Arnar Gunnlaugsson: Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. nóvember 2023 15:00 Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar í Meistaradeildarmessunni skjáskot / stöð 2 sport Arnar Gunnlaugsson var sérstakur sérfræðingur Meistaradeildarmessunnar í gærkvöldi og velti fyrir sér miðvarðavandræðum Manchester United eftir 4-3 tap liðsins gegn FC Kaupmannahöfn í gærkvöldi. „Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Þessi mikli meistari, kemur til stórs félags, sem við getum allir verið sammála um að Manchester United sé þrátt fyrir gengið. Hann er svo veikur í návígum því líkaminn er svo brothættur. Hann er bara skugginn af sjálfum sér sem smitar út frá sér mjög óþægilega orku. Varnarmaður á að vera þessi týpa sem hendir sér fyrir skot, reynir að bjarga marki og reynir alltaf að vera fyrstur í alla bolta.“ Raphael Varane kom inn á fyrir Johnny Evans sem fór meiddur af velli eftir aðeins fimmtán mínútna leik, Victor Lindelöf var ónotaður varamaður í leiknum. „Þeir eru ekkert með frábæra hafsenta, við getum alveg verið sammála um það. Varane kemur inn á, hann er ekki búinn að vera góður í úrvalsdeildinni en þú ert með Lindelöf líka,“ bætti Jóhannes Karl Guðjónsson þá við en sænski miðvörðurinn var ónotaður varamaður í leiknum. Þá sýndi Kjartan Atli myndbrot af aðdraganda fjórða marksins hjá FCK þar sem Manchester United gaf boltann klaufalega frá sér. „Þeir eru ekki einu sinni góðir að spila út frá eigin marki þegar þeir eru með ellefu inn á, hvað þá með tíu. Komnir í 3-2, neglið boltanum bara fram,“ sagði Jóhannes þá illur í bragði. Arnar Gunnlaugsson benti að lokum á að margt væri ábótavant í samspili varnar og markmanns. Klippa: Arnar Gunnlaugsson um miðverði Man. Utd. Innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
„Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Þessi mikli meistari, kemur til stórs félags, sem við getum allir verið sammála um að Manchester United sé þrátt fyrir gengið. Hann er svo veikur í návígum því líkaminn er svo brothættur. Hann er bara skugginn af sjálfum sér sem smitar út frá sér mjög óþægilega orku. Varnarmaður á að vera þessi týpa sem hendir sér fyrir skot, reynir að bjarga marki og reynir alltaf að vera fyrstur í alla bolta.“ Raphael Varane kom inn á fyrir Johnny Evans sem fór meiddur af velli eftir aðeins fimmtán mínútna leik, Victor Lindelöf var ónotaður varamaður í leiknum. „Þeir eru ekkert með frábæra hafsenta, við getum alveg verið sammála um það. Varane kemur inn á, hann er ekki búinn að vera góður í úrvalsdeildinni en þú ert með Lindelöf líka,“ bætti Jóhannes Karl Guðjónsson þá við en sænski miðvörðurinn var ónotaður varamaður í leiknum. Þá sýndi Kjartan Atli myndbrot af aðdraganda fjórða marksins hjá FCK þar sem Manchester United gaf boltann klaufalega frá sér. „Þeir eru ekki einu sinni góðir að spila út frá eigin marki þegar þeir eru með ellefu inn á, hvað þá með tíu. Komnir í 3-2, neglið boltanum bara fram,“ sagði Jóhannes þá illur í bragði. Arnar Gunnlaugsson benti að lokum á að margt væri ábótavant í samspili varnar og markmanns. Klippa: Arnar Gunnlaugsson um miðverði Man. Utd. Innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11