„Með sorg í hjarta greinum við frá því að dóttir okkar fæddist andvana,“ skrifa foreldrarnir meðal annars við færsluna. Stúlkan fæddist 8.nóvember síðatsliðinn.
„Orð fá ekki lýst þeim mikla sársauka sem missirinn né þeirri hamingju að hafa fengið að eyða tíma með dóttur okkar,“ segir enn fremur.
Hjónin greindu frá óléttunni í október að þau ættu von á sínu öðru barni eftir baráttu við ófrjósemi til margra ára. Fyrir eiga þau saman einn dreng. Hafþór á eina stúlku úr fyrra sambandi.