Ingvar E. í nýrri stórmynd Netflix Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2023 12:15 Netflix birti um helgina stiklu fyrri hluta tvíleiksins Rebel Moon. Myndin, sem ber titilinn Rebel Moon - Part One: A Child of Fire, er úr smiðju leikstjórans Zach Snyder en hann er hvað þekktastur fyrir myndirnar 300 og Man of Steel. Strax í upphafi stiklunnar má sjá kunnulegt andlit íslenska leikarans Ingvars E. Sigurðssonar en með honum er Sofia Boutella, sem er í aðalhlutverki Rebel Moon. Boutella leikur fyrrverandi hermann ills stjörnuveldis sem safnar saman hópi uppreisnarmanna til að berjast til að frelsa stjörnuþokuna undan oki vondu karlanna. Þetta hljómar ef til vill kunnulega en tvíleikurinn var upprunalega kynntur fyrir forsvarsmönnum Disney sem saga í söguheimi Star Wars. Meðal annarra leikara Rebel Moon sem nefna má eru Ed Skrein, Charlie Hunnam, Djimom Hounsou, Ray Fisher, Cary Elwes og Jena Malone. Þá má heyra rödd Anthony Hopkins í myndinni. Benda má á að þetta er í annað sinn sem Ingvar leikur í kvikmynd Snyders en hann var einnig í Justice League. Rebel Moon verður aðgengileg á Netflix þann 22. desember. Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Strax í upphafi stiklunnar má sjá kunnulegt andlit íslenska leikarans Ingvars E. Sigurðssonar en með honum er Sofia Boutella, sem er í aðalhlutverki Rebel Moon. Boutella leikur fyrrverandi hermann ills stjörnuveldis sem safnar saman hópi uppreisnarmanna til að berjast til að frelsa stjörnuþokuna undan oki vondu karlanna. Þetta hljómar ef til vill kunnulega en tvíleikurinn var upprunalega kynntur fyrir forsvarsmönnum Disney sem saga í söguheimi Star Wars. Meðal annarra leikara Rebel Moon sem nefna má eru Ed Skrein, Charlie Hunnam, Djimom Hounsou, Ray Fisher, Cary Elwes og Jena Malone. Þá má heyra rödd Anthony Hopkins í myndinni. Benda má á að þetta er í annað sinn sem Ingvar leikur í kvikmynd Snyders en hann var einnig í Justice League. Rebel Moon verður aðgengileg á Netflix þann 22. desember.
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira