Gjafsókn, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 13. nóvember 2023 11:32 Dómskerfið í landinu er svo dýrt og svo fjárhagslega áhættusamt og umfram allt vilhallt hinum sterka að það að reka einkamál fyrir dómstólum er almenningi yfirleitt ofviða. Það þýðir að mikill meirihluti landsmanna getur varla nýtt sér það til að rétta sinn hlut verði hann fyrir rangindum. Fyrir þá allra verst settu í þjóðfélaginu er samt unnt að sækja um svokallaða gjafsókn hjá dómsmálaráðuneytinu sem þýðir að mismikill hluti málsins er greiddur. Dómskerfi einkamála er meira og minna eingöngu ætlað hinum efnamestu í landinu, yfirstéttinni og meiri háttar fyrirtækjum og samtökum. Auðvitað eru til umfangslítil mál. Það er hins vegar sjaldgæft, svo ekki sé meira sagt, að heildar-kostnaðurinn hlaupi ekki á milljónum króna. Þessi atriði ýta félitlu fólki út úr dómskerfinu þannig að smám saman er það einungis sterk efnað fólk sem getur farið í dómsmál. Það borgar sig ekki bara fyrir þann sem svíkur fé út úr öðrum að ganga sem næst honum einungis peninganna vegna heldur einnig vegna þess að þá á hinn svikni erfiðara með að leita réttar síns vegna kostnaðarins. Ég hef heyrt um mál þar sem lagðar voru fram undirritaðar greiðsluviðurkenningar sem fólk kannaðist ekki við en átti ekki þær milljónir króna sem til þurfti til að standa undir rithandarrannsókn. Ef fengin er gjafsókn greiðir ríkið yfirleitt þóknun lögmanns auk beinna gjalda til dómstóla vegna málsins. Stundum er einnig greidd þóknun matsmanna. Fyrir kemur að sett er þak á kostnaðinn sem ríkið greiðir. Ef þeir sem fá gjafsóknina eru dæmdir til að greiða málskostnað tapi þeir málinu verða þeir sjálfir að inna hann af hendi. Hann hleypur yfirleitt á milljónum. Sækja þarf um gjafsókn til svokallaðrar gjafsóknarnefndar sem er til húsa og rekin í Dómsmálaráðuneytinu. Ef áfrýjað er mun yfirleitt þurfa að sækja um aftur, einnig ef hinn aðili málsins áfrýjar. Venjulega tekur 4 mánuði að fá svar. Í sérstökum tilvikum er þó unnt að fá flýtimeðferð. Þóknun lögmanna er greidd samkvæmt tímaskrift þeirra. Dómarar í málinu hafa eftirlit með henni og ákvörðunarvald. Dæmi eru um að þeir lækki hana jafnvel svo um munar auk þess sem ríkið greiðir þeim nokkurn veginn lágmarkstaxta. Margir lögmenn taka alls ekki að sér mál af þessu tagi en aðrir sem þó gera það una oft illa við sinn hlut bæði vegna umstangs og lítilla og óöruggra tekna. Með tilliti til þess að lögmenn fá yfirleitt alltaf að leika sér nánast alveg eins og þeir vilja í dómskerfinu er athyglisvert hve stjórnvöld grípa þarna inn í þegar þau eru að reyna að rétta hlut þeirra verst stöddu. Þarna segir réttlæti hins sterka svo sannarlega til sín. Oftast munu það vera lögmenn sem sækja um gjafsókn fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Þeir vita yfirleitt hvar mörkin liggja þannig að meirihluti umsókna mun vera samþykktur. Árið 2021 voru um 150 mál rekin á grunni gjafsóknar. Þar af voru einhver mál fyrir Landsrétti og Hæstarétti. Um flestar tegundir dómsmála gilda nokkuð ákveðnar reglur svo sem um mánaðartekjur og eignir. Einstaklingar mega yfirleitt ekki hafa hærri mánaðartekjur en rúmlega 350 þúsund krónur á mánuði og hjón ekki nema um 550 þúsund krónur. Fólk má ekki eiga eignir að ráði til að gjafsókn sé samþykkt og til dæmis ekki íbúð. Er málið þá metið sérstaklega. Við hvert barn sem viðkomandi hefur á sínu framfæri hækka þessar upphæðir um 50 þúsund krónur. Nefnd metur fjárhagsaðstæður í hverju tilfelli og framkvæmir einhvers konar mat á möguleikunum á því að málið geti unnist. Í sérstökum tilfellum kemur fyrir að rýmri reglur gildi. Gjafsókn er til að mynda alltaf samþykkt varði það dómsmál sem stafar af því að börn séu tekin af heimilum sínum í barnaverndarskyni. Upphæðirnar hækka ekki í samræmi við vísitöluhækkanir heldur þarf samþykkt Alþingis til þess. Mér virðist að þær hafi alls ekki fylgt síðustu launahækkunum við mat á því hvort gjafsókn komi til greina. Er þá átt við launahækkanir sem hafa komið í hlut launafólks frá árinu 2018. Freistandi er að uppfæra og laga þetta kerfi svo það geti orðið auðveldara í notkun og náð út fyrir núverandi mörk þannig að dálítið tekjuhærra fólk gæti fengið hluta kostnaðarins greiddan samkvæmt nánar skilgreindum reglum. Núna er það ekki tilfellið. Einnig þurfa greiðslurnar að breytast í samræmi við launavísitölu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona? Kerfið virðist koma mörgum að einhverju gagni en virðist í of mörgum atriðum bregða fæti fyrir sjálft sig. Dæmi hver fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Dómskerfið í landinu er svo dýrt og svo fjárhagslega áhættusamt og umfram allt vilhallt hinum sterka að það að reka einkamál fyrir dómstólum er almenningi yfirleitt ofviða. Það þýðir að mikill meirihluti landsmanna getur varla nýtt sér það til að rétta sinn hlut verði hann fyrir rangindum. Fyrir þá allra verst settu í þjóðfélaginu er samt unnt að sækja um svokallaða gjafsókn hjá dómsmálaráðuneytinu sem þýðir að mismikill hluti málsins er greiddur. Dómskerfi einkamála er meira og minna eingöngu ætlað hinum efnamestu í landinu, yfirstéttinni og meiri háttar fyrirtækjum og samtökum. Auðvitað eru til umfangslítil mál. Það er hins vegar sjaldgæft, svo ekki sé meira sagt, að heildar-kostnaðurinn hlaupi ekki á milljónum króna. Þessi atriði ýta félitlu fólki út úr dómskerfinu þannig að smám saman er það einungis sterk efnað fólk sem getur farið í dómsmál. Það borgar sig ekki bara fyrir þann sem svíkur fé út úr öðrum að ganga sem næst honum einungis peninganna vegna heldur einnig vegna þess að þá á hinn svikni erfiðara með að leita réttar síns vegna kostnaðarins. Ég hef heyrt um mál þar sem lagðar voru fram undirritaðar greiðsluviðurkenningar sem fólk kannaðist ekki við en átti ekki þær milljónir króna sem til þurfti til að standa undir rithandarrannsókn. Ef fengin er gjafsókn greiðir ríkið yfirleitt þóknun lögmanns auk beinna gjalda til dómstóla vegna málsins. Stundum er einnig greidd þóknun matsmanna. Fyrir kemur að sett er þak á kostnaðinn sem ríkið greiðir. Ef þeir sem fá gjafsóknina eru dæmdir til að greiða málskostnað tapi þeir málinu verða þeir sjálfir að inna hann af hendi. Hann hleypur yfirleitt á milljónum. Sækja þarf um gjafsókn til svokallaðrar gjafsóknarnefndar sem er til húsa og rekin í Dómsmálaráðuneytinu. Ef áfrýjað er mun yfirleitt þurfa að sækja um aftur, einnig ef hinn aðili málsins áfrýjar. Venjulega tekur 4 mánuði að fá svar. Í sérstökum tilvikum er þó unnt að fá flýtimeðferð. Þóknun lögmanna er greidd samkvæmt tímaskrift þeirra. Dómarar í málinu hafa eftirlit með henni og ákvörðunarvald. Dæmi eru um að þeir lækki hana jafnvel svo um munar auk þess sem ríkið greiðir þeim nokkurn veginn lágmarkstaxta. Margir lögmenn taka alls ekki að sér mál af þessu tagi en aðrir sem þó gera það una oft illa við sinn hlut bæði vegna umstangs og lítilla og óöruggra tekna. Með tilliti til þess að lögmenn fá yfirleitt alltaf að leika sér nánast alveg eins og þeir vilja í dómskerfinu er athyglisvert hve stjórnvöld grípa þarna inn í þegar þau eru að reyna að rétta hlut þeirra verst stöddu. Þarna segir réttlæti hins sterka svo sannarlega til sín. Oftast munu það vera lögmenn sem sækja um gjafsókn fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Þeir vita yfirleitt hvar mörkin liggja þannig að meirihluti umsókna mun vera samþykktur. Árið 2021 voru um 150 mál rekin á grunni gjafsóknar. Þar af voru einhver mál fyrir Landsrétti og Hæstarétti. Um flestar tegundir dómsmála gilda nokkuð ákveðnar reglur svo sem um mánaðartekjur og eignir. Einstaklingar mega yfirleitt ekki hafa hærri mánaðartekjur en rúmlega 350 þúsund krónur á mánuði og hjón ekki nema um 550 þúsund krónur. Fólk má ekki eiga eignir að ráði til að gjafsókn sé samþykkt og til dæmis ekki íbúð. Er málið þá metið sérstaklega. Við hvert barn sem viðkomandi hefur á sínu framfæri hækka þessar upphæðir um 50 þúsund krónur. Nefnd metur fjárhagsaðstæður í hverju tilfelli og framkvæmir einhvers konar mat á möguleikunum á því að málið geti unnist. Í sérstökum tilfellum kemur fyrir að rýmri reglur gildi. Gjafsókn er til að mynda alltaf samþykkt varði það dómsmál sem stafar af því að börn séu tekin af heimilum sínum í barnaverndarskyni. Upphæðirnar hækka ekki í samræmi við vísitöluhækkanir heldur þarf samþykkt Alþingis til þess. Mér virðist að þær hafi alls ekki fylgt síðustu launahækkunum við mat á því hvort gjafsókn komi til greina. Er þá átt við launahækkanir sem hafa komið í hlut launafólks frá árinu 2018. Freistandi er að uppfæra og laga þetta kerfi svo það geti orðið auðveldara í notkun og náð út fyrir núverandi mörk þannig að dálítið tekjuhærra fólk gæti fengið hluta kostnaðarins greiddan samkvæmt nánar skilgreindum reglum. Núna er það ekki tilfellið. Einnig þurfa greiðslurnar að breytast í samræmi við launavísitölu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona? Kerfið virðist koma mörgum að einhverju gagni en virðist í of mörgum atriðum bregða fæti fyrir sjálft sig. Dæmi hver fyrir sig.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun