Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2023 10:31 Ari Freyr Skúlason er tilfinningavera eins og hann hefur sýnt áður. Þetta var mjög dramatísk stund fyrir hann í gærkvöld. Getty/Michael Regan Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. Lokaleikur Ara á Östgötaporten, heimavelli Norrköping, bætist örugglega í hóp með þeim eftirminnilegri á ferli Ara. Norrköping vann þá dramatískan 4-3 sigur á Varberg. Norrköping lenti 3-0 undir í leiknum og var 2-0 undir þegar Ari Freyr kom inn á sem varamaður í hálfleik. Norrköping liðinu tókst aftur á móti að skora fjögur mörk á síðustu 25 mínútum leiksins og tryggja sér sigur. Landar Ara áttu líka þátt í því að öll þrjú stigin komu í höfn en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn í 2-3 á 70. mínútu, Ísak Andri Sigurgeirsson jafnaði metin í 3-3 á 83. mínútu og Ísak lagði líka upp sigurmarkið fyrir Maic Sema á sjöttu mínútu í uppbótatíma. Maic Sema hafði einmitt komið inn á í hálfleik alveg eins og Ari Freyr. Ari átti erfitt með sig í leikslok þegar hann þakkaði stuðningsmönnum Norrköping fyrir stuðninginn. Það mátti ská tárin renna hjá Ara eins og sést vel á myndbandinu á miðlum félagsins sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. Ari var í stóru hlutverki í gullkynslóð íslenska landsliðsins sem fór bæði á EM og HM. Hann lék alls 83 A-landsleiki fyrir Ísland og alls 108 leiki fyrir öll íslensku landsliðin. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð, Belgíu og svo aftur Svíþjóð undanfarin sautján ár. Ari kom til Norrköping árið 2021 og lék þar síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Ari Freyr mun nú reyna fyrir sér sem þjálfari hjá Norrköping en hann verður svokallaður „transitional“ þjálfari og á með því að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. Ari Freyr Skulason med tårar i ögonen efter att han tackats av av hemmapubliken pic.twitter.com/Nv0L3WmK1S— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 6, 2023 Sænski boltinn Tengdar fréttir Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 6. nóvember 2023 07:01 Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. 5. nóvember 2023 08:00 Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2. nóvember 2023 19:02 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjá meira
Lokaleikur Ara á Östgötaporten, heimavelli Norrköping, bætist örugglega í hóp með þeim eftirminnilegri á ferli Ara. Norrköping vann þá dramatískan 4-3 sigur á Varberg. Norrköping lenti 3-0 undir í leiknum og var 2-0 undir þegar Ari Freyr kom inn á sem varamaður í hálfleik. Norrköping liðinu tókst aftur á móti að skora fjögur mörk á síðustu 25 mínútum leiksins og tryggja sér sigur. Landar Ara áttu líka þátt í því að öll þrjú stigin komu í höfn en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn í 2-3 á 70. mínútu, Ísak Andri Sigurgeirsson jafnaði metin í 3-3 á 83. mínútu og Ísak lagði líka upp sigurmarkið fyrir Maic Sema á sjöttu mínútu í uppbótatíma. Maic Sema hafði einmitt komið inn á í hálfleik alveg eins og Ari Freyr. Ari átti erfitt með sig í leikslok þegar hann þakkaði stuðningsmönnum Norrköping fyrir stuðninginn. Það mátti ská tárin renna hjá Ara eins og sést vel á myndbandinu á miðlum félagsins sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. Ari var í stóru hlutverki í gullkynslóð íslenska landsliðsins sem fór bæði á EM og HM. Hann lék alls 83 A-landsleiki fyrir Ísland og alls 108 leiki fyrir öll íslensku landsliðin. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð, Belgíu og svo aftur Svíþjóð undanfarin sautján ár. Ari kom til Norrköping árið 2021 og lék þar síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Ari Freyr mun nú reyna fyrir sér sem þjálfari hjá Norrköping en hann verður svokallaður „transitional“ þjálfari og á með því að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. Ari Freyr Skulason med tårar i ögonen efter att han tackats av av hemmapubliken pic.twitter.com/Nv0L3WmK1S— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 6, 2023
Sænski boltinn Tengdar fréttir Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 6. nóvember 2023 07:01 Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. 5. nóvember 2023 08:00 Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2. nóvember 2023 19:02 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjá meira
Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 6. nóvember 2023 07:01
Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. 5. nóvember 2023 08:00
Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2. nóvember 2023 19:02