„Við báðum um lítinn púða en fengum Teslu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2023 06:45 Gísli og Lovísa hafa staðið í stappi vegna púðans síðan í sumar. Karlmanni með heilabilunarsjúkdóminn Lewy body hefur þrisvar sinnum verið synjað af Sjúkratryggingum Íslands um að fá niðurgreiddan sérstakan stuðningspúða. Púðinn kostar rúmar 180 þúsund krónur. Á endanum fékk maðurinn styrk fyrir sérstökum hjólastól í staðinn. Sá kostar rúmar 790 þúsund krónur. „Við báðum um lítinn púða en fengum Teslu,“ segir Lovísa Gunnarsdóttir, eiginkona Gísla Þorsteinssonar í gríni í samtali við Vísi. Hún furðar sig á flækjustiginu og afstöðu Sjúkratrygginga en Lovísa hefur staðið í stappi við að verða manninum sínum úti um púðann síðan í sumar. Gísli er með Lewybody sjúkdóminn og býr nú á Skjóli, hjúkrunarheimili. Einstaklingar með Lewy body verða fyrir skerðingu á skynjun, hugsun og breyttri hegðun. Lovísa segir að maðurinn sinn hafi verið farinn að síga út á hlið í þeim hjólastól sem hann notaði áður og hafi verið farinn að hengja haus með tilheyrandi óþægindum. „Þannig að við báðum um púða, til að setja í hjólastólinn hans til að stabílsera hann betur í stólnum. En af því að Sjúkratryggingar eru ekki með samning við hjúkrunarheimilið og þetta Iso númer er ekki til á hjúkrunarheimili þá gátum við ekki fengið þennan kodda. En við máttum fá hækju, hjólastól, lesbretti og öndunarvél.“ Hafnað þrisvar sinnum Lovísa og Gísli fengu þrisvar sinnum höfnun frá Sjúkratryggingum vegna málsins. Hún kærði úrskurðinn. Í úrskurði Sjúkratrygginga kemur fram að samkvæmt 5. gr. reglugerðar um styrki vegna hjálpartækja greiði Sjúkratryggingar ekki styrki vegna hjálpartækja til þeirra sem dveljast á hjúkrunarheimilum nema í afmörkuðum tilfellum. Umræddur púði falli ekki undir þá heimild. Segir stofnunin að Sjúkratryggingar greiði styrki til þeirra sem dveljist á öldrunarstofnunum vegna hjálpartækja til öndunarmeðferða, utan nokkurra týpa auk hjálpartækja við blóðrásarmeðferð, stoðtæki, stómahjápartæki, göngugrindur, hjólastóla og tölvur til sérhæfðra tjáskipta. Bréfið sem Gísla var sent þar sem honum var hafnað um styrk vegna púðans í fyrsta sinn. „Ég kærði fyrsta úrskurðinn og fékk með mér í lið sjúkraþjálfara sem sagði að það væri ekki boðlegt að hafa hann í stólnum svona, af því að hann seig alltaf út á hlið og hengdi haus í stólnum,“ útskýrir Lovísa. „Ég er búin að vera í þessu ferli í allt sumar. Við sóttum um púðann í júní, svo kom höfnun, svo kærðum við og svo kom höfnun, þá komu yfirsjúkraþjálfarar frá Eir og Skjóli og skoðuðu hann og þeim fannst ástæða til að sækja um púðann aftur. Þá kemur höfnun í þriðja sinn og þá sóttu þeir um svokallaða setráðgjöf frá Sjúkratryggingum.“ Það hafi verið niðurstaðan úr þeirri ráðgjöf að panta nýjan hjólastól handa Gísla. Sá er með bakstuðningi og betri púðum. Hann er þó umtalsvert dýrari en púðinn, hann er 660 þúsund krónum dýrari. Beri að fylgja reglum Í svörum Sjúkratrygginga Íslands til fréttastofu vegna málsins kemur fram að stofnuninni sé ekki heimilt að vísa í einstök mál. Í svarinu eru þær reglur útskýrðar sem Sjúkratryggingum ber að fara eftir í sínum úrskurðum. Fram kemur í svarinu að í 4. gr. reglugerðar nr. 760/2021 komi fram að styrkir séu eingöngu veittir til kaupa á þeim hjálpartækjum sem skilgreind eru í fylgiskjali með reglugerðinni, að uppfylltum öðrum skilyrðum reglugerðarinnar. Þá séu frekari skýringar í fylgiskjali reglugerðar um hvaða hjálpartæki falla undir hvern flokk. Um sé að ræða alþjóðlegt flokkunarkerfi og ekki sé heimilt að breyta ISO númeri eða setja tæki á ISO númer sem ekki eru tilgreind í þeim flokki. Allir púðar frá þessum tiltekna framleiðanda sem vísað sé til séu með ákveðið ISO númer. „Af ofangreindu leiðir, að ef umsóknir berast til Sjúkratrygginga um hjálpartæki sem ekki falla undir reglugerð nr. 760/2021 að meðtöldum síðari tíma breytingum og eru ekki með skráð ISO nr. skv. fyrrgreindum staðli, er stofnuninni ekki heimilt að samþykkja umsókn.“ Lítil þekking á Lewy Body sjúkdómnum „Við vorum ekkert að biðja um þennan hjólastól, en allt í lagi, það er auðvitað bara mjög gott að hann sé kominn í góðan hjólastól, það er ekkert að því,“ segir Lovísa og tekur fram að það henti Gísla vel, þó þau sakni þess að geta notað púðann umræddan uppi í rúmi. „Af því að þetta snýst náttúrulega um hagsmuni sjúklinganna, að auka þeirra vellíðan á meðan þeir eru að ganga í gegnum þetta ferli,“ segir Lovísa sem vill á sama tíma auka vitund almennings um Lewy Body sjúkdóminn sem oft er ruglað saman við Parkinson og Alzheimer, þar sem einkennin eru lík. Hún segist stundum upplifa að jafnvel starfsfólk hjúkrunarheimilisins viti lítið um sjúkdóminn. „Oft eru þessir sjúklingar greindir með Parkinson en eru svo ekki með Parkinson, af því að þetta er svolítið ýkt. Þeir eru ekki með titrandi hendur, heldur stirðnar frekar líkaminn. Þetta fer í líkamann en þetta er heldur ekki Alzheimer og við erum þrátt fyrir það oft send á fundi með Alzheimer fólki, en við höfum bara ekkert þar að gera, af því að þetta er ekki Alzheimer.“ Sjúkratryggingar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki „kjarnorkuákvæði“ heldur „lýðræðisákvæði“ að mati forsætisráðherra Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira
„Við báðum um lítinn púða en fengum Teslu,“ segir Lovísa Gunnarsdóttir, eiginkona Gísla Þorsteinssonar í gríni í samtali við Vísi. Hún furðar sig á flækjustiginu og afstöðu Sjúkratrygginga en Lovísa hefur staðið í stappi við að verða manninum sínum úti um púðann síðan í sumar. Gísli er með Lewybody sjúkdóminn og býr nú á Skjóli, hjúkrunarheimili. Einstaklingar með Lewy body verða fyrir skerðingu á skynjun, hugsun og breyttri hegðun. Lovísa segir að maðurinn sinn hafi verið farinn að síga út á hlið í þeim hjólastól sem hann notaði áður og hafi verið farinn að hengja haus með tilheyrandi óþægindum. „Þannig að við báðum um púða, til að setja í hjólastólinn hans til að stabílsera hann betur í stólnum. En af því að Sjúkratryggingar eru ekki með samning við hjúkrunarheimilið og þetta Iso númer er ekki til á hjúkrunarheimili þá gátum við ekki fengið þennan kodda. En við máttum fá hækju, hjólastól, lesbretti og öndunarvél.“ Hafnað þrisvar sinnum Lovísa og Gísli fengu þrisvar sinnum höfnun frá Sjúkratryggingum vegna málsins. Hún kærði úrskurðinn. Í úrskurði Sjúkratrygginga kemur fram að samkvæmt 5. gr. reglugerðar um styrki vegna hjálpartækja greiði Sjúkratryggingar ekki styrki vegna hjálpartækja til þeirra sem dveljast á hjúkrunarheimilum nema í afmörkuðum tilfellum. Umræddur púði falli ekki undir þá heimild. Segir stofnunin að Sjúkratryggingar greiði styrki til þeirra sem dveljist á öldrunarstofnunum vegna hjálpartækja til öndunarmeðferða, utan nokkurra týpa auk hjálpartækja við blóðrásarmeðferð, stoðtæki, stómahjápartæki, göngugrindur, hjólastóla og tölvur til sérhæfðra tjáskipta. Bréfið sem Gísla var sent þar sem honum var hafnað um styrk vegna púðans í fyrsta sinn. „Ég kærði fyrsta úrskurðinn og fékk með mér í lið sjúkraþjálfara sem sagði að það væri ekki boðlegt að hafa hann í stólnum svona, af því að hann seig alltaf út á hlið og hengdi haus í stólnum,“ útskýrir Lovísa. „Ég er búin að vera í þessu ferli í allt sumar. Við sóttum um púðann í júní, svo kom höfnun, svo kærðum við og svo kom höfnun, þá komu yfirsjúkraþjálfarar frá Eir og Skjóli og skoðuðu hann og þeim fannst ástæða til að sækja um púðann aftur. Þá kemur höfnun í þriðja sinn og þá sóttu þeir um svokallaða setráðgjöf frá Sjúkratryggingum.“ Það hafi verið niðurstaðan úr þeirri ráðgjöf að panta nýjan hjólastól handa Gísla. Sá er með bakstuðningi og betri púðum. Hann er þó umtalsvert dýrari en púðinn, hann er 660 þúsund krónum dýrari. Beri að fylgja reglum Í svörum Sjúkratrygginga Íslands til fréttastofu vegna málsins kemur fram að stofnuninni sé ekki heimilt að vísa í einstök mál. Í svarinu eru þær reglur útskýrðar sem Sjúkratryggingum ber að fara eftir í sínum úrskurðum. Fram kemur í svarinu að í 4. gr. reglugerðar nr. 760/2021 komi fram að styrkir séu eingöngu veittir til kaupa á þeim hjálpartækjum sem skilgreind eru í fylgiskjali með reglugerðinni, að uppfylltum öðrum skilyrðum reglugerðarinnar. Þá séu frekari skýringar í fylgiskjali reglugerðar um hvaða hjálpartæki falla undir hvern flokk. Um sé að ræða alþjóðlegt flokkunarkerfi og ekki sé heimilt að breyta ISO númeri eða setja tæki á ISO númer sem ekki eru tilgreind í þeim flokki. Allir púðar frá þessum tiltekna framleiðanda sem vísað sé til séu með ákveðið ISO númer. „Af ofangreindu leiðir, að ef umsóknir berast til Sjúkratrygginga um hjálpartæki sem ekki falla undir reglugerð nr. 760/2021 að meðtöldum síðari tíma breytingum og eru ekki með skráð ISO nr. skv. fyrrgreindum staðli, er stofnuninni ekki heimilt að samþykkja umsókn.“ Lítil þekking á Lewy Body sjúkdómnum „Við vorum ekkert að biðja um þennan hjólastól, en allt í lagi, það er auðvitað bara mjög gott að hann sé kominn í góðan hjólastól, það er ekkert að því,“ segir Lovísa og tekur fram að það henti Gísla vel, þó þau sakni þess að geta notað púðann umræddan uppi í rúmi. „Af því að þetta snýst náttúrulega um hagsmuni sjúklinganna, að auka þeirra vellíðan á meðan þeir eru að ganga í gegnum þetta ferli,“ segir Lovísa sem vill á sama tíma auka vitund almennings um Lewy Body sjúkdóminn sem oft er ruglað saman við Parkinson og Alzheimer, þar sem einkennin eru lík. Hún segist stundum upplifa að jafnvel starfsfólk hjúkrunarheimilisins viti lítið um sjúkdóminn. „Oft eru þessir sjúklingar greindir með Parkinson en eru svo ekki með Parkinson, af því að þetta er svolítið ýkt. Þeir eru ekki með titrandi hendur, heldur stirðnar frekar líkaminn. Þetta fer í líkamann en þetta er heldur ekki Alzheimer og við erum þrátt fyrir það oft send á fundi með Alzheimer fólki, en við höfum bara ekkert þar að gera, af því að þetta er ekki Alzheimer.“
Sjúkratryggingar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki „kjarnorkuákvæði“ heldur „lýðræðisákvæði“ að mati forsætisráðherra Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira