Því eru lyf notuð í fjallgöngum? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2023 16:30 Í skrifum og tali hef ég tekið afstöðu í stöku málefnum tengdum fjallamennsku. Nefni hér lyfjanotkun á háum fjöllum í útlöndum. Hæðarveiki er ekki sjúkdómur. Hennar verður vart ofan við 2.700 til 3.000 metra hæð yfir sjó. Dæmi: Í 5.895 m hæð á Kilimanjaro hefur hlutþrýstingur súrefnis lækkað nánast um helming miðað við 21% efnishlutdeild súrefnis í hverjum rúmmetra andrúmsloftsins . Á tindi fjallsins eru aðstæður þá líkar því að 10,1% af andrúmslofti við sjávarmál væri aðgengilegt súrefni. Á Everest (8.848m) er talan 6,9%. Höfuðverkur og ógleði eru fyrstu merki hæðarveiki. Lungna- og heilabjúgur taka við ef líkamanum er ögrað um of eftir þau einkenni, með því að fjallaklifrari eða göngumaður hækkar sig of hratt eða ferðalangur kemur fyrirvaralítið til staðar vel yfir hæðarveikismörkum (t.d. á flugvöllinn í La Paz). Í þessum tilvikum lætur ferðalangurinn ekki reyna nægilega á nauðsynlega aðlögun að aukinni hæð yfir sjó. Hæðarveiki er misalvarlegt varnaðarviðbragð líkamans við ytri aðstæðum. Hver einstaklingur hefur í grunninn meðfædda hæfileika til hæðaraðlögunar. Líkaminn tekur m.a. að fjölga rauðum blóðkornum og öndunin (tíðni og dýpt) breytist með hæðinni. Hann mætir lækkandi hlutþrýstingi súrefnis í lofti með því reyna að efla og viðhalda súrefnisupptöku. Ekki er unnt að auka verulega hæfni til hæðarþols með þjálfun en gott þrek er auðvitað öllum nauðsynlegt t.d. í háfjallamennsku. Svo er unnt að hefja hæðaraðlögun á öðrum lægri stöðum (3.000-4.500 m) á einni til tveimur vikum á undan háfjallaferð og svo með göngum á hærri fjöll, undir hæð lokatindsins á sömu slóðum og hann er. Ég hef lagst gegn almennri og umdeildri notkun lyfja til að reyna að fyrirbyggja hæðarveiki, en ekki gegn meðhöndlun hennar með lyfjum eða notkun við aðstæður þar sem menn neyðast til að flýta sér. Hef sett fyrirbyggjandi eða þolaukandi lyfjanotkun í fjallamennsku á hillu með lyfjamisnotkun, doping, til dæmis í hjólreiðakeppni. Ég tel engu breyta þótt fjallamennskan sé ekki liður í keppni. Sjálfur hef ég reynslu af notkun glákulyfsins diamox í langri háfjallaferð og mæli ekki með því né nokkru öðru lyfi. Andstaða við þá skoðun er algeng og veldur deilum. Mótmæli leikmanns eða læknis á borð við þau að stöðug inntaka diamox vegan ferðar á Kilimanjaro sé ekkert öðru vísi en fyrirfram inntaka malaríulyfs í Afríkuferð duga ekki. Í öðru tilvikinu er lyf tekið inn við eðlilegum og einstaklingsbundnum viðbrögðum líkamans við aukinni hæð og í raun ekki vitað hvað gerast myndi án þess. Viðkomandi gæti komist af án lyfsins, ef skynsamlega er haldið á spilum. Þá fengi líkaminn að venjast hæð á þann eðlilega hátt sem þessi einstaklingur hefur líffræðilega hæfni til. Í síðara tilvikinu er verið að koma í veg fyrir skordýrasmit langvinns og hættulegs sjúkdóms, malaríu. Notkun diamox fylgja aukaverkanir á borð við tíð þvaglát sem trufla bráðnauðsynlegan svefn. Diamox tryggir neytandann ekki örugglega gegn hæðarveiki. Notandinn auk þess tekur leynda áhættu. Innbyrði fjallamaður stöðugt diamox og jafnvel önnur fyrirbyggjandi lyf, jafnvel samhliða (t.d. dexametason, með mörgum þekktum hliðarverkunum, eða nifedipin), en verður engu að síður hæðarveikur, geta sömu lyf ekki hjálpað honum á ögurstundu. Minni hraði og lengri leiðangurstími eru bestu "lyfin" í fjallamennsku þar til, og ef, háfjallaveiki gerir vart við sig. Í miklum meirihluta lyflausra tilvika gengur allt eins og vera ber vegna þess að menn hlusta á líkama sinn og bregðast við með tímabundinni lækkun í hæð og hvíld. Þeir einstaklingar sem eiga mjög erfitt með að aðlagast hæð, eða aðlagast henni ekki, verða að kyngja þeirri staðreynd. Góð mótvægisaðgerð, nothæfasti, fyrirbyggjandi “lyfseðillinn”, er einfaldlega sá að hægja og lengja ferðina, stytta hæðaráfanga og nota daga til að hækka sig í fjallinu en sofa neðar; stundum nefnd jó-jó tækni eða “go high – sleep low” á ensku. Fjöll undir eða um 6.000 metra hæð eiga alls ekki skilið lyfjanotkun fremur en áfangi í Vasa-göngunni í Svíþjóð eða ferð á Mont Blanc eða þátttaka í Iron Man hér heima fyrir. Fyrir Kilimanjaró eu sjö til níu dagar heppilegur tími til uppgöngu, komi ferðalangurinn beint af láglendi. Fyrir Mont Blanc þarf fimm til sjö daga að meðtöldum ferðum á lægri fjöll. Ég hef talað fyrir gæðum einfaldleikans og náttúrulegri aðlögun í klifur- og fjallmennsku. Hvatt fólk til að minnka akstur um hálendi og jökla en auka göngur og náttúruskoðun í návígi út frá aksturs- og ferðaleiðum. Hvatt til göngu- eða fjallaskíðanotkunar í fjallamennsku á veturna, með sleða í eftirdragi þegar þannig hentar. Hvatt klifrara til að horfa oftar til lengri en styttri ferða á fjöll, bæði heima og í útlöndum, sem allra mest óstuddir af öðrum en sínum félögum og ýmist leiðsögumönnum (sé þörf á þeim) eða heimamönnum sem aðstoða á marga vegu. Höfundur er jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Fjallamennska Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í skrifum og tali hef ég tekið afstöðu í stöku málefnum tengdum fjallamennsku. Nefni hér lyfjanotkun á háum fjöllum í útlöndum. Hæðarveiki er ekki sjúkdómur. Hennar verður vart ofan við 2.700 til 3.000 metra hæð yfir sjó. Dæmi: Í 5.895 m hæð á Kilimanjaro hefur hlutþrýstingur súrefnis lækkað nánast um helming miðað við 21% efnishlutdeild súrefnis í hverjum rúmmetra andrúmsloftsins . Á tindi fjallsins eru aðstæður þá líkar því að 10,1% af andrúmslofti við sjávarmál væri aðgengilegt súrefni. Á Everest (8.848m) er talan 6,9%. Höfuðverkur og ógleði eru fyrstu merki hæðarveiki. Lungna- og heilabjúgur taka við ef líkamanum er ögrað um of eftir þau einkenni, með því að fjallaklifrari eða göngumaður hækkar sig of hratt eða ferðalangur kemur fyrirvaralítið til staðar vel yfir hæðarveikismörkum (t.d. á flugvöllinn í La Paz). Í þessum tilvikum lætur ferðalangurinn ekki reyna nægilega á nauðsynlega aðlögun að aukinni hæð yfir sjó. Hæðarveiki er misalvarlegt varnaðarviðbragð líkamans við ytri aðstæðum. Hver einstaklingur hefur í grunninn meðfædda hæfileika til hæðaraðlögunar. Líkaminn tekur m.a. að fjölga rauðum blóðkornum og öndunin (tíðni og dýpt) breytist með hæðinni. Hann mætir lækkandi hlutþrýstingi súrefnis í lofti með því reyna að efla og viðhalda súrefnisupptöku. Ekki er unnt að auka verulega hæfni til hæðarþols með þjálfun en gott þrek er auðvitað öllum nauðsynlegt t.d. í háfjallamennsku. Svo er unnt að hefja hæðaraðlögun á öðrum lægri stöðum (3.000-4.500 m) á einni til tveimur vikum á undan háfjallaferð og svo með göngum á hærri fjöll, undir hæð lokatindsins á sömu slóðum og hann er. Ég hef lagst gegn almennri og umdeildri notkun lyfja til að reyna að fyrirbyggja hæðarveiki, en ekki gegn meðhöndlun hennar með lyfjum eða notkun við aðstæður þar sem menn neyðast til að flýta sér. Hef sett fyrirbyggjandi eða þolaukandi lyfjanotkun í fjallamennsku á hillu með lyfjamisnotkun, doping, til dæmis í hjólreiðakeppni. Ég tel engu breyta þótt fjallamennskan sé ekki liður í keppni. Sjálfur hef ég reynslu af notkun glákulyfsins diamox í langri háfjallaferð og mæli ekki með því né nokkru öðru lyfi. Andstaða við þá skoðun er algeng og veldur deilum. Mótmæli leikmanns eða læknis á borð við þau að stöðug inntaka diamox vegan ferðar á Kilimanjaro sé ekkert öðru vísi en fyrirfram inntaka malaríulyfs í Afríkuferð duga ekki. Í öðru tilvikinu er lyf tekið inn við eðlilegum og einstaklingsbundnum viðbrögðum líkamans við aukinni hæð og í raun ekki vitað hvað gerast myndi án þess. Viðkomandi gæti komist af án lyfsins, ef skynsamlega er haldið á spilum. Þá fengi líkaminn að venjast hæð á þann eðlilega hátt sem þessi einstaklingur hefur líffræðilega hæfni til. Í síðara tilvikinu er verið að koma í veg fyrir skordýrasmit langvinns og hættulegs sjúkdóms, malaríu. Notkun diamox fylgja aukaverkanir á borð við tíð þvaglát sem trufla bráðnauðsynlegan svefn. Diamox tryggir neytandann ekki örugglega gegn hæðarveiki. Notandinn auk þess tekur leynda áhættu. Innbyrði fjallamaður stöðugt diamox og jafnvel önnur fyrirbyggjandi lyf, jafnvel samhliða (t.d. dexametason, með mörgum þekktum hliðarverkunum, eða nifedipin), en verður engu að síður hæðarveikur, geta sömu lyf ekki hjálpað honum á ögurstundu. Minni hraði og lengri leiðangurstími eru bestu "lyfin" í fjallamennsku þar til, og ef, háfjallaveiki gerir vart við sig. Í miklum meirihluta lyflausra tilvika gengur allt eins og vera ber vegna þess að menn hlusta á líkama sinn og bregðast við með tímabundinni lækkun í hæð og hvíld. Þeir einstaklingar sem eiga mjög erfitt með að aðlagast hæð, eða aðlagast henni ekki, verða að kyngja þeirri staðreynd. Góð mótvægisaðgerð, nothæfasti, fyrirbyggjandi “lyfseðillinn”, er einfaldlega sá að hægja og lengja ferðina, stytta hæðaráfanga og nota daga til að hækka sig í fjallinu en sofa neðar; stundum nefnd jó-jó tækni eða “go high – sleep low” á ensku. Fjöll undir eða um 6.000 metra hæð eiga alls ekki skilið lyfjanotkun fremur en áfangi í Vasa-göngunni í Svíþjóð eða ferð á Mont Blanc eða þátttaka í Iron Man hér heima fyrir. Fyrir Kilimanjaró eu sjö til níu dagar heppilegur tími til uppgöngu, komi ferðalangurinn beint af láglendi. Fyrir Mont Blanc þarf fimm til sjö daga að meðtöldum ferðum á lægri fjöll. Ég hef talað fyrir gæðum einfaldleikans og náttúrulegri aðlögun í klifur- og fjallmennsku. Hvatt fólk til að minnka akstur um hálendi og jökla en auka göngur og náttúruskoðun í návígi út frá aksturs- og ferðaleiðum. Hvatt til göngu- eða fjallaskíðanotkunar í fjallamennsku á veturna, með sleða í eftirdragi þegar þannig hentar. Hvatt klifrara til að horfa oftar til lengri en styttri ferða á fjöll, bæði heima og í útlöndum, sem allra mest óstuddir af öðrum en sínum félögum og ýmist leiðsögumönnum (sé þörf á þeim) eða heimamönnum sem aðstoða á marga vegu. Höfundur er jarðvísindamaður.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun