„Þessu er ekki lokið“ Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2023 13:01 Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta Vísir/Egill Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, er brattur fyrir leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í Bratislava í kvöld. Ísland þarf sigur úr leiknum til að halda möguleikum sínum í riðlinum á EM sæti lifandi fyrir lokaumferðina. Jafntefli eða sigur Slóvakíu tryggir þeim EM sæti. Hareide, sem tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á árinu er ekki búinn að gefa baráttuna í undankeppninni upp á bátinn þó svo að Ísland þurfi að vinna bæði Slóvakíu sem og Portúgal og tryggja á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. „Þessu er ekki lokið. Það getur allt gerst í fótboltanum og við þurfum, svo lengi sem það er möguleiki til staðar, að sækja til sigurs. Það er staðan í leik okkar við Slóvakíu. Svo þurfum við að bíða til leiksloka í lokaumferðinni og sjá hvað setur. Það er einn hluti af þessari vegferð hjá okkur. Svo þurfum við að sjá til þess að byggja upp sterkt lið til að geta tekið á mögulegum anstæðingum okkar í umspili í mars. Það skiptir okkur miklu máli að ná í góð úrslit. Með því byggjum við upp sjálfstraustið í liðinu. Við höfum verið óheppnir og ekki nægilega góðir í nokkrum leikjum en aðallega óheppnir. Sér í lagi í fyrri leiknum við Slóvakana. Þar fóru mörg góð færi í súginn hjá okkur og þeir taka sigurinn með sjálfsmarki.“ Slóvakía sé næstbesta liðið í riðlinum samkvæmt töflunni. „Og við tókum leikinn til þeirra í fyrri leiknum. Það eru því miklir möguleikar í stöðunni fyrir okkur í leiknum gegn þeim hér. Mikilvægt fyrir okkur að vera samkeppnishæfir í leikjunum á móti liðum eins og Slóvakíu. Ég tel að það verði raunin núna.“ En býr enn trú meðal íslenska landsliðsins á því að liðið geti tryggt sér sæti í gegnum þessa undankeppni? „Það getur margt gerst í fótboltanum. Það er það fallega í þessu. Oft á tíðum eiga sér stað úrslit sem þú áttir ekki von á. Það sem við getum gert er að koma okkur í góða stöðu fyrir leikinn gegn Portúgal. Það gerum við með því að vinna Slóvakíu.“ Klippa: Age Hareide: Þessu er ekki lokið EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Hareide, sem tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á árinu er ekki búinn að gefa baráttuna í undankeppninni upp á bátinn þó svo að Ísland þurfi að vinna bæði Slóvakíu sem og Portúgal og tryggja á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. „Þessu er ekki lokið. Það getur allt gerst í fótboltanum og við þurfum, svo lengi sem það er möguleiki til staðar, að sækja til sigurs. Það er staðan í leik okkar við Slóvakíu. Svo þurfum við að bíða til leiksloka í lokaumferðinni og sjá hvað setur. Það er einn hluti af þessari vegferð hjá okkur. Svo þurfum við að sjá til þess að byggja upp sterkt lið til að geta tekið á mögulegum anstæðingum okkar í umspili í mars. Það skiptir okkur miklu máli að ná í góð úrslit. Með því byggjum við upp sjálfstraustið í liðinu. Við höfum verið óheppnir og ekki nægilega góðir í nokkrum leikjum en aðallega óheppnir. Sér í lagi í fyrri leiknum við Slóvakana. Þar fóru mörg góð færi í súginn hjá okkur og þeir taka sigurinn með sjálfsmarki.“ Slóvakía sé næstbesta liðið í riðlinum samkvæmt töflunni. „Og við tókum leikinn til þeirra í fyrri leiknum. Það eru því miklir möguleikar í stöðunni fyrir okkur í leiknum gegn þeim hér. Mikilvægt fyrir okkur að vera samkeppnishæfir í leikjunum á móti liðum eins og Slóvakíu. Ég tel að það verði raunin núna.“ En býr enn trú meðal íslenska landsliðsins á því að liðið geti tryggt sér sæti í gegnum þessa undankeppni? „Það getur margt gerst í fótboltanum. Það er það fallega í þessu. Oft á tíðum eiga sér stað úrslit sem þú áttir ekki von á. Það sem við getum gert er að koma okkur í góða stöðu fyrir leikinn gegn Portúgal. Það gerum við með því að vinna Slóvakíu.“ Klippa: Age Hareide: Þessu er ekki lokið
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira