Öryrkjar megi eiga von á desemberuppbót Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 14:23 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Gert verður ráð fyrir desemberuppbót til handa örorku-og endurhæfingarlífeyrisþegum auk eillilífeyrisþega í nýju fjáraukafrumvarpi. Forsætisráðherra á von á því að frumvarpið verði kynnt á næstu tveimur vikum. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um desemberuppbót til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum. „Það er mikið ákall úti í samfélaginu og mikill sársauki hjá mörgum núna sem aldrei fyrr. Síðustu tvenn jól urðu öryrkjar þess aðnjótandi að fá svokallaðan jólabónus frá stjórnvöldum og okkur hér á hinu háa Alþingi.“ Inga segir öll vita hvert stefni. Aldrei hafi fleiri um árabil sótt aðstoð til hjálparstofnana. Þá segir hún að ríkissjóður skili nú hundrað milljarða króna umframgreiðslum í kassann. Áður hefur desemberuppbót fyrir atvinnulausa verið birt á vef stjórnartíðinda. Uppbótin nemur 99.389 krónum. Atvinnuleysi á landinu mælist nú rúmlega þrjú prósent. Aldrei fengið svo skýr svör Katrín segir að frumvarp um breytingar á almannatryggingakerfinu sé væntanlegt í vetur. Segist hún vona að þar verði gengið frá þessum málum þannig að ekki þurfi að taka afstöðu til þess á hverju ári með tilheyrandi ófyrirsjáanleika fyrir þá hópa sem um ræðir. „Ég vil segja það að venjan hefur verið sú að um þetta hefur verið fjallað í fjáraukalagafrumvarpi fyrir ár hvert. Það er von á því á næstu tveimur vikum, ég þori ekki að nefna nákvæmlega dagsetningu. Það er stefnt að því að þar verði tekið á þessum málum þannig að það sé gert ráð fyrir desemberuppbót fyrir þennan hóp.“ Inga svaraði forsætisráðherra þá og sagðist á sínum sjö árum á þingi bara einu sinni áður hafa fengið svo skýr svör. Þakkaði hún Katrínu fyrir og þakkaði Katrín henni svo fyrir hlý orð í kjölfarið. „Ég segi bara við fólkið okkar: Þið getið glaðst því að sjálfur hæstvirtur forsætisráðherra er búinn að segja að það er ekki bara það að fjáraukinn sé að koma inn eftir sirka tvær vikur heldur mun vera gert ráð fyrir því að styðja við ykkur sem hafið það bágast í samfélaginu,“ segir Inga Sæland. Alþingi Félagsmál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um desemberuppbót til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum. „Það er mikið ákall úti í samfélaginu og mikill sársauki hjá mörgum núna sem aldrei fyrr. Síðustu tvenn jól urðu öryrkjar þess aðnjótandi að fá svokallaðan jólabónus frá stjórnvöldum og okkur hér á hinu háa Alþingi.“ Inga segir öll vita hvert stefni. Aldrei hafi fleiri um árabil sótt aðstoð til hjálparstofnana. Þá segir hún að ríkissjóður skili nú hundrað milljarða króna umframgreiðslum í kassann. Áður hefur desemberuppbót fyrir atvinnulausa verið birt á vef stjórnartíðinda. Uppbótin nemur 99.389 krónum. Atvinnuleysi á landinu mælist nú rúmlega þrjú prósent. Aldrei fengið svo skýr svör Katrín segir að frumvarp um breytingar á almannatryggingakerfinu sé væntanlegt í vetur. Segist hún vona að þar verði gengið frá þessum málum þannig að ekki þurfi að taka afstöðu til þess á hverju ári með tilheyrandi ófyrirsjáanleika fyrir þá hópa sem um ræðir. „Ég vil segja það að venjan hefur verið sú að um þetta hefur verið fjallað í fjáraukalagafrumvarpi fyrir ár hvert. Það er von á því á næstu tveimur vikum, ég þori ekki að nefna nákvæmlega dagsetningu. Það er stefnt að því að þar verði tekið á þessum málum þannig að það sé gert ráð fyrir desemberuppbót fyrir þennan hóp.“ Inga svaraði forsætisráðherra þá og sagðist á sínum sjö árum á þingi bara einu sinni áður hafa fengið svo skýr svör. Þakkaði hún Katrínu fyrir og þakkaði Katrín henni svo fyrir hlý orð í kjölfarið. „Ég segi bara við fólkið okkar: Þið getið glaðst því að sjálfur hæstvirtur forsætisráðherra er búinn að segja að það er ekki bara það að fjáraukinn sé að koma inn eftir sirka tvær vikur heldur mun vera gert ráð fyrir því að styðja við ykkur sem hafið það bágast í samfélaginu,“ segir Inga Sæland.
Alþingi Félagsmál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira