ÍBV með yfirlýsingu: „Kemur í bakið á okkur að sýna slíkan metnað“ Dagur Lárusson skrifar 4. nóvember 2023 18:06 Úr leik ÍBV Vísir/Vilhelm ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem félagið lýsir óánægju sinni á leikjaálagi liðsins og lítinn áhuga HSÍ á að koma til móts við félagið. Í yfirlýsingunni kemur fram að ÍBV hafi marg oft reynt að finna málamiðlun með HSÍ en svör þeirra hafi ávalt verið á þá leið að ÍBV hafi sjálft ákveðið að taka þátt í evrópukeppni, vitandi það að leikjaálagið myndi verða þyngra. ÍBV hefur til að mynda reynt að fresta leik liðsins við Hauka en þess í stað vill HSÍ flýta leiknum og spila hann næsta miðvikudag, einum degi áður en ÍBV heldur út og spilar tvo leiki í evrópukeppninni. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Tilkynning frá ÍBV ÍBV Íþróttafélag -handknattleiksdeild hefur sýnt þann metnað að taka þátt í Evrópukeppni þegar að meistaraflokkar félagsins hafa áunnið sér slíkan rétt. Teljum við slíka þátttöku handknattleik á Íslandi til framdráttar og án efa eru flest félög okkur sammála um það. Nú kemur það hins vegar í bakið á okkur að sýna slíkan metnað. ÍBV á tvo leiki í Evrópukeppni á n.k. laugardag og sunnudag þann 11. og 12. nóv. Liðið flýgur út á fimmtudeginum 9. nóv. og kemur síðan til baka til Eyja á miðvikudaginn 15. nóv. og á samkvæmt áætlun að leika á fimmtudeginum þar á eftir. Samkvæmt áætlun á kvennalið ÍBV einnig að leika gegn Haukum áður en farið er út í Evrópukeppnina. ÍBV hefur óskað eftir því að sá leikur frestist þar til eftir áramót. HSÍ og Knattspyrnufélagið Haukar hafa neitað því að verða við þessari beiðni ÍBV og ætlast til þess að ÍBV leiki gegn Haukum á þriðjudag/miðvikudag áður en farið er í flug til Madeira. Flug til Madeira eru tveir leggir hvora leið. Staðan er því þannig núna að ætlast er til þess af HSÍ að kvennalið ÍBV leiki 4 leiki á 8 dögum og þar af 2 evrópuleiki ásamt því að fljúga fjórar flugferðir á þessum 8 dögum. Við hjá ÍBV Íþróttafélagi -handknattleiksdeild teljum þetta skipulag ekki ganga. Þau rök frá HSÍ að ÍBV hafi sjálft valið sér að taka þátt í Evrópukeppni eru að okkar mati dapurleg skilaboð til þeirra liða sem vilja hag íþróttarinnar sem bestan og metnaðarfyllstan. Þá hlýtur það að teljast stórt spurningamerki hvort slíkt álag á leikmenn sé réttlætanlegt og HSÍ getur ekki skorast undan að leggja mat á það. Karlalið Vals var í svipaðri stöðu í fyrra og þá voru leikir þeirra færðir til að því að við best vitum. Gildir annað um kvennalið íþróttarinnar. Við skorum á HSÍ að hafa velferð og heilsu leikmanna í öndvegi og ekki að tefla á tvær hættur og taka óþarfa áhættu þegar að lausnir eru í boði. Davíð Egilsson tekur undir yfirlýsinguna Ég tek undir áhyggjur forráðamanna ÍBV af fyrirhuguðu leikjaplani meistaraflokks kvenna ÍBV í handknattleik næstu vikuna. Mikil umræða hefur verið um álag íþróttafólks og sérstaklega kvenkyns íþróttamanna með tilliti til meiðslahættu undanfarin ár. Að ætla sér að spila 4 keppnisleiki á innan við viku á hæsta stigi íþróttarinnar er að mínu mati út í hött, svo vægt sé til orða tekið. Þar að auki er framundan ferðalag milli landa til að spila evrópuleiki, og rannsóknir sýna að ferðalög auka einnig áhættu á meiðslum íþróttamanna. Ég hef því miklar áhyggjur af liðinu og hvernig það mun koma út úr leikjatörn sem þessari. Ábyrgð HSÍ er mikil ef upp koma alvarleg meiðsli í hópnum. Hagsmunir leikmanna eiga alltaf að vera í forgangi þegar teknar eru ákvarðanir um skipulag og álag. Ég skora því á HSÍ að endurskoða ákvörðun um leikjaskipulag næstu daga og taka tillit til athugasemda ÍBV. Virðingarfyllst, Davíð Egilsson, Sérfræðingur í heimilislækningum, Yfirlæknir heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Læknir ÍBV knattspyrnu og handknattleiksdeilda. Læknir U-21 árs landsliðs íslands í knattspyrnu. Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Í yfirlýsingunni kemur fram að ÍBV hafi marg oft reynt að finna málamiðlun með HSÍ en svör þeirra hafi ávalt verið á þá leið að ÍBV hafi sjálft ákveðið að taka þátt í evrópukeppni, vitandi það að leikjaálagið myndi verða þyngra. ÍBV hefur til að mynda reynt að fresta leik liðsins við Hauka en þess í stað vill HSÍ flýta leiknum og spila hann næsta miðvikudag, einum degi áður en ÍBV heldur út og spilar tvo leiki í evrópukeppninni. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Tilkynning frá ÍBV ÍBV Íþróttafélag -handknattleiksdeild hefur sýnt þann metnað að taka þátt í Evrópukeppni þegar að meistaraflokkar félagsins hafa áunnið sér slíkan rétt. Teljum við slíka þátttöku handknattleik á Íslandi til framdráttar og án efa eru flest félög okkur sammála um það. Nú kemur það hins vegar í bakið á okkur að sýna slíkan metnað. ÍBV á tvo leiki í Evrópukeppni á n.k. laugardag og sunnudag þann 11. og 12. nóv. Liðið flýgur út á fimmtudeginum 9. nóv. og kemur síðan til baka til Eyja á miðvikudaginn 15. nóv. og á samkvæmt áætlun að leika á fimmtudeginum þar á eftir. Samkvæmt áætlun á kvennalið ÍBV einnig að leika gegn Haukum áður en farið er út í Evrópukeppnina. ÍBV hefur óskað eftir því að sá leikur frestist þar til eftir áramót. HSÍ og Knattspyrnufélagið Haukar hafa neitað því að verða við þessari beiðni ÍBV og ætlast til þess að ÍBV leiki gegn Haukum á þriðjudag/miðvikudag áður en farið er í flug til Madeira. Flug til Madeira eru tveir leggir hvora leið. Staðan er því þannig núna að ætlast er til þess af HSÍ að kvennalið ÍBV leiki 4 leiki á 8 dögum og þar af 2 evrópuleiki ásamt því að fljúga fjórar flugferðir á þessum 8 dögum. Við hjá ÍBV Íþróttafélagi -handknattleiksdeild teljum þetta skipulag ekki ganga. Þau rök frá HSÍ að ÍBV hafi sjálft valið sér að taka þátt í Evrópukeppni eru að okkar mati dapurleg skilaboð til þeirra liða sem vilja hag íþróttarinnar sem bestan og metnaðarfyllstan. Þá hlýtur það að teljast stórt spurningamerki hvort slíkt álag á leikmenn sé réttlætanlegt og HSÍ getur ekki skorast undan að leggja mat á það. Karlalið Vals var í svipaðri stöðu í fyrra og þá voru leikir þeirra færðir til að því að við best vitum. Gildir annað um kvennalið íþróttarinnar. Við skorum á HSÍ að hafa velferð og heilsu leikmanna í öndvegi og ekki að tefla á tvær hættur og taka óþarfa áhættu þegar að lausnir eru í boði. Davíð Egilsson tekur undir yfirlýsinguna Ég tek undir áhyggjur forráðamanna ÍBV af fyrirhuguðu leikjaplani meistaraflokks kvenna ÍBV í handknattleik næstu vikuna. Mikil umræða hefur verið um álag íþróttafólks og sérstaklega kvenkyns íþróttamanna með tilliti til meiðslahættu undanfarin ár. Að ætla sér að spila 4 keppnisleiki á innan við viku á hæsta stigi íþróttarinnar er að mínu mati út í hött, svo vægt sé til orða tekið. Þar að auki er framundan ferðalag milli landa til að spila evrópuleiki, og rannsóknir sýna að ferðalög auka einnig áhættu á meiðslum íþróttamanna. Ég hef því miklar áhyggjur af liðinu og hvernig það mun koma út úr leikjatörn sem þessari. Ábyrgð HSÍ er mikil ef upp koma alvarleg meiðsli í hópnum. Hagsmunir leikmanna eiga alltaf að vera í forgangi þegar teknar eru ákvarðanir um skipulag og álag. Ég skora því á HSÍ að endurskoða ákvörðun um leikjaskipulag næstu daga og taka tillit til athugasemda ÍBV. Virðingarfyllst, Davíð Egilsson, Sérfræðingur í heimilislækningum, Yfirlæknir heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Læknir ÍBV knattspyrnu og handknattleiksdeilda. Læknir U-21 árs landsliðs íslands í knattspyrnu.
Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira