Ármann skákaði Atlantic á Nuke Snorri Már Vagnsson skrifar 7. nóvember 2023 22:30 PolishWonder og Hugo, leikmenn Ármanns og Atlantic. Ljósleiðaradeildin Ármann lagði Atlantic í Ljósleiðaradeildinni í kvöld en þar er keppt í Counter-Strike: Global Offensive. Ármann og Atlantic mættust á Nuke í kvöld. Ármann hófu leikinn í vörn og byrjuðu leikinn betur en Atlantic voru fljótir að jafna leikinn og staðan var 3-3 eftir sex lotur. Ármann tóku fyrri hálfleikinn föstum tökum í stöðunni 4-4 með PolishWonder fremstan í flokki, en þeir komu stöðunni í 10-5 eftir frábæra frammistöðu Ofvirks hjá Ármanni. Staðan í hálfleik: 10-5 Atlantic fundu taktinn í upphafi seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 12-10 eftir 22 lotur. Leikmenn Atlantic virtust ætla að jafna leikinn en Sókn Ármanns fékk þó byr undir báða vængi í kjölfarið og sigruðu þeir fjórar lotur í röð. Staðan því orðin 16-10 og eftir heiðarlega tilraun Atlantic til að jafna voru það Ármann sem stóðu uppi með sigurinn. Lokatölur: 16-10 Ármann halda í við Þórsara á toppi deildarinnar með 14 stig en Þór á leik til góða. Atlantic sitja enn í sjötta sæti með 8 stig, en Saga geta jafnað þá á stigum á fimmtudagskvöldið. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti
Ármann og Atlantic mættust á Nuke í kvöld. Ármann hófu leikinn í vörn og byrjuðu leikinn betur en Atlantic voru fljótir að jafna leikinn og staðan var 3-3 eftir sex lotur. Ármann tóku fyrri hálfleikinn föstum tökum í stöðunni 4-4 með PolishWonder fremstan í flokki, en þeir komu stöðunni í 10-5 eftir frábæra frammistöðu Ofvirks hjá Ármanni. Staðan í hálfleik: 10-5 Atlantic fundu taktinn í upphafi seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 12-10 eftir 22 lotur. Leikmenn Atlantic virtust ætla að jafna leikinn en Sókn Ármanns fékk þó byr undir báða vængi í kjölfarið og sigruðu þeir fjórar lotur í röð. Staðan því orðin 16-10 og eftir heiðarlega tilraun Atlantic til að jafna voru það Ármann sem stóðu uppi með sigurinn. Lokatölur: 16-10 Ármann halda í við Þórsara á toppi deildarinnar með 14 stig en Þór á leik til góða. Atlantic sitja enn í sjötta sæti með 8 stig, en Saga geta jafnað þá á stigum á fimmtudagskvöldið.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti