Vanda greindi frá því í fyrradag að hún ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi ársþingi KSÍ í febrúar á næsta ári. Það er því ljóst að nýr einstaklingur mun taka við formannskeflinu á næsta ári.
„Ég frétti raunar bara af þessu í gær,“ sagði Hareide, aðspurður um brotthvarf Vöndu á blaðamannafundinum í morgun. „Ég hef átt í miklum samskiptum við Vöndu og það er leitt að horfa á eftir henni svona stuttu eftir að ég kynntist henni.
Hún tekur þessa ákvörðun með sína hagsmuni og hagsmuni KSÍ að leiðarljósi. Við höfum átt mjög gott samstarf og þurfum nú að bíða og sjá hver tekur við keflinu.“