Kolbeinn berst við Bosníumann í Vínarborg í jólamánuðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 16:00 Kolbeinn Kristinsson hefur aldrei tapað bardaga á atvinnumannaferli sínum. theicebearkristinsson Íslenski hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er búinn að fá bardaga í næsta mánuði en sá bardagi kemur fljótt eftir þann síðasta þar sem okkar maður vann frábæran sigur. Kolbeinn vann yfirburðasigur á Englendingnum Michael Bassett í Vínarborg í september og fær nú annan átta lotu bardaga á sama stað 2. desember næstkomandi. Kolbeinn er ósigraður á ferlinum með fjórtán bardaga að baki og hann hefur endað átta þeirra með rothöggi. Andstæðingur Kolbeins verður að þessu sinni Mirko Tintor, 36 ára gamall Bosníumaður, en hann er örvhentur hnefaleikakappi. Tintor hefur unnið sextán bardaga á ferlinum og tapað átta. Báðir eru þekktir fyrir að klára bardagana sína snemma og því verður þetta æsispennandi viðeign í byrjun desember. „Ég er spenntur að fara aftur til Vínarborgar og skila frábærri frammistöðu og highlight reel rothöggi. Svo í kjölfarið að halda áfram að vinna mig í átt að því að verða heimsmeistari,“ sagði Kolbeinn Kristinsson kokhraustur í fréttatilkynningu. Kolbeinn hefur stundað hnefaleika í fimmtán ár og hann keppti líka lengi í ólympískum hnefaleikum. Hann hefur verið okkar fremsti hnefaleikakappi í mörg ár ásamt því að vera eini íslenski atvinnumaðurinn í sportinu. Kolli eins og hann er kallaður er 35 ára gamall og á tvö börn og unnustu hér á landi og leggur mikið á sig til að vera til staðar fyrir þau ásamt því að stunda atvinnumennskuna. Eftir að hafa ekki fengið að keppa í tvö ár er það kærkomið að fá að stíga í hringinn og gera það sem hann hefur ástríðu fyrir, að kýla menn í klessu inni í boxhring þó að flestir sem þekkja Kolla sjá hann sem rólyndis dreng og frábæran náunga þá breytist það þegar inn í hringinn er komið. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Box Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Sjá meira
Kolbeinn vann yfirburðasigur á Englendingnum Michael Bassett í Vínarborg í september og fær nú annan átta lotu bardaga á sama stað 2. desember næstkomandi. Kolbeinn er ósigraður á ferlinum með fjórtán bardaga að baki og hann hefur endað átta þeirra með rothöggi. Andstæðingur Kolbeins verður að þessu sinni Mirko Tintor, 36 ára gamall Bosníumaður, en hann er örvhentur hnefaleikakappi. Tintor hefur unnið sextán bardaga á ferlinum og tapað átta. Báðir eru þekktir fyrir að klára bardagana sína snemma og því verður þetta æsispennandi viðeign í byrjun desember. „Ég er spenntur að fara aftur til Vínarborgar og skila frábærri frammistöðu og highlight reel rothöggi. Svo í kjölfarið að halda áfram að vinna mig í átt að því að verða heimsmeistari,“ sagði Kolbeinn Kristinsson kokhraustur í fréttatilkynningu. Kolbeinn hefur stundað hnefaleika í fimmtán ár og hann keppti líka lengi í ólympískum hnefaleikum. Hann hefur verið okkar fremsti hnefaleikakappi í mörg ár ásamt því að vera eini íslenski atvinnumaðurinn í sportinu. Kolli eins og hann er kallaður er 35 ára gamall og á tvö börn og unnustu hér á landi og leggur mikið á sig til að vera til staðar fyrir þau ásamt því að stunda atvinnumennskuna. Eftir að hafa ekki fengið að keppa í tvö ár er það kærkomið að fá að stíga í hringinn og gera það sem hann hefur ástríðu fyrir, að kýla menn í klessu inni í boxhring þó að flestir sem þekkja Kolla sjá hann sem rólyndis dreng og frábæran náunga þá breytist það þegar inn í hringinn er komið. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson)
Box Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Sjá meira