Ásgeir Örn: Ég skal bara viðurkenna það að ég bjóst ekki við því Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. nóvember 2023 21:47 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Vilhelm Haukar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð í Olís-deildinni þegar erkióvinirnir í FH komu í heimsókn á Ásvelli. Lokatölur 29-32 fyrir FH sem stjórnaði leiknum frá upphafi til enda. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum ekki sáttur með frammistöðu síns liðs í kvöld. „FH var með frumkvæðið meira og minna. Það voru kaflar sem voru frekar höktandi og svo náðum við glimrandi fínum sóknum svona inn á milli en þetta var svona fyrst og fremst við í vandræðum með þeirra stöðusóknir. Þeir voru bara þolinmóðir og skynsamir og fundu alltaf góðar lausnir eftir tiltölulega langar sóknir.“ „Það bara kom aldrei momentum með okkur þar sem allt kom í lás. Við náðum aldrei að vera með þá varnarlega þó þetta hafi ekki verið nein skelfing. Það kom aldrei perioda þar sem Aron [Rafn Eðvarðsson] var að verja tvo þrjá bolta og við að stela, við náðum því ekki inn,“ sagði Ásgeir Örn. „Við fórum í sjö á sex til að kick-starta sóknarleiknum, því hann var mjög slakur í byrjun seinni hálfleiksins. Það voru jákvæðir punktar sem við ætluðum klárlega að gera,“ segir Ásgeir Örn um ljósa punkta í leik liðsins í síðari hálfleik. Ásgeiri Erni fannst sínir menn ekki nægilega sterkir varnarlega í kvöld. „Hann [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] ver kannski nokkur dauðafæri og við erum bara ekki nógu góðir varnarlega. Við vorum bara ekki að forvinna nægilega á línumanninn, fengum bara á okkur stundum skíta mörk eftir langar sóknir sem er pirrandi.“ Jón Bjarni Ólafsson, línumaður FH, endaði með tíu mörk í leiknum í kvöld en línumenn Hauka skoruðu samanlagt sjö mörk. Kemur það á óvart hversu mikið af vel heppnuðu línuspili var í leiknum þar sem tvö bestu varnarlið deildarinnar voru að mætast. Ásgeir Örn gerði alls ekki ráð fyrir því að varnir liðanna beggja myndu gefa svona gott færi á sér inn á línunni. „Ég skal bara viðurkenna það að ég bjóst ekki við því að Jón Bjarni myndi skora tíu og Þráinn fimm, það er ekki það sem ég hefði tippað á fyrir leikinn. Það var allavegana ekki uppleggið okkar,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Olís-deild karla Haukar FH Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 29-32 | FH-ingar unnu Hafnarfjarðarslaginn FH-ingar geta gengið sperrtir um Hafnarfjörð næstu daga eftir góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 29-32. 9. nóvember 2023 21:02 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum ekki sáttur með frammistöðu síns liðs í kvöld. „FH var með frumkvæðið meira og minna. Það voru kaflar sem voru frekar höktandi og svo náðum við glimrandi fínum sóknum svona inn á milli en þetta var svona fyrst og fremst við í vandræðum með þeirra stöðusóknir. Þeir voru bara þolinmóðir og skynsamir og fundu alltaf góðar lausnir eftir tiltölulega langar sóknir.“ „Það bara kom aldrei momentum með okkur þar sem allt kom í lás. Við náðum aldrei að vera með þá varnarlega þó þetta hafi ekki verið nein skelfing. Það kom aldrei perioda þar sem Aron [Rafn Eðvarðsson] var að verja tvo þrjá bolta og við að stela, við náðum því ekki inn,“ sagði Ásgeir Örn. „Við fórum í sjö á sex til að kick-starta sóknarleiknum, því hann var mjög slakur í byrjun seinni hálfleiksins. Það voru jákvæðir punktar sem við ætluðum klárlega að gera,“ segir Ásgeir Örn um ljósa punkta í leik liðsins í síðari hálfleik. Ásgeiri Erni fannst sínir menn ekki nægilega sterkir varnarlega í kvöld. „Hann [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] ver kannski nokkur dauðafæri og við erum bara ekki nógu góðir varnarlega. Við vorum bara ekki að forvinna nægilega á línumanninn, fengum bara á okkur stundum skíta mörk eftir langar sóknir sem er pirrandi.“ Jón Bjarni Ólafsson, línumaður FH, endaði með tíu mörk í leiknum í kvöld en línumenn Hauka skoruðu samanlagt sjö mörk. Kemur það á óvart hversu mikið af vel heppnuðu línuspili var í leiknum þar sem tvö bestu varnarlið deildarinnar voru að mætast. Ásgeir Örn gerði alls ekki ráð fyrir því að varnir liðanna beggja myndu gefa svona gott færi á sér inn á línunni. „Ég skal bara viðurkenna það að ég bjóst ekki við því að Jón Bjarni myndi skora tíu og Þráinn fimm, það er ekki það sem ég hefði tippað á fyrir leikinn. Það var allavegana ekki uppleggið okkar,“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Olís-deild karla Haukar FH Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 29-32 | FH-ingar unnu Hafnarfjarðarslaginn FH-ingar geta gengið sperrtir um Hafnarfjörð næstu daga eftir góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 29-32. 9. nóvember 2023 21:02 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Leik lokið: Haukar - FH 29-32 | FH-ingar unnu Hafnarfjarðarslaginn FH-ingar geta gengið sperrtir um Hafnarfjörð næstu daga eftir góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 29-32. 9. nóvember 2023 21:02