Fyrrum landsliðskona í íshokkí segir frá kynferðislegu ofbeldi þjálfara síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 08:58 Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í viðtalinu við RÚV. Skjámynd/RÚV Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir lék um árabil með íslenska kvennalandsliðinu í íshokkí og er nú varaformaður Íshokkísambandsins. Hún segir frá því í viðtali við Ríkissjónvarpið að röð atvika hafi breytt ferli hennar í martröð. Guðlaug Ingibjörg kemur fram með sögu sína og vonast til að hún geti með því opnað augu fólks um að aðstoða betur íþróttafólk sem lenda í mjög erfiðum andlegum aðstæðum. Saga hennar er vissulega sláandi. Erlendur leikmaður, sem Guðlaug nefnir ekki á nafn, var að spila með Skautafélagi Akureyrar eins og hún þegar þau fóru að draga sig saman veturinn 2012. Guðlaug var nítján ára og hann átta árum eldri. Skömmu síðar var hann ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins. Lifði tvöföldu lífi Hún flutti suður til Reykjavíkur árið 2013 og skráði sig í íþróttafræði við HR. Þá hóf hún æfingar með íshokkíliði Bjarnarins. Þá kom í ljós að maðurinn var að lifa tvöföldu lífi. Hann var í annarri sambúð og sambandi hans og Guðlaugar var því lokið. Þegar leið á veturinn var maðurinn ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins hjá Birninum og Guðlaug Ingibjörg segir frá þeim aðstæðum sem hún var þá komin í. „Hann náttúrulega vissi alveg hvar ég bjó. Hann vissi hvernig ég vann. Hann vissi hvenær ég var búin í skólanum. Þannig að hann gerði sig heimboðinn heim til mín og misnotaði mig. Fyrir sína leiki eða mína leiki. Eða nauðgaði mér, og þetta var alltaf einhvern veginn á þeim forsendum að ‚ef þú gerir þetta ekki fyrir mig núna þá spila ég ekki vel í leiknum sem er í kvöld, eða er á morgun. Eða er um helgina.' Þetta voru ekki eitt skipti og ekki tvö. Þetta var samt ekki fyrir hvern leik,“ sagði Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í viðtalinu við RÚV. Bitnaði á mínum leiktíma „Hann lagði aldrei hendur á mig en fer samt þessa leið. Þetta voru mjög krefjandi aðstæður. Ef ég streittist á móti honum í þessum aðstæðum, þegar hann bauð sér heim til mín. Þá varð það til þess að ég spilaði ekki leiki. Eða það bitnaði á mínum leiktíma,“ sagði Guðlaug. Guðlaug talar einnig um þunglyndi sitt í framhaldinu og hvernig heimurinn hennar hrundi í landsliðsverkefni á HM í íshokkí sem fram fór í Reykjavík árið 2014. Í framhaldinu tók við sjálfsvinna hjá Guðlaugu en mesti bati hennar varð þegar maðurinn flutti brott af landi en hún segist hafa fengið hjálp. Ein stór fjölskylda „Íshokkísambandið steig upp á móti, með aðkomu stjórnarmanna úr Birninum á þessum tíma. Ég er líka bara rosalega heppin. Hreyfingin er lítil en þetta er ein stór fjölskylda. Ég held ég hafi aldrei þakkað fólkinu nógu mikið sem kom að mínum málum,“ sagði Guðlaug. Það má horfa á allt viðtalið hér. Íshokkí Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Sjá meira
Guðlaug Ingibjörg kemur fram með sögu sína og vonast til að hún geti með því opnað augu fólks um að aðstoða betur íþróttafólk sem lenda í mjög erfiðum andlegum aðstæðum. Saga hennar er vissulega sláandi. Erlendur leikmaður, sem Guðlaug nefnir ekki á nafn, var að spila með Skautafélagi Akureyrar eins og hún þegar þau fóru að draga sig saman veturinn 2012. Guðlaug var nítján ára og hann átta árum eldri. Skömmu síðar var hann ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins. Lifði tvöföldu lífi Hún flutti suður til Reykjavíkur árið 2013 og skráði sig í íþróttafræði við HR. Þá hóf hún æfingar með íshokkíliði Bjarnarins. Þá kom í ljós að maðurinn var að lifa tvöföldu lífi. Hann var í annarri sambúð og sambandi hans og Guðlaugar var því lokið. Þegar leið á veturinn var maðurinn ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins hjá Birninum og Guðlaug Ingibjörg segir frá þeim aðstæðum sem hún var þá komin í. „Hann náttúrulega vissi alveg hvar ég bjó. Hann vissi hvernig ég vann. Hann vissi hvenær ég var búin í skólanum. Þannig að hann gerði sig heimboðinn heim til mín og misnotaði mig. Fyrir sína leiki eða mína leiki. Eða nauðgaði mér, og þetta var alltaf einhvern veginn á þeim forsendum að ‚ef þú gerir þetta ekki fyrir mig núna þá spila ég ekki vel í leiknum sem er í kvöld, eða er á morgun. Eða er um helgina.' Þetta voru ekki eitt skipti og ekki tvö. Þetta var samt ekki fyrir hvern leik,“ sagði Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í viðtalinu við RÚV. Bitnaði á mínum leiktíma „Hann lagði aldrei hendur á mig en fer samt þessa leið. Þetta voru mjög krefjandi aðstæður. Ef ég streittist á móti honum í þessum aðstæðum, þegar hann bauð sér heim til mín. Þá varð það til þess að ég spilaði ekki leiki. Eða það bitnaði á mínum leiktíma,“ sagði Guðlaug. Guðlaug talar einnig um þunglyndi sitt í framhaldinu og hvernig heimurinn hennar hrundi í landsliðsverkefni á HM í íshokkí sem fram fór í Reykjavík árið 2014. Í framhaldinu tók við sjálfsvinna hjá Guðlaugu en mesti bati hennar varð þegar maðurinn flutti brott af landi en hún segist hafa fengið hjálp. Ein stór fjölskylda „Íshokkísambandið steig upp á móti, með aðkomu stjórnarmanna úr Birninum á þessum tíma. Ég er líka bara rosalega heppin. Hreyfingin er lítil en þetta er ein stór fjölskylda. Ég held ég hafi aldrei þakkað fólkinu nógu mikið sem kom að mínum málum,“ sagði Guðlaug. Það má horfa á allt viðtalið hér.
Íshokkí Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Sjá meira