Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Kristján Már Unnarsson skrifar 9. nóvember 2023 21:48 Matthías Arnar Þorgrímsson er skipstjóri á Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ívar Fannar Arnarsson Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá landfestar leystar eftir breytingar og endurbætur í Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði. Baldur var að leggja upp í reynslusiglingu út á Faxaflóa, væntanlega þá síðustu áður en nýja Breiðafjarðarferjan verður tekin í notkun. Stefni Baldurs að lokast áður en lagt er frá bryggju í Hafnarfirði síðdegis.Ívar Fannar Arnarsson Til stóð að það yrði í lok októbermánaðar en Vegagerðin segir vætutíð hafa seinkað allri vinnu við málun og þar með verkinu í heild. Meðal breytinga var að komið var upp þilfarskrana og geymslusvæði á þilfari til að auðvelda vöruflutninga út í Flatey. Skipstjórinn Matthías Arnar Þorgrímsson sigldi með skipinu frá Noregi, þaðan sem það var keypt notað. „Við fyrstu prófanir þá reynist það mjög vel. Mjög gott að stjórna því og það lætur vel og fer vel með farþega,“ segir Matthías. Skipið, sem áður hét Röst, var smíðað í Noregi árið 1991. Það er 66 metrar á lengd og 13,4 metrar á breidd. Fyrri ferja hafði aðeins eina aðalvél en þessi er búin tveimur, sem stóreykur öryggi. Úr farþegsal nýja Baldurs.Ívar Fannar Arnarsson Farþegasalurinn er stór og bjartur en skipið tekur um 250 farþega. Því er spáð að útsýnisskáli á efsta þilfari verði vinsælt rými þegar siglt er innan um eyjarnar óteljandi á Breiðafirði. „Svo er snyrtilegt og þú sérð vel út úr skipinu og skipið fer vel með þig, ég get vottað það. Þannig að ég hugsa að farþegar verði mjög ánægðir með það sem þeir sjá,“ segir skipstjórinn. Bílaþilfarið rúmar fimm flutningabíla og 42 fólksbíla, örlítið færri en gamla ferjan. „Gróflega áætlað fimm bílum færri og einum flutningabíl færri í einni ferð,“ segir Matthías. Baldur siglir úr Hafnarfirði síðdegis áleiðis út á Faxaflóa.Ívar Fannar Arnarsson Þessi ferja er þó hraðskreiðari. „Við erum að horfa kannski á allt upp í tvær mílur á klukkustund hraðari.“ Sem þýðir að siglingatími gæti styst um 20 til 25 mínútur í hverri ferð. „Miðað við fjórtán og hálfa til fimmtán mílu þá ættum við að vera um tvo tíma yfir fjörðinn,“ segir Matthías. Stefnt er að því að Baldur sigli til heimahafnar í Stykkishólmi öðru hvoru megin við helgina og hefji svo áætlunarsiglingar á Breiðafirði í næstu viku. Vegagerðin hefur samið við Sæferðir, dótturfélag Eimskips, um rekstur Breiðafjarðarferjunnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferjan Baldur Skipaflutningar Samgöngur Stykkishólmur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tengdar fréttir Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35 Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15 Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. 18. júní 2022 19:56 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá landfestar leystar eftir breytingar og endurbætur í Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði. Baldur var að leggja upp í reynslusiglingu út á Faxaflóa, væntanlega þá síðustu áður en nýja Breiðafjarðarferjan verður tekin í notkun. Stefni Baldurs að lokast áður en lagt er frá bryggju í Hafnarfirði síðdegis.Ívar Fannar Arnarsson Til stóð að það yrði í lok októbermánaðar en Vegagerðin segir vætutíð hafa seinkað allri vinnu við málun og þar með verkinu í heild. Meðal breytinga var að komið var upp þilfarskrana og geymslusvæði á þilfari til að auðvelda vöruflutninga út í Flatey. Skipstjórinn Matthías Arnar Þorgrímsson sigldi með skipinu frá Noregi, þaðan sem það var keypt notað. „Við fyrstu prófanir þá reynist það mjög vel. Mjög gott að stjórna því og það lætur vel og fer vel með farþega,“ segir Matthías. Skipið, sem áður hét Röst, var smíðað í Noregi árið 1991. Það er 66 metrar á lengd og 13,4 metrar á breidd. Fyrri ferja hafði aðeins eina aðalvél en þessi er búin tveimur, sem stóreykur öryggi. Úr farþegsal nýja Baldurs.Ívar Fannar Arnarsson Farþegasalurinn er stór og bjartur en skipið tekur um 250 farþega. Því er spáð að útsýnisskáli á efsta þilfari verði vinsælt rými þegar siglt er innan um eyjarnar óteljandi á Breiðafirði. „Svo er snyrtilegt og þú sérð vel út úr skipinu og skipið fer vel með þig, ég get vottað það. Þannig að ég hugsa að farþegar verði mjög ánægðir með það sem þeir sjá,“ segir skipstjórinn. Bílaþilfarið rúmar fimm flutningabíla og 42 fólksbíla, örlítið færri en gamla ferjan. „Gróflega áætlað fimm bílum færri og einum flutningabíl færri í einni ferð,“ segir Matthías. Baldur siglir úr Hafnarfirði síðdegis áleiðis út á Faxaflóa.Ívar Fannar Arnarsson Þessi ferja er þó hraðskreiðari. „Við erum að horfa kannski á allt upp í tvær mílur á klukkustund hraðari.“ Sem þýðir að siglingatími gæti styst um 20 til 25 mínútur í hverri ferð. „Miðað við fjórtán og hálfa til fimmtán mílu þá ættum við að vera um tvo tíma yfir fjörðinn,“ segir Matthías. Stefnt er að því að Baldur sigli til heimahafnar í Stykkishólmi öðru hvoru megin við helgina og hefji svo áætlunarsiglingar á Breiðafirði í næstu viku. Vegagerðin hefur samið við Sæferðir, dótturfélag Eimskips, um rekstur Breiðafjarðarferjunnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferjan Baldur Skipaflutningar Samgöngur Stykkishólmur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tengdar fréttir Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35 Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15 Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. 18. júní 2022 19:56 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Hæstvirtur forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. 30. október 2023 14:35
Röst leysir Baldur af hólmi Vegagerðin hefur samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst. Skipið tekur að óbreyttu við ferjusiglingum á Breiðafirði í haust og leysir þar með ferjuna Baldur af hólmi. Til stóð upphaflega að leggja af ferjusiglingar um Breiðafjörð í vor. 7. júlí 2023 10:15
Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. 18. júní 2022 19:56
Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08
Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32