Hákon tilnefndur sem markvörður ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2023 14:30 Hákon Rafn Valdimarsson hefur átt frábæru gengi að fagna með Elfsborg á tímabilinu. getty/Alex Nicodim Hákon Rafn Valdimarsson er tilnefndur sem besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann leikur með Elfsborg sem getur orðið sænskur meistari um helgina. Hákon hefur átt frábært tímabil í marki Elfsborg sem er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum meira en Malmö. Liðin mætast einmitt í hreinum úrslitaleik um sænska meistaratitilinn á sunnudaginn. Hákon hefur haldið marki sínu þrettán sinnum hreinu á tímabilinu, oftast af öllum markvörðum sænsku úrvalsdeildarinnar. Seltirningurinn er tilnefndur sem besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar en tilnefningarnar voru gefnar út í dag. Johan Larsson og Gustaf Lagerbielke eru tilnefndir sem varnarmaður ársins, Jimmy Thelin sem þjálfari ársins og Jeppe Okkels sem framherji og leikmaður ársins. IF Elfsborg har följande spelare nominerade till Allsvenskans Stora Pris Målvakt: Hakon Valdimarsson Back: Johan Larsson, Gustaf Lagerbielke Forward: Jeppe Okkels Bäst i Allsvenskan 2023: Jeppe Okkels https://t.co/3WNiPUnDs3____#vitillsammans #elfsborg #borås pic.twitter.com/RNWcG10fkV— IF Elfsborg (@IFElfsborg1904) November 10, 2023 Elfsborg hefði getað tryggt sér sænska meistaratitilinn um síðustu helgi en gerði jafntefli við Dagerfors. Þrátt fyrir það er engan bilbug á Hákoni að finna. „Það er auðvitað svekkjandi að hafa ekki á endanum náð í þennan sigur gegn Degerfors. Að hafa ekki náð að klára dæmið á okkar heimavelli, fyrir framan okkar stuðningsmenn. Það var fullur völlur, geggjuð stemning en við fáum annan séns til þess að klára þetta á sunnudaginn,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. Hákon, sem er 22 ára, gekk í raðir Elfsborg frá Gróttu 2021. Hann hefur leikið fjóra A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Sjá meira
Hákon hefur átt frábært tímabil í marki Elfsborg sem er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum meira en Malmö. Liðin mætast einmitt í hreinum úrslitaleik um sænska meistaratitilinn á sunnudaginn. Hákon hefur haldið marki sínu þrettán sinnum hreinu á tímabilinu, oftast af öllum markvörðum sænsku úrvalsdeildarinnar. Seltirningurinn er tilnefndur sem besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar en tilnefningarnar voru gefnar út í dag. Johan Larsson og Gustaf Lagerbielke eru tilnefndir sem varnarmaður ársins, Jimmy Thelin sem þjálfari ársins og Jeppe Okkels sem framherji og leikmaður ársins. IF Elfsborg har följande spelare nominerade till Allsvenskans Stora Pris Målvakt: Hakon Valdimarsson Back: Johan Larsson, Gustaf Lagerbielke Forward: Jeppe Okkels Bäst i Allsvenskan 2023: Jeppe Okkels https://t.co/3WNiPUnDs3____#vitillsammans #elfsborg #borås pic.twitter.com/RNWcG10fkV— IF Elfsborg (@IFElfsborg1904) November 10, 2023 Elfsborg hefði getað tryggt sér sænska meistaratitilinn um síðustu helgi en gerði jafntefli við Dagerfors. Þrátt fyrir það er engan bilbug á Hákoni að finna. „Það er auðvitað svekkjandi að hafa ekki á endanum náð í þennan sigur gegn Degerfors. Að hafa ekki náð að klára dæmið á okkar heimavelli, fyrir framan okkar stuðningsmenn. Það var fullur völlur, geggjuð stemning en við fáum annan séns til þess að klára þetta á sunnudaginn,“ sagði Hákon í samtali við Vísi. Hákon, sem er 22 ára, gekk í raðir Elfsborg frá Gróttu 2021. Hann hefur leikið fjóra A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Sjá meira