Öld ofbeldis er ekki liðin – nú eru það börnin Viðar Hreinsson skrifar 8. nóvember 2023 13:01 Stephan G. Stephansson sá fyrir ofbeldisöldina sem spratt af heimsvaldastefnu stórvelda í bréfi 4. september aldamótaárið 1900: „Ég er hálfleiður á heiminum, öld hugsjónanna er liðin í bráðina, öld ofbeldisins tekin við og við hana hefi ég ekkert gott að sýsla. Af öllum smáþjóðum á að kúga þjóðerni, alheimurinn að verða Rússi eða Englendingur eða Þjóðverji, en það er það sama sem að höggva á rætur heimsmenningarinnar. Allar þjóðir, eins þær smærri, hafa lagt henni sinn skerf, sem engin önnur gat gert á sama hátt, einmitt af því þær voru hver um sitt. Ein þjóð eða tvær, og menningin trénast. En svo verður það aldrei, líf og andi gengur aldrei svo sjálft fyrir ætternisstapa, aðeins heimskuleg og blóðug tilraun í bráðina, sem strandar og klofnar fyrr eða síðar.“ (Bréf og ritgerðir I: bls. 104) Heimsstyrjöldin fyrri var fyrsti blóðugi vettangurinn og Stephan tók einarða afstöðu gegn stríðinu í mörgum kvæðum svo sumir létu sér detta í hug að kæra hann fyrir landráð. Eftir stríð varð hann fyrir miklum árásum vestanhafs, fyrir kveðskapinn sem þá kom út á bók, og fyrir að beita sér gegn að minnisvarði yrði reistur um íslenska hermenn sem féllu. Honum þótti nær lagi að hlúa að þeim sem lifðu af, oft bæklaðir á líkama og sál. Þjóðernið lá undir í deilunum og í blaðagrein sagði hann: Ætti það fyrir mér að liggja að stíga út fyrir landsteina Kanada, héldi ég mér heldur ekki neinn háska búinn, þó ekki ætti ég neitt stórveldi að bakhjarli. Mér er nærri ánægja í tilfinningunni, sem fylgir því, að vita sig engan eiga að, nema mannúðina meðal vandalausra þjóða. Svo er líka fyrir að þakka, að henni má treysta nú á tímum, þegar engar óspektir ganga, sé ferðalangurinn sjálfur fullvita og hrekkja- og hrokalaus, að eiga engri óvild að mæta sökum þjóðar sinnar. Og ég er svo heppinn, að í öðrum löndum mun enga gruna, að þau eigi neitt grátt að gjalda litlu þjóðinni, sem ég hefi lengst verið við kenndur (Bréf og ritgerðir IV, bls. 367) Ekki þarf að fjölyrða um hve rækilega íslensk stjórnvöld hafa fyrirgert þeirri velvild sem landsmenn hafa kannski einhverntíma notið. Smæðin verður merkingarlaus þegar leiðitöm undirgefni ræður för, hvort sem það er gagnvart stórþjóðum heimsins eða freka karlinum við ríkisstjórnarborðið. Ofbeldið réð för alla tuttugustu öldina. Með ofbeldisverknaði var Palestínumönnum rutt til hliðar til að rýma fyrir borgurum hins nýja Ísraelsríkis. Að einhverju leyti yfirbót fyrir Helförina, að einhverju leyti þrýstingur af skringilegum trúarástæðum. Til að búa einni þjóð skjól var annarri rutt til hliðar – og nú úr vegi. Síðan hafa hatur þolandans og ofbeldi hins sterka vegist á, hinn sterki er hernámsvald með heimsveldi að bakhjarli og svífst einskis. Ofbeldi getur af sér meira ofbeldi og hatur, vítahringur á vegum Vesturlanda. Nú keyrir um þverbak, viðbjóðurinn meiri en nokkru sinni, á annan tug þúsunda hefur verið drepinn og fjöldi myrtra barna kominn á fimmta þúsund. Því fer fjarri að nokkurt hryðjuverk réttlæti slíkar aðfarir. Ekkert samasemmerki er á milli Ísraelsstjórnar og venjulegra Gyðinga sem flestir eru bara velviljað fólk eins og við viljum vonandi flest vera. Nú eru raunir þeirra tvöfaldar; harmur yfir óhæfuverkunum og vaxandi gyðingahatur. Vitfirring Ísraelsstjórnar á sér engin takmörk, firring þeirra Vesturlanda sem standa þétt að baki henni er jafntakmarkalaus. Lítilþægni þeirra sem hanga aftaní stórþjóðunum sömuleiðis. Það hefur ekkert uppá sig að æmta um mannúðaraðstoð ef framganga Ísraelsmanna er ekki harðlega fordæmd og vopnahlés krafist. Velviljað hversdagsfólk getur ekki setið hjá því skeytingarleysi er stuðningur við ofbeldið. Því þarf að mótmæla með öllum tiltækum ráðum. Íslensk stjórnvöld eru meðal hinna lítilþægu, hvorki „fullvita, hrekkja- né hrokalaus“ lengur enda mikil hrekkvísi og hroki í valdapólitík stórveldanna þar sem peðin reyna að koma sér vel fyrir. Reisn smáþjóðarinnar sem enginn á grátt að gjalda farin veg allrar veraldar. Stórþjóðirnar drottna yfir allri upplýsingagjöf og orðfæri um athæfi fasískrar stjórnar Ísraels sem stendur höllum fæti heimafyrir eftir grófa einræðistilburði undanfarin misseri. Hræsni Vesturlanda hefur aldrei verið meiri, beita grímulausu ofbeldi meðan þau stæra sig af merkilegri siðmenningu sem nú er að trénast svo notuð séu orð Stephans G. Meira að segja Netanyahu kvaðst á dögunum vera að verja siðmenninguna. Á meðan er barn drepið með köldu blóði í Palestínu á tíu mínútna fresti, í nafni þessarar siðmenningar. Setjið skeiðklukkuna í símanum ykkar í gang, stillið á tíu mínútur. Nú er barn drepið, fyrir siðmenningu Netanyahus og Vesturlanda. Og aftur líða tíu mínútur, annað barn drepið, og aftur, og aftur ..... Höfundur er bókmenntafræðingur og áhugamaður um frið og heimsmenningu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Stephan G. Stephansson sá fyrir ofbeldisöldina sem spratt af heimsvaldastefnu stórvelda í bréfi 4. september aldamótaárið 1900: „Ég er hálfleiður á heiminum, öld hugsjónanna er liðin í bráðina, öld ofbeldisins tekin við og við hana hefi ég ekkert gott að sýsla. Af öllum smáþjóðum á að kúga þjóðerni, alheimurinn að verða Rússi eða Englendingur eða Þjóðverji, en það er það sama sem að höggva á rætur heimsmenningarinnar. Allar þjóðir, eins þær smærri, hafa lagt henni sinn skerf, sem engin önnur gat gert á sama hátt, einmitt af því þær voru hver um sitt. Ein þjóð eða tvær, og menningin trénast. En svo verður það aldrei, líf og andi gengur aldrei svo sjálft fyrir ætternisstapa, aðeins heimskuleg og blóðug tilraun í bráðina, sem strandar og klofnar fyrr eða síðar.“ (Bréf og ritgerðir I: bls. 104) Heimsstyrjöldin fyrri var fyrsti blóðugi vettangurinn og Stephan tók einarða afstöðu gegn stríðinu í mörgum kvæðum svo sumir létu sér detta í hug að kæra hann fyrir landráð. Eftir stríð varð hann fyrir miklum árásum vestanhafs, fyrir kveðskapinn sem þá kom út á bók, og fyrir að beita sér gegn að minnisvarði yrði reistur um íslenska hermenn sem féllu. Honum þótti nær lagi að hlúa að þeim sem lifðu af, oft bæklaðir á líkama og sál. Þjóðernið lá undir í deilunum og í blaðagrein sagði hann: Ætti það fyrir mér að liggja að stíga út fyrir landsteina Kanada, héldi ég mér heldur ekki neinn háska búinn, þó ekki ætti ég neitt stórveldi að bakhjarli. Mér er nærri ánægja í tilfinningunni, sem fylgir því, að vita sig engan eiga að, nema mannúðina meðal vandalausra þjóða. Svo er líka fyrir að þakka, að henni má treysta nú á tímum, þegar engar óspektir ganga, sé ferðalangurinn sjálfur fullvita og hrekkja- og hrokalaus, að eiga engri óvild að mæta sökum þjóðar sinnar. Og ég er svo heppinn, að í öðrum löndum mun enga gruna, að þau eigi neitt grátt að gjalda litlu þjóðinni, sem ég hefi lengst verið við kenndur (Bréf og ritgerðir IV, bls. 367) Ekki þarf að fjölyrða um hve rækilega íslensk stjórnvöld hafa fyrirgert þeirri velvild sem landsmenn hafa kannski einhverntíma notið. Smæðin verður merkingarlaus þegar leiðitöm undirgefni ræður för, hvort sem það er gagnvart stórþjóðum heimsins eða freka karlinum við ríkisstjórnarborðið. Ofbeldið réð för alla tuttugustu öldina. Með ofbeldisverknaði var Palestínumönnum rutt til hliðar til að rýma fyrir borgurum hins nýja Ísraelsríkis. Að einhverju leyti yfirbót fyrir Helförina, að einhverju leyti þrýstingur af skringilegum trúarástæðum. Til að búa einni þjóð skjól var annarri rutt til hliðar – og nú úr vegi. Síðan hafa hatur þolandans og ofbeldi hins sterka vegist á, hinn sterki er hernámsvald með heimsveldi að bakhjarli og svífst einskis. Ofbeldi getur af sér meira ofbeldi og hatur, vítahringur á vegum Vesturlanda. Nú keyrir um þverbak, viðbjóðurinn meiri en nokkru sinni, á annan tug þúsunda hefur verið drepinn og fjöldi myrtra barna kominn á fimmta þúsund. Því fer fjarri að nokkurt hryðjuverk réttlæti slíkar aðfarir. Ekkert samasemmerki er á milli Ísraelsstjórnar og venjulegra Gyðinga sem flestir eru bara velviljað fólk eins og við viljum vonandi flest vera. Nú eru raunir þeirra tvöfaldar; harmur yfir óhæfuverkunum og vaxandi gyðingahatur. Vitfirring Ísraelsstjórnar á sér engin takmörk, firring þeirra Vesturlanda sem standa þétt að baki henni er jafntakmarkalaus. Lítilþægni þeirra sem hanga aftaní stórþjóðunum sömuleiðis. Það hefur ekkert uppá sig að æmta um mannúðaraðstoð ef framganga Ísraelsmanna er ekki harðlega fordæmd og vopnahlés krafist. Velviljað hversdagsfólk getur ekki setið hjá því skeytingarleysi er stuðningur við ofbeldið. Því þarf að mótmæla með öllum tiltækum ráðum. Íslensk stjórnvöld eru meðal hinna lítilþægu, hvorki „fullvita, hrekkja- né hrokalaus“ lengur enda mikil hrekkvísi og hroki í valdapólitík stórveldanna þar sem peðin reyna að koma sér vel fyrir. Reisn smáþjóðarinnar sem enginn á grátt að gjalda farin veg allrar veraldar. Stórþjóðirnar drottna yfir allri upplýsingagjöf og orðfæri um athæfi fasískrar stjórnar Ísraels sem stendur höllum fæti heimafyrir eftir grófa einræðistilburði undanfarin misseri. Hræsni Vesturlanda hefur aldrei verið meiri, beita grímulausu ofbeldi meðan þau stæra sig af merkilegri siðmenningu sem nú er að trénast svo notuð séu orð Stephans G. Meira að segja Netanyahu kvaðst á dögunum vera að verja siðmenninguna. Á meðan er barn drepið með köldu blóði í Palestínu á tíu mínútna fresti, í nafni þessarar siðmenningar. Setjið skeiðklukkuna í símanum ykkar í gang, stillið á tíu mínútur. Nú er barn drepið, fyrir siðmenningu Netanyahus og Vesturlanda. Og aftur líða tíu mínútur, annað barn drepið, og aftur, og aftur ..... Höfundur er bókmenntafræðingur og áhugamaður um frið og heimsmenningu
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun