Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2023 22:08 David Weiss í húsnæði dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. AP/Alex Brandon David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. Þetta sagði Weiss á fundi dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag, samkvæmt frétt Washington Post. Er það í kjölfar þess að tveir rannsakendur skattsins sögðu fyrr á árinu að embættismenn hefðu reynt að hægja á rannsókninni. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið undir þessar ásakanir. Weiss, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, fyrrverandi forseta, hefur áður sagt þær rangar og ítrekaði það á áðurnefndum fundi í dag. Afar sjaldgæft er að sérstakir saksóknarar mæti á þingfundi áður en rannsóknum þeirra lýkur en hann er sagður hafa mætt vegna þess hve alvarlega þessum ásökunum hefur verið tekið. „Ég er og hef alltaf verið sá sem tekur ákvarðanir í þessu máli,“ sagði Weiss samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. Hann sagðist ekki taka ákvarðanir í tómarúmi enda væri hann bundinn af lögum og starfsreglum. Hann sagði að á engum tímapunkti hefði einhver reynt að standa í vegi hans eða reyna að koma í veg fyrir að hann gripi til aðgerða, eins og að ákæra Hunter Biden. Ákærður fyrir að ljúga á eyðublaði Weiss hefur ákært Hunter Biden fyrir að ljúga á eyðublaði þegar hann keypti skotvopn árið 2018. Hann var þá í mikilli neyslu fíkniefna en laug á eyðublaðinu að svo væri ekki. Saksóknarinn hafði einnig verið með Hunter til rannsóknar vegna skattsvika á árum áður, þegar hann var í neyslu, og náðist samkomulag milli saksóknara og lögmanna Hunters. Það náði þó ekki fram að ganga þegar í ljós kom að saksóknarar og lögmenn Hunters voru ekki sammála um hvað samkomulagið fæli í sér. Repúblikanar, sem fara með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa einnig hafði rannsókn á því hvort Joe Biden hafi brotið af sér í starfi og tilefni sé til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Lítið hefur farið fyrir þeirri rannsókn á undanförnum vikum, sem að hluta til má rekja til þeirrar óreiðu sem einkennt hefur fulltrúadeildina undanfarnar vikur, eftir að þingmaðurinn Matt Gaetz og nokkrir aðrir boluðu Kevin McCarthy úr embætti þingforseta. Meðal annars ætla Repúblikanar að rannsaka hvort Joe Biden hafi hagnast af viðskiptum sonar hans, Hunter. Fyrsti nefndarfundurinn um þessa rannsókn þótti ekki fara vel fyrir Repúblikana þar sem þeirra eigin vitni grófu undan ásökunum þeirra. Á nefndarfundinum í dag varaði Weiss þingmenn við því að mörgum spurningum gæti hann ekki svarað þar sem rannsókn hans væri enn yfirstandandi. Það féll þó ekki í kramið hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins, sem gagnrýndu Weiss í hádegishléi og eftir fundinn fyrir að svara þeim. Matt Gaetz sagði Weiss ekki hafa verið á fundinum í anda og gagnrýndi hann fyrir að svara ekki spurningum þingmanna nægilega vel. Darrell Issa gagnrýndi Weiss fyrir að útskýra ekki áðurnefnt samkomulag við Hunter Biden og sagði saksóknarann hafa engin svör varðandi það af hverju hann hafi ætlað að bjóða syni forsetans samkomulag sem útilokaði ákærur fyrir aðra glæpi. Demókratar sögðu fundinn hafa verið tímasóun og saka Repúblikana um að reyna að hafa áhrif á Weiss. „Þetta er fordæmalaust. Þú truflar ekki rannsókn með nefndarfundum. Þetta er í fyrsta sinn sem það hefur gerst,“ sagði Glenn Ivey. Þá sagði hann það augljósa ástæðu þess að Weiss hefði ekki getað svarað öllum spurningunum. Hann vildi ekki skemma fyrir rannsókn sinni. Jerrold Nadler, æðsti Demókratinn í nefndinni, sagði hafa komið skýrt fram að enginn hefði sett tálma í veg Weiss. „Ég meina, Repúblikanar reyndu að fá hann til að segja eitthvað, en þeir töluðu bara um sömu hlutina aftur og aftur,“ sagði Nadler. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15. september 2023 07:10 Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. 12. september 2023 20:17 Boðar nýja ákæru á hendur syni Biden Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins segist stefna að því að gefa út nýja ákæru á hendur Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, fyrir lok þessa mánaðar. Biden hafði áður samþykkt að játa sig sekan um skatta- og skotvopnalagabrot en sáttinni var spillt í sumar. 7. september 2023 08:50 Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40 Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Þetta sagði Weiss á fundi dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag, samkvæmt frétt Washington Post. Er það í kjölfar þess að tveir rannsakendur skattsins sögðu fyrr á árinu að embættismenn hefðu reynt að hægja á rannsókninni. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa tekið undir þessar ásakanir. Weiss, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, fyrrverandi forseta, hefur áður sagt þær rangar og ítrekaði það á áðurnefndum fundi í dag. Afar sjaldgæft er að sérstakir saksóknarar mæti á þingfundi áður en rannsóknum þeirra lýkur en hann er sagður hafa mætt vegna þess hve alvarlega þessum ásökunum hefur verið tekið. „Ég er og hef alltaf verið sá sem tekur ákvarðanir í þessu máli,“ sagði Weiss samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. Hann sagðist ekki taka ákvarðanir í tómarúmi enda væri hann bundinn af lögum og starfsreglum. Hann sagði að á engum tímapunkti hefði einhver reynt að standa í vegi hans eða reyna að koma í veg fyrir að hann gripi til aðgerða, eins og að ákæra Hunter Biden. Ákærður fyrir að ljúga á eyðublaði Weiss hefur ákært Hunter Biden fyrir að ljúga á eyðublaði þegar hann keypti skotvopn árið 2018. Hann var þá í mikilli neyslu fíkniefna en laug á eyðublaðinu að svo væri ekki. Saksóknarinn hafði einnig verið með Hunter til rannsóknar vegna skattsvika á árum áður, þegar hann var í neyslu, og náðist samkomulag milli saksóknara og lögmanna Hunters. Það náði þó ekki fram að ganga þegar í ljós kom að saksóknarar og lögmenn Hunters voru ekki sammála um hvað samkomulagið fæli í sér. Repúblikanar, sem fara með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa einnig hafði rannsókn á því hvort Joe Biden hafi brotið af sér í starfi og tilefni sé til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Lítið hefur farið fyrir þeirri rannsókn á undanförnum vikum, sem að hluta til má rekja til þeirrar óreiðu sem einkennt hefur fulltrúadeildina undanfarnar vikur, eftir að þingmaðurinn Matt Gaetz og nokkrir aðrir boluðu Kevin McCarthy úr embætti þingforseta. Meðal annars ætla Repúblikanar að rannsaka hvort Joe Biden hafi hagnast af viðskiptum sonar hans, Hunter. Fyrsti nefndarfundurinn um þessa rannsókn þótti ekki fara vel fyrir Repúblikana þar sem þeirra eigin vitni grófu undan ásökunum þeirra. Á nefndarfundinum í dag varaði Weiss þingmenn við því að mörgum spurningum gæti hann ekki svarað þar sem rannsókn hans væri enn yfirstandandi. Það féll þó ekki í kramið hjá þingmönnum Repúblikanaflokksins, sem gagnrýndu Weiss í hádegishléi og eftir fundinn fyrir að svara þeim. Matt Gaetz sagði Weiss ekki hafa verið á fundinum í anda og gagnrýndi hann fyrir að svara ekki spurningum þingmanna nægilega vel. Darrell Issa gagnrýndi Weiss fyrir að útskýra ekki áðurnefnt samkomulag við Hunter Biden og sagði saksóknarann hafa engin svör varðandi það af hverju hann hafi ætlað að bjóða syni forsetans samkomulag sem útilokaði ákærur fyrir aðra glæpi. Demókratar sögðu fundinn hafa verið tímasóun og saka Repúblikana um að reyna að hafa áhrif á Weiss. „Þetta er fordæmalaust. Þú truflar ekki rannsókn með nefndarfundum. Þetta er í fyrsta sinn sem það hefur gerst,“ sagði Glenn Ivey. Þá sagði hann það augljósa ástæðu þess að Weiss hefði ekki getað svarað öllum spurningunum. Hann vildi ekki skemma fyrir rannsókn sinni. Jerrold Nadler, æðsti Demókratinn í nefndinni, sagði hafa komið skýrt fram að enginn hefði sett tálma í veg Weiss. „Ég meina, Repúblikanar reyndu að fá hann til að segja eitthvað, en þeir töluðu bara um sömu hlutina aftur og aftur,“ sagði Nadler.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15. september 2023 07:10 Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. 12. september 2023 20:17 Boðar nýja ákæru á hendur syni Biden Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins segist stefna að því að gefa út nýja ákæru á hendur Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, fyrir lok þessa mánaðar. Biden hafði áður samþykkt að játa sig sekan um skatta- og skotvopnalagabrot en sáttinni var spillt í sumar. 7. september 2023 08:50 Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40 Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15. september 2023 07:10
Hefja formlega rannsókn á Biden Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens. 12. september 2023 20:17
Boðar nýja ákæru á hendur syni Biden Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins segist stefna að því að gefa út nýja ákæru á hendur Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, fyrir lok þessa mánaðar. Biden hafði áður samþykkt að játa sig sekan um skatta- og skotvopnalagabrot en sáttinni var spillt í sumar. 7. september 2023 08:50
Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar. 20. júní 2023 15:40
Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. 5. desember 2022 12:51