ÍBV með yfirlýsingu: „Kemur í bakið á okkur að sýna slíkan metnað“ Dagur Lárusson skrifar 4. nóvember 2023 18:06 Úr leik ÍBV Vísir/Vilhelm ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem félagið lýsir óánægju sinni á leikjaálagi liðsins og lítinn áhuga HSÍ á að koma til móts við félagið. Í yfirlýsingunni kemur fram að ÍBV hafi marg oft reynt að finna málamiðlun með HSÍ en svör þeirra hafi ávalt verið á þá leið að ÍBV hafi sjálft ákveðið að taka þátt í evrópukeppni, vitandi það að leikjaálagið myndi verða þyngra. ÍBV hefur til að mynda reynt að fresta leik liðsins við Hauka en þess í stað vill HSÍ flýta leiknum og spila hann næsta miðvikudag, einum degi áður en ÍBV heldur út og spilar tvo leiki í evrópukeppninni. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Tilkynning frá ÍBV ÍBV Íþróttafélag -handknattleiksdeild hefur sýnt þann metnað að taka þátt í Evrópukeppni þegar að meistaraflokkar félagsins hafa áunnið sér slíkan rétt. Teljum við slíka þátttöku handknattleik á Íslandi til framdráttar og án efa eru flest félög okkur sammála um það. Nú kemur það hins vegar í bakið á okkur að sýna slíkan metnað. ÍBV á tvo leiki í Evrópukeppni á n.k. laugardag og sunnudag þann 11. og 12. nóv. Liðið flýgur út á fimmtudeginum 9. nóv. og kemur síðan til baka til Eyja á miðvikudaginn 15. nóv. og á samkvæmt áætlun að leika á fimmtudeginum þar á eftir. Samkvæmt áætlun á kvennalið ÍBV einnig að leika gegn Haukum áður en farið er út í Evrópukeppnina. ÍBV hefur óskað eftir því að sá leikur frestist þar til eftir áramót. HSÍ og Knattspyrnufélagið Haukar hafa neitað því að verða við þessari beiðni ÍBV og ætlast til þess að ÍBV leiki gegn Haukum á þriðjudag/miðvikudag áður en farið er í flug til Madeira. Flug til Madeira eru tveir leggir hvora leið. Staðan er því þannig núna að ætlast er til þess af HSÍ að kvennalið ÍBV leiki 4 leiki á 8 dögum og þar af 2 evrópuleiki ásamt því að fljúga fjórar flugferðir á þessum 8 dögum. Við hjá ÍBV Íþróttafélagi -handknattleiksdeild teljum þetta skipulag ekki ganga. Þau rök frá HSÍ að ÍBV hafi sjálft valið sér að taka þátt í Evrópukeppni eru að okkar mati dapurleg skilaboð til þeirra liða sem vilja hag íþróttarinnar sem bestan og metnaðarfyllstan. Þá hlýtur það að teljast stórt spurningamerki hvort slíkt álag á leikmenn sé réttlætanlegt og HSÍ getur ekki skorast undan að leggja mat á það. Karlalið Vals var í svipaðri stöðu í fyrra og þá voru leikir þeirra færðir til að því að við best vitum. Gildir annað um kvennalið íþróttarinnar. Við skorum á HSÍ að hafa velferð og heilsu leikmanna í öndvegi og ekki að tefla á tvær hættur og taka óþarfa áhættu þegar að lausnir eru í boði. Davíð Egilsson tekur undir yfirlýsinguna Ég tek undir áhyggjur forráðamanna ÍBV af fyrirhuguðu leikjaplani meistaraflokks kvenna ÍBV í handknattleik næstu vikuna. Mikil umræða hefur verið um álag íþróttafólks og sérstaklega kvenkyns íþróttamanna með tilliti til meiðslahættu undanfarin ár. Að ætla sér að spila 4 keppnisleiki á innan við viku á hæsta stigi íþróttarinnar er að mínu mati út í hött, svo vægt sé til orða tekið. Þar að auki er framundan ferðalag milli landa til að spila evrópuleiki, og rannsóknir sýna að ferðalög auka einnig áhættu á meiðslum íþróttamanna. Ég hef því miklar áhyggjur af liðinu og hvernig það mun koma út úr leikjatörn sem þessari. Ábyrgð HSÍ er mikil ef upp koma alvarleg meiðsli í hópnum. Hagsmunir leikmanna eiga alltaf að vera í forgangi þegar teknar eru ákvarðanir um skipulag og álag. Ég skora því á HSÍ að endurskoða ákvörðun um leikjaskipulag næstu daga og taka tillit til athugasemda ÍBV. Virðingarfyllst, Davíð Egilsson, Sérfræðingur í heimilislækningum, Yfirlæknir heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Læknir ÍBV knattspyrnu og handknattleiksdeilda. Læknir U-21 árs landsliðs íslands í knattspyrnu. Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Í yfirlýsingunni kemur fram að ÍBV hafi marg oft reynt að finna málamiðlun með HSÍ en svör þeirra hafi ávalt verið á þá leið að ÍBV hafi sjálft ákveðið að taka þátt í evrópukeppni, vitandi það að leikjaálagið myndi verða þyngra. ÍBV hefur til að mynda reynt að fresta leik liðsins við Hauka en þess í stað vill HSÍ flýta leiknum og spila hann næsta miðvikudag, einum degi áður en ÍBV heldur út og spilar tvo leiki í evrópukeppninni. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Tilkynning frá ÍBV ÍBV Íþróttafélag -handknattleiksdeild hefur sýnt þann metnað að taka þátt í Evrópukeppni þegar að meistaraflokkar félagsins hafa áunnið sér slíkan rétt. Teljum við slíka þátttöku handknattleik á Íslandi til framdráttar og án efa eru flest félög okkur sammála um það. Nú kemur það hins vegar í bakið á okkur að sýna slíkan metnað. ÍBV á tvo leiki í Evrópukeppni á n.k. laugardag og sunnudag þann 11. og 12. nóv. Liðið flýgur út á fimmtudeginum 9. nóv. og kemur síðan til baka til Eyja á miðvikudaginn 15. nóv. og á samkvæmt áætlun að leika á fimmtudeginum þar á eftir. Samkvæmt áætlun á kvennalið ÍBV einnig að leika gegn Haukum áður en farið er út í Evrópukeppnina. ÍBV hefur óskað eftir því að sá leikur frestist þar til eftir áramót. HSÍ og Knattspyrnufélagið Haukar hafa neitað því að verða við þessari beiðni ÍBV og ætlast til þess að ÍBV leiki gegn Haukum á þriðjudag/miðvikudag áður en farið er í flug til Madeira. Flug til Madeira eru tveir leggir hvora leið. Staðan er því þannig núna að ætlast er til þess af HSÍ að kvennalið ÍBV leiki 4 leiki á 8 dögum og þar af 2 evrópuleiki ásamt því að fljúga fjórar flugferðir á þessum 8 dögum. Við hjá ÍBV Íþróttafélagi -handknattleiksdeild teljum þetta skipulag ekki ganga. Þau rök frá HSÍ að ÍBV hafi sjálft valið sér að taka þátt í Evrópukeppni eru að okkar mati dapurleg skilaboð til þeirra liða sem vilja hag íþróttarinnar sem bestan og metnaðarfyllstan. Þá hlýtur það að teljast stórt spurningamerki hvort slíkt álag á leikmenn sé réttlætanlegt og HSÍ getur ekki skorast undan að leggja mat á það. Karlalið Vals var í svipaðri stöðu í fyrra og þá voru leikir þeirra færðir til að því að við best vitum. Gildir annað um kvennalið íþróttarinnar. Við skorum á HSÍ að hafa velferð og heilsu leikmanna í öndvegi og ekki að tefla á tvær hættur og taka óþarfa áhættu þegar að lausnir eru í boði. Davíð Egilsson tekur undir yfirlýsinguna Ég tek undir áhyggjur forráðamanna ÍBV af fyrirhuguðu leikjaplani meistaraflokks kvenna ÍBV í handknattleik næstu vikuna. Mikil umræða hefur verið um álag íþróttafólks og sérstaklega kvenkyns íþróttamanna með tilliti til meiðslahættu undanfarin ár. Að ætla sér að spila 4 keppnisleiki á innan við viku á hæsta stigi íþróttarinnar er að mínu mati út í hött, svo vægt sé til orða tekið. Þar að auki er framundan ferðalag milli landa til að spila evrópuleiki, og rannsóknir sýna að ferðalög auka einnig áhættu á meiðslum íþróttamanna. Ég hef því miklar áhyggjur af liðinu og hvernig það mun koma út úr leikjatörn sem þessari. Ábyrgð HSÍ er mikil ef upp koma alvarleg meiðsli í hópnum. Hagsmunir leikmanna eiga alltaf að vera í forgangi þegar teknar eru ákvarðanir um skipulag og álag. Ég skora því á HSÍ að endurskoða ákvörðun um leikjaskipulag næstu daga og taka tillit til athugasemda ÍBV. Virðingarfyllst, Davíð Egilsson, Sérfræðingur í heimilislækningum, Yfirlæknir heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Læknir ÍBV knattspyrnu og handknattleiksdeilda. Læknir U-21 árs landsliðs íslands í knattspyrnu.
Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira