„Því miður höfum við komist að þeirri niðurstöðu að hjónabandið sé á enda og höfum því ákveðið að halda í sitthvora áttina. Við höfum engan áhuga á að ræða þetta frekar opinberlega. Við vonum að beiðni okkar verði virt á þessum erfiðum tímum,“ sagði í færslu parsins í lok ágúst.
Skilnaðurin hefur verið mikið í umræðunni innan norskra fjölmiðla. Mona og Björgvin trúlofuðu sig árið 2019 og gengu í hjónaband árið 2021.
Hjónin hittust fyrir um átta árum síðan þegar Mona var kynnir á viðburði stjörnukokksins, Gordon Ramsey, á Scandic Lerkendal í Þrándheimi þar sem Björgvin starfaði sem hótelstjóri og skipuleggjandi viðburðarins.