Öryrkjar megi eiga von á desemberuppbót Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 14:23 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Gert verður ráð fyrir desemberuppbót til handa örorku-og endurhæfingarlífeyrisþegum auk eillilífeyrisþega í nýju fjáraukafrumvarpi. Forsætisráðherra á von á því að frumvarpið verði kynnt á næstu tveimur vikum. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um desemberuppbót til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum. „Það er mikið ákall úti í samfélaginu og mikill sársauki hjá mörgum núna sem aldrei fyrr. Síðustu tvenn jól urðu öryrkjar þess aðnjótandi að fá svokallaðan jólabónus frá stjórnvöldum og okkur hér á hinu háa Alþingi.“ Inga segir öll vita hvert stefni. Aldrei hafi fleiri um árabil sótt aðstoð til hjálparstofnana. Þá segir hún að ríkissjóður skili nú hundrað milljarða króna umframgreiðslum í kassann. Áður hefur desemberuppbót fyrir atvinnulausa verið birt á vef stjórnartíðinda. Uppbótin nemur 99.389 krónum. Atvinnuleysi á landinu mælist nú rúmlega þrjú prósent. Aldrei fengið svo skýr svör Katrín segir að frumvarp um breytingar á almannatryggingakerfinu sé væntanlegt í vetur. Segist hún vona að þar verði gengið frá þessum málum þannig að ekki þurfi að taka afstöðu til þess á hverju ári með tilheyrandi ófyrirsjáanleika fyrir þá hópa sem um ræðir. „Ég vil segja það að venjan hefur verið sú að um þetta hefur verið fjallað í fjáraukalagafrumvarpi fyrir ár hvert. Það er von á því á næstu tveimur vikum, ég þori ekki að nefna nákvæmlega dagsetningu. Það er stefnt að því að þar verði tekið á þessum málum þannig að það sé gert ráð fyrir desemberuppbót fyrir þennan hóp.“ Inga svaraði forsætisráðherra þá og sagðist á sínum sjö árum á þingi bara einu sinni áður hafa fengið svo skýr svör. Þakkaði hún Katrínu fyrir og þakkaði Katrín henni svo fyrir hlý orð í kjölfarið. „Ég segi bara við fólkið okkar: Þið getið glaðst því að sjálfur hæstvirtur forsætisráðherra er búinn að segja að það er ekki bara það að fjáraukinn sé að koma inn eftir sirka tvær vikur heldur mun vera gert ráð fyrir því að styðja við ykkur sem hafið það bágast í samfélaginu,“ segir Inga Sæland. Alþingi Félagsmál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um desemberuppbót til handa öryrkjum og ellilífeyrisþegum. „Það er mikið ákall úti í samfélaginu og mikill sársauki hjá mörgum núna sem aldrei fyrr. Síðustu tvenn jól urðu öryrkjar þess aðnjótandi að fá svokallaðan jólabónus frá stjórnvöldum og okkur hér á hinu háa Alþingi.“ Inga segir öll vita hvert stefni. Aldrei hafi fleiri um árabil sótt aðstoð til hjálparstofnana. Þá segir hún að ríkissjóður skili nú hundrað milljarða króna umframgreiðslum í kassann. Áður hefur desemberuppbót fyrir atvinnulausa verið birt á vef stjórnartíðinda. Uppbótin nemur 99.389 krónum. Atvinnuleysi á landinu mælist nú rúmlega þrjú prósent. Aldrei fengið svo skýr svör Katrín segir að frumvarp um breytingar á almannatryggingakerfinu sé væntanlegt í vetur. Segist hún vona að þar verði gengið frá þessum málum þannig að ekki þurfi að taka afstöðu til þess á hverju ári með tilheyrandi ófyrirsjáanleika fyrir þá hópa sem um ræðir. „Ég vil segja það að venjan hefur verið sú að um þetta hefur verið fjallað í fjáraukalagafrumvarpi fyrir ár hvert. Það er von á því á næstu tveimur vikum, ég þori ekki að nefna nákvæmlega dagsetningu. Það er stefnt að því að þar verði tekið á þessum málum þannig að það sé gert ráð fyrir desemberuppbót fyrir þennan hóp.“ Inga svaraði forsætisráðherra þá og sagðist á sínum sjö árum á þingi bara einu sinni áður hafa fengið svo skýr svör. Þakkaði hún Katrínu fyrir og þakkaði Katrín henni svo fyrir hlý orð í kjölfarið. „Ég segi bara við fólkið okkar: Þið getið glaðst því að sjálfur hæstvirtur forsætisráðherra er búinn að segja að það er ekki bara það að fjáraukinn sé að koma inn eftir sirka tvær vikur heldur mun vera gert ráð fyrir því að styðja við ykkur sem hafið það bágast í samfélaginu,“ segir Inga Sæland.
Alþingi Félagsmál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira