🏆 HAMMARBY ÄR SVENSKA MÄSTARE 2023! pic.twitter.com/rwB2AMAZrP
— OBOS Damallsvenskan (@_OBOSDamallsv) November 11, 2023
Elísabet Kristjánsdóttir stýrði liði Kristianstad í síðasta sinn eftir fimmtán ár hjá félaginu og gerði 3-3 jafntefli við Linköping. Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrsta mark Kristianstad og Emelía Óskarsdóttir kom svo inn sem varamaður en tókst ekki að komast á blað. Þær enda í 6. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.
Guðrún Arnardóttir skoraði tvívegis fyrir Rosengård í 10-0 sigri liðsins gegn Kalmar, sem fengu 106 mörk á sig í 26 leikjum á tímabilinu og endaði mótið sigurlaust í neðsta sæti deildarinnar. Guðrún spilar í hjarta varnarinnar en tókst þó að skora fimm mörk alls á tímabilinu, aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu meira.
Rosengård endar mótið í 7. sæti, þremur stigum á eftir Kristianstad.