Arnar Gunnlaugsson: Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. nóvember 2023 15:00 Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar í Meistaradeildarmessunni skjáskot / stöð 2 sport Arnar Gunnlaugsson var sérstakur sérfræðingur Meistaradeildarmessunnar í gærkvöldi og velti fyrir sér miðvarðavandræðum Manchester United eftir 4-3 tap liðsins gegn FC Kaupmannahöfn í gærkvöldi. „Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Þessi mikli meistari, kemur til stórs félags, sem við getum allir verið sammála um að Manchester United sé þrátt fyrir gengið. Hann er svo veikur í návígum því líkaminn er svo brothættur. Hann er bara skugginn af sjálfum sér sem smitar út frá sér mjög óþægilega orku. Varnarmaður á að vera þessi týpa sem hendir sér fyrir skot, reynir að bjarga marki og reynir alltaf að vera fyrstur í alla bolta.“ Raphael Varane kom inn á fyrir Johnny Evans sem fór meiddur af velli eftir aðeins fimmtán mínútna leik, Victor Lindelöf var ónotaður varamaður í leiknum. „Þeir eru ekkert með frábæra hafsenta, við getum alveg verið sammála um það. Varane kemur inn á, hann er ekki búinn að vera góður í úrvalsdeildinni en þú ert með Lindelöf líka,“ bætti Jóhannes Karl Guðjónsson þá við en sænski miðvörðurinn var ónotaður varamaður í leiknum. Þá sýndi Kjartan Atli myndbrot af aðdraganda fjórða marksins hjá FCK þar sem Manchester United gaf boltann klaufalega frá sér. „Þeir eru ekki einu sinni góðir að spila út frá eigin marki þegar þeir eru með ellefu inn á, hvað þá með tíu. Komnir í 3-2, neglið boltanum bara fram,“ sagði Jóhannes þá illur í bragði. Arnar Gunnlaugsson benti að lokum á að margt væri ábótavant í samspili varnar og markmanns. Klippa: Arnar Gunnlaugsson um miðverði Man. Utd. Innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Þessi mikli meistari, kemur til stórs félags, sem við getum allir verið sammála um að Manchester United sé þrátt fyrir gengið. Hann er svo veikur í návígum því líkaminn er svo brothættur. Hann er bara skugginn af sjálfum sér sem smitar út frá sér mjög óþægilega orku. Varnarmaður á að vera þessi týpa sem hendir sér fyrir skot, reynir að bjarga marki og reynir alltaf að vera fyrstur í alla bolta.“ Raphael Varane kom inn á fyrir Johnny Evans sem fór meiddur af velli eftir aðeins fimmtán mínútna leik, Victor Lindelöf var ónotaður varamaður í leiknum. „Þeir eru ekkert með frábæra hafsenta, við getum alveg verið sammála um það. Varane kemur inn á, hann er ekki búinn að vera góður í úrvalsdeildinni en þú ert með Lindelöf líka,“ bætti Jóhannes Karl Guðjónsson þá við en sænski miðvörðurinn var ónotaður varamaður í leiknum. Þá sýndi Kjartan Atli myndbrot af aðdraganda fjórða marksins hjá FCK þar sem Manchester United gaf boltann klaufalega frá sér. „Þeir eru ekki einu sinni góðir að spila út frá eigin marki þegar þeir eru með ellefu inn á, hvað þá með tíu. Komnir í 3-2, neglið boltanum bara fram,“ sagði Jóhannes þá illur í bragði. Arnar Gunnlaugsson benti að lokum á að margt væri ábótavant í samspili varnar og markmanns. Klippa: Arnar Gunnlaugsson um miðverði Man. Utd. Innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11