„Vonandi getum við skemmt partýið“ Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2023 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson mun bera fyrirliðabandið er Ísland heimsækir Slóvakíu í undankeppni EM í fótbolta í Bratislava í kvöld. Íslenska liðið á harma að hefna eftir fyrri leik liðanna fyrr á árinu og ætlar sér að skemma partýhöld Slóvaka sem geta tryggt sér EM sæti með jafntefli eða sigri. Það er uppselt á leik Slóvakíu og Íslands í kvöld sem fer fram Tehelné pole leikvanginum í Bratislava sem tekur um 20 þúsund manns í sæti. Í sumar fór fyrri leikur liðanna á Laugardalsvelli 2-1 fyrir Slóvakíu. Leikur sem íslenska liðið hefði átt að vera búið að klára. Klippa: Jóhann Berg: Það er öll pressan á þeim „Við eigum harma að hefna eftir leikinn heima í sumar á móti þeim,“ segir Jóhann Berg. „Þar hefðum við átt að klára leikinn í fyrri hálfleik og skora fleiri mörk. Þeir koma svo og vinna leikinn sem var gríðarlega svekkjandi. Í kvöld eigum við séns á því að ná í þrjá punkta og það er auðvitað stefnan.“ Íslenska liðið hefur haldið til í Vínarborg frá því í upphafi vikunnar og æft þar af krafti. Liðið kom til Bratislava í gær eftir um klukkustundar ferðalag. „Fínn en stuttur undirbúningur. Þetta eru fáar æfingar sem við höfum náð saman allur hópurinn en við en þetta hafa verið flottar æfingar. Við vitum alveg nákvæmlega hvað við ætlum að gera á morgun. Svo er það bara að fara út á völl á morgun þar sem við munum sýna hvað í okkur býr.“ Jóhann Berg hefur marga fjöruna sopið með íslenska landsliðinu og veit hvernig það er að halda inn í leiki þar sem öll pressan er á þér að ná úrslitum. Þannig stöðu eru Slóvakarnir nú í á heimavelli. Þessir 20 þúsund Slóvakar sem verða á vellinum í kvöld búast við því að EM sætið verði tryggt. „Það er auðvitað gríðarleg pressa á þeim hérna á heimavelli. Það er fullur völlur hérna á morgun og vonandi flott stemning. Við höfum gaman af því að spila á svona útivöllum. Vonandi getum við farið og skemmt partýið eins og sagt er. Við vitum að við eigum alveg séns á því. Það er öll pressan á þeim, þeir ætla að halda partý hérna á morgun og það er undir okkur komið að skemma það.“ Möguleikar íslenska liðsins á því að tryggja sér EM sæti í gegnum undankeppnina eru til staðar en þó litlir nú þegar að tvær umferðir eru eftir. Liðið þarf að vinna báða sína leiki, gegn Slóvakíu og Portúgal, sem og treysta á að Slóvakía tapi fyrir Bosníu & Herzegóvínu í lokaumferðinni. Þá er annar möguleiki í stöðunni ef það mistekst. Væntanlegt umspil í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári. Hafið þið enn trú á því að geta tryggt EM sætið í þessari undankeppni? „Það verður mjög erfitt. Við þurfum að vonast til þess að úrslitin detti fyrir okkur. Eina sem við getum gert og haft áhrif á er að fara inn í leikinn gegn Slóvakíu og reyna að sækja þessa þrjá punkta sem í boði eru. Vonandi detta önnur úrslit með okkur og kannski getum við farið til Portúgal og gert eitthvað þar. Við tökum bara leikinn á morgun og reynum að spila vel. Svo kemur í ljós hvað gerist.“ Jóhann Berg mun bera fyrirliðabandið í leik kvöldsins. Það hefur hann gert nokkrum sinnum áður en segir það skipta litlu máli hvort hann sé með bandið eða ekki. Það sé alltaf einstakt að spila fyrir Ísland. „Það er alltaf sérstakt að spila fyrir landsliðið og auðvitað líka mjög gaman þegar að maður ber fyrirliðabandið. Fyrir mér skiptir það svo sem ekki miklu máli. Bara að fá að spila fyrir Íslands hönd er einstakt og hefur verið það frá því að ég byrjaði á þessu 17 ára gamall. Núna er ég fyrirliði og stend mig vonandi vel í því hlutverki.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Það er uppselt á leik Slóvakíu og Íslands í kvöld sem fer fram Tehelné pole leikvanginum í Bratislava sem tekur um 20 þúsund manns í sæti. Í sumar fór fyrri leikur liðanna á Laugardalsvelli 2-1 fyrir Slóvakíu. Leikur sem íslenska liðið hefði átt að vera búið að klára. Klippa: Jóhann Berg: Það er öll pressan á þeim „Við eigum harma að hefna eftir leikinn heima í sumar á móti þeim,“ segir Jóhann Berg. „Þar hefðum við átt að klára leikinn í fyrri hálfleik og skora fleiri mörk. Þeir koma svo og vinna leikinn sem var gríðarlega svekkjandi. Í kvöld eigum við séns á því að ná í þrjá punkta og það er auðvitað stefnan.“ Íslenska liðið hefur haldið til í Vínarborg frá því í upphafi vikunnar og æft þar af krafti. Liðið kom til Bratislava í gær eftir um klukkustundar ferðalag. „Fínn en stuttur undirbúningur. Þetta eru fáar æfingar sem við höfum náð saman allur hópurinn en við en þetta hafa verið flottar æfingar. Við vitum alveg nákvæmlega hvað við ætlum að gera á morgun. Svo er það bara að fara út á völl á morgun þar sem við munum sýna hvað í okkur býr.“ Jóhann Berg hefur marga fjöruna sopið með íslenska landsliðinu og veit hvernig það er að halda inn í leiki þar sem öll pressan er á þér að ná úrslitum. Þannig stöðu eru Slóvakarnir nú í á heimavelli. Þessir 20 þúsund Slóvakar sem verða á vellinum í kvöld búast við því að EM sætið verði tryggt. „Það er auðvitað gríðarleg pressa á þeim hérna á heimavelli. Það er fullur völlur hérna á morgun og vonandi flott stemning. Við höfum gaman af því að spila á svona útivöllum. Vonandi getum við farið og skemmt partýið eins og sagt er. Við vitum að við eigum alveg séns á því. Það er öll pressan á þeim, þeir ætla að halda partý hérna á morgun og það er undir okkur komið að skemma það.“ Möguleikar íslenska liðsins á því að tryggja sér EM sæti í gegnum undankeppnina eru til staðar en þó litlir nú þegar að tvær umferðir eru eftir. Liðið þarf að vinna báða sína leiki, gegn Slóvakíu og Portúgal, sem og treysta á að Slóvakía tapi fyrir Bosníu & Herzegóvínu í lokaumferðinni. Þá er annar möguleiki í stöðunni ef það mistekst. Væntanlegt umspil í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári. Hafið þið enn trú á því að geta tryggt EM sætið í þessari undankeppni? „Það verður mjög erfitt. Við þurfum að vonast til þess að úrslitin detti fyrir okkur. Eina sem við getum gert og haft áhrif á er að fara inn í leikinn gegn Slóvakíu og reyna að sækja þessa þrjá punkta sem í boði eru. Vonandi detta önnur úrslit með okkur og kannski getum við farið til Portúgal og gert eitthvað þar. Við tökum bara leikinn á morgun og reynum að spila vel. Svo kemur í ljós hvað gerist.“ Jóhann Berg mun bera fyrirliðabandið í leik kvöldsins. Það hefur hann gert nokkrum sinnum áður en segir það skipta litlu máli hvort hann sé með bandið eða ekki. Það sé alltaf einstakt að spila fyrir Ísland. „Það er alltaf sérstakt að spila fyrir landsliðið og auðvitað líka mjög gaman þegar að maður ber fyrirliðabandið. Fyrir mér skiptir það svo sem ekki miklu máli. Bara að fá að spila fyrir Íslands hönd er einstakt og hefur verið það frá því að ég byrjaði á þessu 17 ára gamall. Núna er ég fyrirliði og stend mig vonandi vel í því hlutverki.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira