Åge með eldræðu á blaðamannafundi: „Verði ykkur að því“ Aron Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2023 11:28 Age Hareide Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur útileikjum í næstu viku. Möguleikarnir á því að tryggja sér sæti á EM á næsta ári með því að komast beint upp úr riðlinum eru til staðar en eru litlir og því er Hareide einnig að horfa til mögulegra umspilsleikja í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári til að tryggja EM sætið. Á blaðamannafundinum hélt Hareide sannkallaða eldræðu er hann var spurður út í frammistöður íslenska liðsins í fyrri leikjum í undankeppninni og horfurnar til framtíðar á mögulega umspilsleiki. „Það er pirrandi þegar að maður horfir á þessa leiki, sér í lagi heimaleikina gegn Slóvakíu og Portúgal. Að sjá stigin sem við hefðum geta náð í og værum þá í frábærri stöðu. En svona er fótboltinn og við verðum að horfa á jákvæðu punktana í þessu.“ „Ef við náum að koma á góðri tengingu milli varnar og sóknar í liðinu og skapa okkur færi í kjölfarið þá munu mörkin koma.“ Nokkrir af leikmönnum íslands hafi verið iðnir við kolann með sínum félagsliðum undanfarið. „Við þurfum bara að halda okkar vegferð áfram. Hafa trú á því sem við erum að þróa saman hérna. Mikilvægast fyrir okkur er að þétta varnarleikinn. Sér í lagi ef við erum að fara í þessa umspilsleiki. Því við vitum að við getum skapað færi fyrir okkur, skorað mörk. Við höfum gæðin í það. Við getum alltaf skorað mörk.“ Ef við náum því þá verðum við í góðri stöðu fyrir mögulega umspilsleiki í mars á næsta ári þar sem að við, eins og staðan núna er líklegast að við myndum mæta Ísrael, Finnlandi eða Bosníu & Herzegóvínu. Og túlka má næstu orð hans sem varnaðarorð til mögulegra andstæðinga íslenska landsliðsins í líklegum umspilsleikjum þess: „Ég er fullviss um það að ef við náum þessu fram þá eigum við góða möguleika á að komast á EM í gegnum umspil við mögulega Ísrael, Finnland eða Bosníu. Ég segi bara við þau lið verði ykkur að því. Við eigum frábæra möguleika.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur útileikjum í næstu viku. Möguleikarnir á því að tryggja sér sæti á EM á næsta ári með því að komast beint upp úr riðlinum eru til staðar en eru litlir og því er Hareide einnig að horfa til mögulegra umspilsleikja í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári til að tryggja EM sætið. Á blaðamannafundinum hélt Hareide sannkallaða eldræðu er hann var spurður út í frammistöður íslenska liðsins í fyrri leikjum í undankeppninni og horfurnar til framtíðar á mögulega umspilsleiki. „Það er pirrandi þegar að maður horfir á þessa leiki, sér í lagi heimaleikina gegn Slóvakíu og Portúgal. Að sjá stigin sem við hefðum geta náð í og værum þá í frábærri stöðu. En svona er fótboltinn og við verðum að horfa á jákvæðu punktana í þessu.“ „Ef við náum að koma á góðri tengingu milli varnar og sóknar í liðinu og skapa okkur færi í kjölfarið þá munu mörkin koma.“ Nokkrir af leikmönnum íslands hafi verið iðnir við kolann með sínum félagsliðum undanfarið. „Við þurfum bara að halda okkar vegferð áfram. Hafa trú á því sem við erum að þróa saman hérna. Mikilvægast fyrir okkur er að þétta varnarleikinn. Sér í lagi ef við erum að fara í þessa umspilsleiki. Því við vitum að við getum skapað færi fyrir okkur, skorað mörk. Við höfum gæðin í það. Við getum alltaf skorað mörk.“ Ef við náum því þá verðum við í góðri stöðu fyrir mögulega umspilsleiki í mars á næsta ári þar sem að við, eins og staðan núna er líklegast að við myndum mæta Ísrael, Finnlandi eða Bosníu & Herzegóvínu. Og túlka má næstu orð hans sem varnaðarorð til mögulegra andstæðinga íslenska landsliðsins í líklegum umspilsleikjum þess: „Ég er fullviss um það að ef við náum þessu fram þá eigum við góða möguleika á að komast á EM í gegnum umspil við mögulega Ísrael, Finnland eða Bosníu. Ég segi bara við þau lið verði ykkur að því. Við eigum frábæra möguleika.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira