illa? Blikar áttu nokkur góð áhlaup, sérstaklega í byrjun annars leikhluta en þeir náðu aldrei að fylgja sínum góðu áhlaupum eftir. Þetta gerðist nokkrum sinnum í leiknum og þetta er eitthvað sem Ívar þarf að skoða vel með liðinu sínu. Hvað gerist næst? Næsti leikir liðanna eru eftir viku, Tindastóll tekur á móti Stjörnunni á meðan Breiðablik tekur á móti Njarðvík. Ívar Ásgrímsson: Mér finnst þetta vera framför Ívar á hliðarlínunnivísir/Hulda Margrét „Mér finnst þetta vera framför verð ég að segja,“ byrjaði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, að segja eftir tap liðsins gegn Tindastól í kvöld. „Við vorum að leggja okkar fram í þessum leik og við vorum ekki með eins marga tapaða bolta og við höfum verið með og síðan þarf engan stjarneðslifræðing að sjá hvað hann Snorri Vignisson gerir fyrir okkur,“ hélt Ívar áfram að segja. „Þetta er fyrsti leikurinn hjá Snorra og ég spila honum kannski aðeins of mikið, ég vona að það hafi ekki vond áhrif á hann. Í fyrri hálfleik vorum við í +11 með hann inn á.“ „Um leið og Snorri er kominn almennilega til baka og Zoran er í gír þá aukast gæðin hjá okkur og þá getum við farið að vera samkeppnishæfir.“ Ívar talaði um það sem vantaði upp á. „Já við áttum nokkur góð áhlaup á þá þar sem við náðum að koma þessu undir tíu stig en þá skoruðu þeir yfirleitt þrjár til fjórar körfur í röð og við náðum ekki að koma í veg fyrir það og við verðum að bæta það,“ endaði Ívar Ásgrímsson að segja. Svavar Atli Birgisson: Við gerðum það sem við þurftum að gera „Okkar líður mjög vel eftir þennan leik, við gerðum það sem við þurfum að gera,“ byrjaði Svavar Atli Birgisson, aðstoðarþjálfari Tindastóls, að segja eftir leik. „Við vorum klárir í leikinn og gerðum þetta af mikilli fagmennsku. Við töluðum um það fyrir leik að við vildum nýta okkur ákveðna veikleika í þeirra leik og við gerðum það, þó svo ég vilji ekkert vera að uppljóstra því hér hvaða veikleikar það eru,“ hélt Svavar Atli áfram að segja. Svavar vildi meina að Breiðablik hafi spilað vel í kvöld en undir lokin hafi Íslandsmeistararnir sýnt gæðamuninn á liðunum. „Já það er rétt hjá Ívari, þeir gáfu okkur góðan leik, þeir stóðu sig vel en gæðamunurinn fór að sjást eftir því sem líða fór á vil ég meina.“ Svavar talaði síðan aðeins um styrkinn í leikmannahópnum en liðið var án lykil leikmanna eins og Péturs Rúnars og Sigtryggs Arnars. „Þeir Pétur og Sigtryggur ættu að vera klárir í næsta leik en við sýndum breiddina okkar í kvöld og þessir ungu strákar voru að fá tækifæri sem þeir nýttu sér vel,“ endaði Svavar Atli Birgisson að segja eftir leik. Subway-deild karla Breiðablik Tindastóll
Íslandsmeistarar Tindastóls eru komnir aftur á sigurbraut eftir sigur á Breiðablik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Tindastóll tapaði sínum fyrsta leik í deildinni í síðustu umferð en það var gegn Val á heimavelli á meðan að Blikar voru búnir að tapa öllum sínum leikjum á tímabilinu. Íslandsmeistararnir tóku strax frumkvæðið í byrjun leiks eins og við var að búast og var staðan 16-26 eftir fyrsta leikhluta. Þórir Þorbjarnarson að byrja leikinn virkilega vel við Tindastól. Í byrjun annars leikhluta kom ágætis áhlaup hjá Breiðablik en Árni Elmar byrjaði leikhlutann með því að setja niður þriggja stiga körfu og minnka muninn í sjö stig áður en Keith Jordan setti niður sniðskot og kom forystu Tindastóls niður í fimm stig. Pavel brást þá fljótt við og tók leikhlé. Eftir það leikhlé náðu gestirnir aftur tökum á leiknum og því jókst forysta þeirra á ný með Drungilas, Lawson og Þóri í broddi fylkingar en allir þrír léku á alls oddi í kvöld. Staðan eftir annan leikhluta og í hálfleik var 39-47. Í þriðja leikhluta var munurinn yfirleitt á bilinu fimm til tíu stig en það var síðan í fjórða og síðasta leikhlutanum þar sem Íslandsmeistararnir juku forskot sitt meira. Lokatölur í Smáranum 77-92. Afhverju vann Tindastóll? Það eru meiri gæði í Tindastóls liðinu, það verður að viðurkennast. Þrátt fyrir það að menn eins og Pétur Rúnar og Sigtryggur Arnar voru ekki með þá er endalaust af góðum leikmönnu í þessu liði sem stíga upp þegar á þá er kallað. Hverjir stóðu upp úr? Þórir Þorbjarnarson var frábær í liði Tindastóls en hann var stigahæstur í kvöld með 26 stig og var allt í öllu. Lawson og Drungilas voru einnig mjög góðir sem og Keith Jordan hjá Breiðablik sem var með 22 stig. Hvað fór illa? Blikar áttu nokkur góð áhlaup, sérstaklega í byrjun annars leikhluta en þeir náðu aldrei að fylgja sínum góðu áhlaupum eftir. Þetta gerðist nokkrum sinnum í leiknum og þetta er eitthvað sem Ívar þarf að skoða vel með liðinu sínu. Hvað gerist næst? Næsti leikir liðanna eru eftir viku, Tindastóll tekur á móti Stjörnunni á meðan Breiðablik tekur á móti Njarðvík. Ívar Ásgrímsson: Mér finnst þetta vera framför Ívar á hliðarlínunnivísir/Hulda Margrét „Mér finnst þetta vera framför verð ég að segja,“ byrjaði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, að segja eftir tap liðsins gegn Tindastól í kvöld. „Við vorum að leggja okkar fram í þessum leik og við vorum ekki með eins marga tapaða bolta og við höfum verið með og síðan þarf engan stjarneðslifræðing að sjá hvað hann Snorri Vignisson gerir fyrir okkur,“ hélt Ívar áfram að segja. „Þetta er fyrsti leikurinn hjá Snorra og ég spila honum kannski aðeins of mikið, ég vona að það hafi ekki vond áhrif á hann. Í fyrri hálfleik vorum við í +11 með hann inn á.“ „Um leið og Snorri er kominn almennilega til baka og Zoran er í gír þá aukast gæðin hjá okkur og þá getum við farið að vera samkeppnishæfir.“ Ívar talaði um það sem vantaði upp á. „Já við áttum nokkur góð áhlaup á þá þar sem við náðum að koma þessu undir tíu stig en þá skoruðu þeir yfirleitt þrjár til fjórar körfur í röð og við náðum ekki að koma í veg fyrir það og við verðum að bæta það,“ endaði Ívar Ásgrímsson að segja. Svavar Atli Birgisson: Við gerðum það sem við þurftum að gera „Okkar líður mjög vel eftir þennan leik, við gerðum það sem við þurfum að gera,“ byrjaði Svavar Atli Birgisson, aðstoðarþjálfari Tindastóls, að segja eftir leik. „Við vorum klárir í leikinn og gerðum þetta af mikilli fagmennsku. Við töluðum um það fyrir leik að við vildum nýta okkur ákveðna veikleika í þeirra leik og við gerðum það, þó svo ég vilji ekkert vera að uppljóstra því hér hvaða veikleikar það eru,“ hélt Svavar Atli áfram að segja. Svavar vildi meina að Breiðablik hafi spilað vel í kvöld en undir lokin hafi Íslandsmeistararnir sýnt gæðamuninn á liðunum. „Já það er rétt hjá Ívari, þeir gáfu okkur góðan leik, þeir stóðu sig vel en gæðamunurinn fór að sjást eftir því sem líða fór á vil ég meina.“ Svavar talaði síðan aðeins um styrkinn í leikmannahópnum en liðið var án lykil leikmanna eins og Péturs Rúnars og Sigtryggs Arnars. „Þeir Pétur og Sigtryggur ættu að vera klárir í næsta leik en við sýndum breiddina okkar í kvöld og þessir ungu strákar voru að fá tækifæri sem þeir nýttu sér vel,“ endaði Svavar Atli Birgisson að segja eftir leik.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti