Saga lagði ÍBV í æsispennandi botnbaráttu Snorri Már Vagnsson skrifar 9. nóvember 2023 22:41 Saga og ÍBV mættust í síðasta leik kvöldsins og spiluðu liðin á Ancient. Saga áttu góða byrjun í leiknum og voru fljótir að koma sér í 4-1 en sókn ÍBV náði að halda sér inni í leiknum snöggt og jöfnuðu leikinn í stöðuna 4-4 eftir átta lotur. ÍBV náðu forskoti í örskotsstund en Saga fann svo sigurleiðir að nýju og tóku allar lotur nema eina sem eftir voru af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 ÍBV komu sér í varnarstöður í seinni hálfleik og hófu leikinn afar vel. Allt var orðið jafn í nítjándu lotu og staðan orðin 9-9. Eftir óreiðumikla lotu náði Saga forystunni að nýju. Slokkna virtist undir ÍBV í kjölfarið eftir góða byrjun í seinni hálfleik en Saga sigruðu lotu eftir lotu. Staðan var orðin 14-9 áður en ÍBV sigruðu loksins lotu, staðan þá 14-10 og líflína komin fyrir Eyjamenn. Áfram héldu loturnar að rata til ÍBV og komust þeir í stöðuna 14-13 áður en Saga náðu loks að komast á úrslitastig. Loks fundu Saga sigurlotuna og eftir hetjulega baráttu Eyjamanna þurftu þeir að sætta sig við enn eitt tapið. Lokatölur: 16-13 Saga jafna Atlantic á stigum en ÍBV eru enn á botni deildarinnar án sigurs og fara því sigurlausir í pásuna eftir að keppast við öll lið deildarinnar einu sinni. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti
Saga áttu góða byrjun í leiknum og voru fljótir að koma sér í 4-1 en sókn ÍBV náði að halda sér inni í leiknum snöggt og jöfnuðu leikinn í stöðuna 4-4 eftir átta lotur. ÍBV náðu forskoti í örskotsstund en Saga fann svo sigurleiðir að nýju og tóku allar lotur nema eina sem eftir voru af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik: 9-6 ÍBV komu sér í varnarstöður í seinni hálfleik og hófu leikinn afar vel. Allt var orðið jafn í nítjándu lotu og staðan orðin 9-9. Eftir óreiðumikla lotu náði Saga forystunni að nýju. Slokkna virtist undir ÍBV í kjölfarið eftir góða byrjun í seinni hálfleik en Saga sigruðu lotu eftir lotu. Staðan var orðin 14-9 áður en ÍBV sigruðu loksins lotu, staðan þá 14-10 og líflína komin fyrir Eyjamenn. Áfram héldu loturnar að rata til ÍBV og komust þeir í stöðuna 14-13 áður en Saga náðu loks að komast á úrslitastig. Loks fundu Saga sigurlotuna og eftir hetjulega baráttu Eyjamanna þurftu þeir að sætta sig við enn eitt tapið. Lokatölur: 16-13 Saga jafna Atlantic á stigum en ÍBV eru enn á botni deildarinnar án sigurs og fara því sigurlausir í pásuna eftir að keppast við öll lið deildarinnar einu sinni.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti