Erfiðara fyrir íslenska CrossFit fólkið að komast í undanúrslitin 2024 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir með íslenska fánann á heimsleikunum í CrossFit Instagram/@anniethorisdottir CrossFit samtökin hafa tilkynnt fyrirkomulagið í undankeppni heimsleikanna á næsta ári og það er nokkuð um breytingar frá því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á þessu ári. Miklu fleiri komast þannig áfram eftir CrossFit Open á næsta ári en það verður á móti færri sæti í boði fyrir evrópska fólkið í undanúrslitunum. Efstu 25 prósentin af keppendum í opna hlutanum fá tækifæri til að keppa í fjórðungsúrslitunum árið 2024 en það voru bara tíu prósent sem komust áfram í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Við þetta fjölgar mikið keppendum í fjórðungsúrslitunum þar sem keppt verður um laus sæti í undanúrslitunum. Að komast þangað verður aftur á móti erfiðara fyrir íslenska CrossFit fólkið af þeirri einföldu ástæðu að það eru færri sæti í boði. Evrópa átti þannig sextíu sæti í karla- og kvennaflokki í undanúrslitunum í ár en þau verða bara fjörutíu í ár. Fjórðungsúrslitin verða því mun meiri sía en áður. Ástæðan fyrir þessu er að CrossFit samtökin ætla ekki lengur að gera svæðum heimsins mismikið undir höfði. Í stað þess að svæði heimsins fái mismarga keppendur í undanúrslitunum munu öll fá jafnmarga eða fjörutíu karla og fjörutíu konur. 33 prósent færri komast því í undanúrslitin frá Evrópu og Norður-Ameríku en aftur á móti komast þangað 25 prósent fleiri frá Asíu, Afríku, Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Þau svæði fengu mun færri sæti í ár og var sérstaklega mikil gagnrýni á það að Eyjaálfa, sem hefur átt marga frábæra keppendur í gegnum tíðina, fékk svo fáa. Nú verður allt jafnt. Tímabilið mun hefjast á hlaupársdag. The open mun standa yfir í þrjár vikur frá 29. febrúar. Fjórðungsúrslitin fara síðan fram í apríl. Sjálfir heimsleikarnir fara fram í Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum frá 8. til 11. ágúst en þar verður aðeins keppt í aðalflokkunum. Aldursflokkakeppnin og keppni fatlaðra er ekki lengur hluti af heimsleikunum heldur haldin sér. Það var ekki hefið upp dagsetningu eða staðsetningu þeirra keppa í þessari tilkynningu frá CrossFit samtökunum. Hér fyir neðan má sjá útskýringu CrossFit samtakanna á fyrirkomulaginu á keppnistímabilinu 2024. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Ef Instagram færslurnar opnast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina og þá á það að lagast. CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sjá meira
Miklu fleiri komast þannig áfram eftir CrossFit Open á næsta ári en það verður á móti færri sæti í boði fyrir evrópska fólkið í undanúrslitunum. Efstu 25 prósentin af keppendum í opna hlutanum fá tækifæri til að keppa í fjórðungsúrslitunum árið 2024 en það voru bara tíu prósent sem komust áfram í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Við þetta fjölgar mikið keppendum í fjórðungsúrslitunum þar sem keppt verður um laus sæti í undanúrslitunum. Að komast þangað verður aftur á móti erfiðara fyrir íslenska CrossFit fólkið af þeirri einföldu ástæðu að það eru færri sæti í boði. Evrópa átti þannig sextíu sæti í karla- og kvennaflokki í undanúrslitunum í ár en þau verða bara fjörutíu í ár. Fjórðungsúrslitin verða því mun meiri sía en áður. Ástæðan fyrir þessu er að CrossFit samtökin ætla ekki lengur að gera svæðum heimsins mismikið undir höfði. Í stað þess að svæði heimsins fái mismarga keppendur í undanúrslitunum munu öll fá jafnmarga eða fjörutíu karla og fjörutíu konur. 33 prósent færri komast því í undanúrslitin frá Evrópu og Norður-Ameríku en aftur á móti komast þangað 25 prósent fleiri frá Asíu, Afríku, Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Þau svæði fengu mun færri sæti í ár og var sérstaklega mikil gagnrýni á það að Eyjaálfa, sem hefur átt marga frábæra keppendur í gegnum tíðina, fékk svo fáa. Nú verður allt jafnt. Tímabilið mun hefjast á hlaupársdag. The open mun standa yfir í þrjár vikur frá 29. febrúar. Fjórðungsúrslitin fara síðan fram í apríl. Sjálfir heimsleikarnir fara fram í Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum frá 8. til 11. ágúst en þar verður aðeins keppt í aðalflokkunum. Aldursflokkakeppnin og keppni fatlaðra er ekki lengur hluti af heimsleikunum heldur haldin sér. Það var ekki hefið upp dagsetningu eða staðsetningu þeirra keppa í þessari tilkynningu frá CrossFit samtökunum. Hér fyir neðan má sjá útskýringu CrossFit samtakanna á fyrirkomulaginu á keppnistímabilinu 2024. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Ef Instagram færslurnar opnast ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina og þá á það að lagast.
CrossFit Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð