Aðgerða er þörf strax! Inga Sæland skrifar 7. nóvember 2023 14:31 Hvar eru aðgerðapakkarnir fyrir lántakendur sem eru að sligast undan rányrkjunni í boði ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans? Bankarnir mergsjúga heimili og fyrirtæki sem hafa neyðst til að eiga í viðskiptum við þá. Óverjandi eignatilfærsla frá almenningi í útbólgnar fjárhirslur þeirra. Þar sem þeir græða á tá og fingri sem aldrei fyrr! Það er ekki langt síðan ríkisstjórnarforystan mætti ítrekað frammi fyrir þjóðinni til að tilkynna hundraða milljarða útgjöld almannafjár til að tryggja viðspyrnu og endurkomu fyrirtækjanna eftir covid. Á annan tug aðgerðapakka leit dagsins ljós. Nú er öldin önnur. Ekkert bólar á aðgerðum fyrir þá sem eru að takast á við óðaverðbólgu og að sligast undan fordæmalausu vaxtaokri í boði vanhæfrar ríkisstjórnar. Ég hef oft heyrt um vanhæfni en þessi „ríkisstjórn“ tekur út yfir allan þjófabálk í þeim efnum. Ef við lítum um öxl sjáum við hvernig stjórnvöld hældu sér af efnahagsstöðugleika, allt í blóma og allir hvattir til að fjárfesta í fasteign til framtíðar því nú væri lag. Lágvaxtaumhverfi sem ekki sá fyrir endann á að þeirra mati. Það er óumdeilt að stjórnin hefur brugðist alfarið í öllu sem lýtur að því að verja heimilin og skuldsett fyrirtæki og fyrirséða eignaupptöku bankanna á þeim. Það liggur ljóst fyrir að þetta er ekkert annað en skipulögð glæpastarfsemi þar sem markmiðið er að í lokin missi flestir heimili sín ekki síður en í efnahagshruninu 2008 þegar Samfylking og VG gáfu skotleyfi á heimilin á meðan þau vörðu auðmenn og fjármálaöflin með kjafti og klóm. Í kjölfarið hafa flestir forðast verðtrygginguna og tekið lán með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára í einhverjum tilvikum. En nú er eina vörn þeirra að þiggja hinn eitraða kokteil verðtryggingarinnar sem ætti fyrir löngu að vera búið að þurrka út úr íslenskri löggjöf. Ég vil minna á að við Guðmundur Ingi (Flokki fólksins) vorum einu þingmennirnir sem hófu að vara við verðbólgunni í upphafi árs 2020. Það er skemmst frá því að segja að hvorki fyrrverandi fjármálaráðherra né núverandi forsætisráðherra virtu okkur viðlits hvað það varðar. Þeim bar saman um að hér væri engin verðbólga handan við hornið og ástæðulaust að vera með svona svartsýni þegar allt léki í lyndi. Enn og aftur velti ég fyrir mér: Til hvers er Landsdómur ef ekki til að taka á verkum eða verkleysi ráðherra sem hreinlega vinna samfélaginu óbætanlegt tjón með allri sinni vanhæfni og augljósri vanrækslu? Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Seðlabankinn Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvar eru aðgerðapakkarnir fyrir lántakendur sem eru að sligast undan rányrkjunni í boði ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans? Bankarnir mergsjúga heimili og fyrirtæki sem hafa neyðst til að eiga í viðskiptum við þá. Óverjandi eignatilfærsla frá almenningi í útbólgnar fjárhirslur þeirra. Þar sem þeir græða á tá og fingri sem aldrei fyrr! Það er ekki langt síðan ríkisstjórnarforystan mætti ítrekað frammi fyrir þjóðinni til að tilkynna hundraða milljarða útgjöld almannafjár til að tryggja viðspyrnu og endurkomu fyrirtækjanna eftir covid. Á annan tug aðgerðapakka leit dagsins ljós. Nú er öldin önnur. Ekkert bólar á aðgerðum fyrir þá sem eru að takast á við óðaverðbólgu og að sligast undan fordæmalausu vaxtaokri í boði vanhæfrar ríkisstjórnar. Ég hef oft heyrt um vanhæfni en þessi „ríkisstjórn“ tekur út yfir allan þjófabálk í þeim efnum. Ef við lítum um öxl sjáum við hvernig stjórnvöld hældu sér af efnahagsstöðugleika, allt í blóma og allir hvattir til að fjárfesta í fasteign til framtíðar því nú væri lag. Lágvaxtaumhverfi sem ekki sá fyrir endann á að þeirra mati. Það er óumdeilt að stjórnin hefur brugðist alfarið í öllu sem lýtur að því að verja heimilin og skuldsett fyrirtæki og fyrirséða eignaupptöku bankanna á þeim. Það liggur ljóst fyrir að þetta er ekkert annað en skipulögð glæpastarfsemi þar sem markmiðið er að í lokin missi flestir heimili sín ekki síður en í efnahagshruninu 2008 þegar Samfylking og VG gáfu skotleyfi á heimilin á meðan þau vörðu auðmenn og fjármálaöflin með kjafti og klóm. Í kjölfarið hafa flestir forðast verðtrygginguna og tekið lán með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára í einhverjum tilvikum. En nú er eina vörn þeirra að þiggja hinn eitraða kokteil verðtryggingarinnar sem ætti fyrir löngu að vera búið að þurrka út úr íslenskri löggjöf. Ég vil minna á að við Guðmundur Ingi (Flokki fólksins) vorum einu þingmennirnir sem hófu að vara við verðbólgunni í upphafi árs 2020. Það er skemmst frá því að segja að hvorki fyrrverandi fjármálaráðherra né núverandi forsætisráðherra virtu okkur viðlits hvað það varðar. Þeim bar saman um að hér væri engin verðbólga handan við hornið og ástæðulaust að vera með svona svartsýni þegar allt léki í lyndi. Enn og aftur velti ég fyrir mér: Til hvers er Landsdómur ef ekki til að taka á verkum eða verkleysi ráðherra sem hreinlega vinna samfélaginu óbætanlegt tjón með allri sinni vanhæfni og augljósri vanrækslu? Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun