Sigurgeir Jónsson: Ágætis kaflar en mistök og klúður gerðu okkur erfitt fyrir Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. nóvember 2023 22:23 Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Stjarnan mátti þola enn eitt tapið í Olís deild kvenna þegar liðið heimsótti Fram í Úlfarsárdalinn. Eftir góða byrjun misstu þær algjörlega tökin á leiknum í seinni hálfleik og töpuðu að endingu með ellefu mörkum, 33-22. „Ekki gott, bara allt annað en við ætluðum okkur. Misstum þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks, ágætis kaflar í fyrri hálfleik en samt ýmislegt sem við ætluðum að laga. Tæknileg mistök og klúður í dauðafærum, vörnin lekur í seinni, gerðum okkur erfitt fyrir og hleyptum þeim fram úr“ sagði Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, um leikinn í viðtali við blaðamann eftir að lokaflautið gall. Stjarnan hélt vel í heimakonur lengst af í fyrri hálfleiknum og þær sýndu snilldartakta inn á milli, en gerðust margsinnis sekar um klaufaleg mistök og slakan varnarleik. „Við þurfum að reyna að slípa okkur betur saman, auka samskipti og talanda. Missum utanvert inn á milli og þessar línusendingar voru alltof auðveldar hjá þeim, þurftum að láta þær frekar skjóta á blokkina hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í í pásunni og mæta grimmar til leiks í janúar. “ Nú tekur langt landsleikjahlé við vegna Heimsmeistaramótsins. Næsta umferð fer ekki fram fyrr en í ársbyrjun 2024. Sigurgeir sagði liðið ætla að nýta tímann vel til æfinga og snúa gengi sínu við í seinni hluta mótsins. „Það þarf bara að nýta tímann vel, tökum smá frí núna en svo æfum við á fullu og æfum vel. Það eru alls konar smá hlutir sem við getum lagað og þurfum að vinna í.“ Stjarnan er í áttunda og neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig, Afturelding er einu stigi og sæti ofar, Þór/KA er svo tveimur stigum ofar í sjötta sætinu. Hefurðu enn fulla trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Alveg fulla trú, það er ágætt þannig séð að fá þessa pásu núna. Svo koma leikir sem við þurfum að klára á móti þessum liðum í kringum okkur. Við eigum fyrsta leik við Þór/KA, sem er bara 'do or die' leikur strax. Reynum að nýta þessa pásu, fáum tíma til að endurstilla okkur og mæta með fullt sjálfstraust“ sagði Sigurgeir vongóður að lokum. Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. 16. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
„Ekki gott, bara allt annað en við ætluðum okkur. Misstum þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks, ágætis kaflar í fyrri hálfleik en samt ýmislegt sem við ætluðum að laga. Tæknileg mistök og klúður í dauðafærum, vörnin lekur í seinni, gerðum okkur erfitt fyrir og hleyptum þeim fram úr“ sagði Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, um leikinn í viðtali við blaðamann eftir að lokaflautið gall. Stjarnan hélt vel í heimakonur lengst af í fyrri hálfleiknum og þær sýndu snilldartakta inn á milli, en gerðust margsinnis sekar um klaufaleg mistök og slakan varnarleik. „Við þurfum að reyna að slípa okkur betur saman, auka samskipti og talanda. Missum utanvert inn á milli og þessar línusendingar voru alltof auðveldar hjá þeim, þurftum að láta þær frekar skjóta á blokkina hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í í pásunni og mæta grimmar til leiks í janúar. “ Nú tekur langt landsleikjahlé við vegna Heimsmeistaramótsins. Næsta umferð fer ekki fram fyrr en í ársbyrjun 2024. Sigurgeir sagði liðið ætla að nýta tímann vel til æfinga og snúa gengi sínu við í seinni hluta mótsins. „Það þarf bara að nýta tímann vel, tökum smá frí núna en svo æfum við á fullu og æfum vel. Það eru alls konar smá hlutir sem við getum lagað og þurfum að vinna í.“ Stjarnan er í áttunda og neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig, Afturelding er einu stigi og sæti ofar, Þór/KA er svo tveimur stigum ofar í sjötta sætinu. Hefurðu enn fulla trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Alveg fulla trú, það er ágætt þannig séð að fá þessa pásu núna. Svo koma leikir sem við þurfum að klára á móti þessum liðum í kringum okkur. Við eigum fyrsta leik við Þór/KA, sem er bara 'do or die' leikur strax. Reynum að nýta þessa pásu, fáum tíma til að endurstilla okkur og mæta með fullt sjálfstraust“ sagði Sigurgeir vongóður að lokum.
Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. 16. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. 16. nóvember 2023 21:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni