Öfgafull helgi að baki: „Grét í góðar tíu mínútur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. nóvember 2023 07:00 Ingibjörg fagnar Noregstitlinum á laugardag. Facebook/Valerenga Nýliðin helgi var landsliðskonunni Ingibjörgu Sigurðardóttur mikill tilfinningarússibani. Kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins í Noregi fékk hún þær fregnir að rýma ætti heimabæ hennar, Grindavík. „Bara rétt áður en ég fór að sofa sá ég að það átti að rýma bæinn. Þá kemur mjög óþægileg tilfinning. Maður á æskuvini og kunningja í bænum ennþá og Grindavík skiptir mig miklu máli,“ segir Ingibjörg um föstudagskvöldið. Daginn eftir átti lið hennar Vålerenga leik við Stabæk sem átti eftir að skipta sköpum í toppbaráttunni í norsku úrvalsdeildinni. „Svo það var mjög óþægileg tilfinning að vita af fólki sem er mjög hrætt, þarf að pakka í töskur og flýja. Ég get ekki einu sinni sett mig í spor þeirra. Þetta var mjög erfitt og það var lítið sofið nóttina áður,“ „Ég hélt ég gæti nú ekki orðið mikið stressaðri fyrir þessum leik en svo kom þetta upp. Þá hugsaði ég bara: Ég þarf bara að klára þennan leik og komast í gegnum þetta.“ Spennufallið mikið Og það gerði Ingibjörg svo sannarlega. Hún leiddi lið sitt til 3-1 sigurs gegn Stabæk í gær og úrslit Rosenborgar annars staðar þýddu að Valerenga var orðið norskur meistari. Ingibjörg, sem fyrirliði liðsins, lyfti bikarnum í leikslok. „Þetta var ákveðið spennufall eftir leik. Ég held ég hafi grátið í góðar tíu mínútur. Það er erfitt að koma þessum tilfinningum í orð. Svo var ég með gott fólk í stúkunni sem ég fór til og fékk að vita að staðan var eins og ekkert nýtt komið upp,“ „Þá var að reyna að njóta augnabliksins vegna þess að ég vissi að ef ég myndi líta til baka eftir nokkur ár yrði ég til í að hafa fagnað þessu. Svo ég reyndi að njóta augnabliksins og fagna með liðinu,“ segir Ingibjörg. Erfitt að geta ekki verið með fjölskyldunni Fjölskylda Ingibjargar hér heima hefur komið sér fyrir í sumarbústað og gat glaðst yfir afrekum hennar og hvöttu hana einmitt til að njóta árangursins með liðsfélögunum burtséð frá stöðunni hér heima. „Þau ýttu mér í það og sögðu mér að fagna þessu. Því ég var með skrýtna tilfinningu og smá samviskubit að fara að fagna einhverju. En maður þarf að fagna svona hlutum - þetta er stórt,“ Enn eru tveir leikir eftir af leiktíðinni, báðir gegn Rosenborg, einn í deild og svo bikarúrslit áður en Ingibjörg kemst heim til Íslands. Ingibjörg er spennt fyrir leikjunum en það reyni sannarlega á að vera ekki með fjölskyldunni á tímum sem þessum. „Það er mjög erfitt að geta ekki bara verið þarna. Ég veit að ég get ekki hjálpað á neinn hátt en bara það að vera með þeim og ganga í gegnum þetta með þeim myndi allavega gefa manni einhverja ró. En svona er þetta bara, svona er lífið, svona er náttúran. Það er ekkert hægt að stjórna þessu og við lítum á björtu hliðarnar,“ segir Ingibjörg. Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
„Bara rétt áður en ég fór að sofa sá ég að það átti að rýma bæinn. Þá kemur mjög óþægileg tilfinning. Maður á æskuvini og kunningja í bænum ennþá og Grindavík skiptir mig miklu máli,“ segir Ingibjörg um föstudagskvöldið. Daginn eftir átti lið hennar Vålerenga leik við Stabæk sem átti eftir að skipta sköpum í toppbaráttunni í norsku úrvalsdeildinni. „Svo það var mjög óþægileg tilfinning að vita af fólki sem er mjög hrætt, þarf að pakka í töskur og flýja. Ég get ekki einu sinni sett mig í spor þeirra. Þetta var mjög erfitt og það var lítið sofið nóttina áður,“ „Ég hélt ég gæti nú ekki orðið mikið stressaðri fyrir þessum leik en svo kom þetta upp. Þá hugsaði ég bara: Ég þarf bara að klára þennan leik og komast í gegnum þetta.“ Spennufallið mikið Og það gerði Ingibjörg svo sannarlega. Hún leiddi lið sitt til 3-1 sigurs gegn Stabæk í gær og úrslit Rosenborgar annars staðar þýddu að Valerenga var orðið norskur meistari. Ingibjörg, sem fyrirliði liðsins, lyfti bikarnum í leikslok. „Þetta var ákveðið spennufall eftir leik. Ég held ég hafi grátið í góðar tíu mínútur. Það er erfitt að koma þessum tilfinningum í orð. Svo var ég með gott fólk í stúkunni sem ég fór til og fékk að vita að staðan var eins og ekkert nýtt komið upp,“ „Þá var að reyna að njóta augnabliksins vegna þess að ég vissi að ef ég myndi líta til baka eftir nokkur ár yrði ég til í að hafa fagnað þessu. Svo ég reyndi að njóta augnabliksins og fagna með liðinu,“ segir Ingibjörg. Erfitt að geta ekki verið með fjölskyldunni Fjölskylda Ingibjargar hér heima hefur komið sér fyrir í sumarbústað og gat glaðst yfir afrekum hennar og hvöttu hana einmitt til að njóta árangursins með liðsfélögunum burtséð frá stöðunni hér heima. „Þau ýttu mér í það og sögðu mér að fagna þessu. Því ég var með skrýtna tilfinningu og smá samviskubit að fara að fagna einhverju. En maður þarf að fagna svona hlutum - þetta er stórt,“ Enn eru tveir leikir eftir af leiktíðinni, báðir gegn Rosenborg, einn í deild og svo bikarúrslit áður en Ingibjörg kemst heim til Íslands. Ingibjörg er spennt fyrir leikjunum en það reyni sannarlega á að vera ekki með fjölskyldunni á tímum sem þessum. „Það er mjög erfitt að geta ekki bara verið þarna. Ég veit að ég get ekki hjálpað á neinn hátt en bara það að vera með þeim og ganga í gegnum þetta með þeim myndi allavega gefa manni einhverja ró. En svona er þetta bara, svona er lífið, svona er náttúran. Það er ekkert hægt að stjórna þessu og við lítum á björtu hliðarnar,“ segir Ingibjörg.
Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. 11. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. 11. nóvember 2023 15:16