Snorri Steinn: „Þetta er bara einn leikur, slökum aðeins á“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. nóvember 2023 21:36 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega sáttur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson gat leyft sér að brosa eftir öruggan 15 marka sigur gegn Færeyingum í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Hann segir það oftast vera hægt eftir sigurleiki. „Maður gerir það nú oftast eftir sigurleiki. Ég er bara ánægður og glaður eftir þessa frammistöðu, en við þurfum samt að fara varlega í þetta og varlega í það að horfa á einhvern stóran sigur,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Við erum að þessu til að verða betri og fá einhver svör. Þegar við horfum á þetta og greinum þetta þá finnum við ábyggilega eitthvað sem við getum lagað og prófað betur á morgun, en ég er ánægður með hugarfarið og að menn héldu áfram að stíga á bensínið. Þeir bara vildu þetta virkilega mikið og það er gott að sjá það,“ bætti Snorri við. Eins og Snorri segir steig íslenska liðið aldrei af bensíngjöfinni og kláraði leikinn af mikilli fagmennsku þrátt fyrir að sigurinn hafi nánast verið í höfn snemma í síðari hálfleik. „Það gerir það líka að verkum að við erum að rúlla á liðinu og við erum með ferska menn á vellinum lungann af leiknum og það gekk upp hjá okkur. Við náðum að rúlla vel á liðinu og þar af leiðandi er óþarfi að vera eitthvað að hægja á þessu.“ Þrátt fyrir þennan örugga sigur Íslands gekk íslenska liðinu nokkuð brösulega að slíta sig frá færeyska liðinu framan af leik og það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks að liðið fór að auka muninn af einhverju viti. „Þá fara þeir kannski að gera einhverja tæknifeila sem þeir voru ekki búnir að gera og Viktor Gísli er að verja mjög vel. Við fáum mörk yfir allan völlinn og það kannski aðeins tekur broddinn úr þeim og við göngum á lagið. Þá sýnum við bara ákveðin gæði og þegar tækifærið gafst þá tókum við það.“ Þá segir hann tilfinninguna að stýra landsliðinu í fyrsta skipti hafa verið góða. „Hún var bara góð. Mér leið vel og eins og alltaf er fiðringur í manni og maður er stressaður og allt það. Mér er bara búið að líða vel alla vikuna með hópinn og ég naut þess að vera hérna. En þetta er bara einn leikur, slökum aðeins á,“ sagði Snorri léttur. Ísland og Færeyjar mætast aftur á morgun og Snorri býst við því að gera nokkrar breytingar á hópnum, enda séu þessir leikir til þess gerðir að prófa ýmislegt. „Við gerum nokkrar breytingar á morgun og horfum aðeins á þetta og greinum þetta. Svo þurfum við í teyminu bara að vega og meta hvað það er sem við þurfum að bæta og hvað það er sem við viljum sjá öðruvísi á morgun. Það er fínt að prófa sig áfram,“ sagði Snorri að lokum. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„Maður gerir það nú oftast eftir sigurleiki. Ég er bara ánægður og glaður eftir þessa frammistöðu, en við þurfum samt að fara varlega í þetta og varlega í það að horfa á einhvern stóran sigur,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Við erum að þessu til að verða betri og fá einhver svör. Þegar við horfum á þetta og greinum þetta þá finnum við ábyggilega eitthvað sem við getum lagað og prófað betur á morgun, en ég er ánægður með hugarfarið og að menn héldu áfram að stíga á bensínið. Þeir bara vildu þetta virkilega mikið og það er gott að sjá það,“ bætti Snorri við. Eins og Snorri segir steig íslenska liðið aldrei af bensíngjöfinni og kláraði leikinn af mikilli fagmennsku þrátt fyrir að sigurinn hafi nánast verið í höfn snemma í síðari hálfleik. „Það gerir það líka að verkum að við erum að rúlla á liðinu og við erum með ferska menn á vellinum lungann af leiknum og það gekk upp hjá okkur. Við náðum að rúlla vel á liðinu og þar af leiðandi er óþarfi að vera eitthvað að hægja á þessu.“ Þrátt fyrir þennan örugga sigur Íslands gekk íslenska liðinu nokkuð brösulega að slíta sig frá færeyska liðinu framan af leik og það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks að liðið fór að auka muninn af einhverju viti. „Þá fara þeir kannski að gera einhverja tæknifeila sem þeir voru ekki búnir að gera og Viktor Gísli er að verja mjög vel. Við fáum mörk yfir allan völlinn og það kannski aðeins tekur broddinn úr þeim og við göngum á lagið. Þá sýnum við bara ákveðin gæði og þegar tækifærið gafst þá tókum við það.“ Þá segir hann tilfinninguna að stýra landsliðinu í fyrsta skipti hafa verið góða. „Hún var bara góð. Mér leið vel og eins og alltaf er fiðringur í manni og maður er stressaður og allt það. Mér er bara búið að líða vel alla vikuna með hópinn og ég naut þess að vera hérna. En þetta er bara einn leikur, slökum aðeins á,“ sagði Snorri léttur. Ísland og Færeyjar mætast aftur á morgun og Snorri býst við því að gera nokkrar breytingar á hópnum, enda séu þessir leikir til þess gerðir að prófa ýmislegt. „Við gerum nokkrar breytingar á morgun og horfum aðeins á þetta og greinum þetta. Svo þurfum við í teyminu bara að vega og meta hvað það er sem við þurfum að bæta og hvað það er sem við viljum sjá öðruvísi á morgun. Það er fínt að prófa sig áfram,“ sagði Snorri að lokum.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:00