Magnaður seinni hálfleikur Kolstad gegn stórliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 20:01 Sigvaldi Björn skoraði fjögur mörk í kvöld. Vísir/Getty Norska ofurliðið Kolstad vann í kvöld góðan sigur á PSG þegar liðin mættust í Noregi í Meistaradeildinni í handknattleik. Annað Íslendingalið gerði góða ferð til Slóveníu. Lið Kolstad hefur farið ágætlega af stað í Meistaradeildinni í handknattleik eftir nokkuð brösuga byrjun á tímabilinu. Fyrir leikinn gegn PSG í kvöld var liðið með þrjá sigra eftir fyrstu sex umferðirnar og gat jafnað PSG að stigum með sigri. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Staðan að honum loknum var 16-14 franska liðinu í vil en í seinni hálfleik fóru leikmenn Kolstad á kostum. Norska liðið skoraði tuttugu og tvö mörk í síðari hálfleiknum og var Magnus Röd í aðalhlutverki en hann skoraði tólf mörk í leiknum. Röd hefur átt við meiðsli að stríða en er augljóslega að finna sitt gamla form. Magnus Rød Great to witness him back on his top level.Impressive second half by Kolstad. That being said, a way too bad second half by PSG with 22 goals conceded!It s the second 2nd half in a row in the EHF Champions League where they concede +20 goals!#handball #ehfcl— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 15, 2023 Lokatölur í Noregi í kvöld 36-31 eftir magnaðan síðari hálfleik Kolstad. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad í kvöld. Sander Sagosen skoraði fimm mörk en þeir Kamil Syprzak og Elohim Prandi voru markahæstir hjá PSG með sjö mörk hvor. Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Veszprem sem gerði góða ferð til Slóveníu. Veszprem vann 40-33 sigur á Celje Lasko eftir að hafa leitt 22-17 í hálfleik. Hugo Descat skoraði 9 mörk fyrir Veszprem og Tim Cokan 7 fyrir Celje. Bjarki Már nýtti öll skot sín í leiknum en Veszprem er í öðru sæti B-riðils með jafn mörk stig og Barcelona. Bæði lið hafa unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
Lið Kolstad hefur farið ágætlega af stað í Meistaradeildinni í handknattleik eftir nokkuð brösuga byrjun á tímabilinu. Fyrir leikinn gegn PSG í kvöld var liðið með þrjá sigra eftir fyrstu sex umferðirnar og gat jafnað PSG að stigum með sigri. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Staðan að honum loknum var 16-14 franska liðinu í vil en í seinni hálfleik fóru leikmenn Kolstad á kostum. Norska liðið skoraði tuttugu og tvö mörk í síðari hálfleiknum og var Magnus Röd í aðalhlutverki en hann skoraði tólf mörk í leiknum. Röd hefur átt við meiðsli að stríða en er augljóslega að finna sitt gamla form. Magnus Rød Great to witness him back on his top level.Impressive second half by Kolstad. That being said, a way too bad second half by PSG with 22 goals conceded!It s the second 2nd half in a row in the EHF Champions League where they concede +20 goals!#handball #ehfcl— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 15, 2023 Lokatölur í Noregi í kvöld 36-31 eftir magnaðan síðari hálfleik Kolstad. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad í kvöld. Sander Sagosen skoraði fimm mörk en þeir Kamil Syprzak og Elohim Prandi voru markahæstir hjá PSG með sjö mörk hvor. Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Veszprem sem gerði góða ferð til Slóveníu. Veszprem vann 40-33 sigur á Celje Lasko eftir að hafa leitt 22-17 í hálfleik. Hugo Descat skoraði 9 mörk fyrir Veszprem og Tim Cokan 7 fyrir Celje. Bjarki Már nýtti öll skot sín í leiknum en Veszprem er í öðru sæti B-riðils með jafn mörk stig og Barcelona. Bæði lið hafa unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira