Hinn ríkisrekni einkamarkaður Jódís Skúladóttir skrifar 17. nóvember 2023 10:00 Mín skoðun er sú að allir mikilvægir innviðir í þessu landi, hvort heldur þeir snúa að heilbrigðisþjónustu, orkumálum, menntakerfi og svo framvegis, eiga auðvitað að vera í eigu almennings og arður af þeim ef einhver er að ganga inn í sameign til að standa undir rekstri samfélagsins. Þessu eru ekki öll sammála og hægt og rólega gegnum áratugina hefur einkavæðingin kroppað meira og meira til sín. Ríkisapparötin eru svelt innanfrá til þess að það líti út fyrir að einkageirinn komi svo til bjargar með því að stytta biðlista eða bjóða fjölbreyttari og heppilegri þjónustu. Þetta er dapurt, býður upp á tvöfalt kerfi sem sum hafa aðgang að en önnur ekki. Svo greiða fyrirtækin sér arð þegar vel gengur en ætlast til þess að ríkið taki skellinn þegar bjátar á. Þetta sjáum við í nánast öllum geirum og ég hef kallað þetta “hinn ríkisrekna einkamarkað” . Frelsi einstaklinga til að stofna og reka fyrirtæki er stjórnarskrárvarið og það er mikilvægt. En öllum rekstri fylgir àhætta, það eru uppgangs ár en svo koma líka mögru árin. Á Íslandi sjáum við milljarða veltu í sumum atvinnugreinum ár eftir ár með tilheyrandi vexti og arðgreiðslum. Svo kemur eitt ár þar sem af einhverjum ófyrirséðum ástæðum gengur verr og þá er allt á vonarvöl og ákall berst um að ríkið bjargi málunum. Þetta gengur ekki upp. Það er mikið í tísku að tala um sprota, frumkvöðla og nýsköpun enda mikilvægt að styðja og verja slíkt svo við fáum stöðugt nýtt blóð í æðar hagkerfisins. En greinar sem starfað hafa í áratugi, staðið rækilega undir sér og greitt sér arð, falla ekki lengur þar undir. Svo er það samviskuspurningin. Þegar búið er að einkavæða grunninnviði sem tugþúsundir þurfa að stóla á, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hvað á þá ríkið að gera? Láta hlutina bara sökkva? Leyfa hrauni að renna yfir Svartsengi sem mun stöðva streymi vatns og orku til 30 þúsund íbúa? Nei það gengur ekki. Ættu einkafyrirtæki að borga brúsann eða amk hluta hans? Já að sjálfsögðu. Hefur ríkið boðvald yfir fyrirtækjum í einkaeigu (þó að hluti sé í eigu lífeyrissjóða landsmanna)? Nei. Það fylgdi ekki með í samningnum. Lærum af þessu ástandi. Skynsamlegast væri að við hefðum alla okkar mikilvægu innviði, grunnþjónustu sem þjóðin á allt undir, í eigu ríkisins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun er sú að allir mikilvægir innviðir í þessu landi, hvort heldur þeir snúa að heilbrigðisþjónustu, orkumálum, menntakerfi og svo framvegis, eiga auðvitað að vera í eigu almennings og arður af þeim ef einhver er að ganga inn í sameign til að standa undir rekstri samfélagsins. Þessu eru ekki öll sammála og hægt og rólega gegnum áratugina hefur einkavæðingin kroppað meira og meira til sín. Ríkisapparötin eru svelt innanfrá til þess að það líti út fyrir að einkageirinn komi svo til bjargar með því að stytta biðlista eða bjóða fjölbreyttari og heppilegri þjónustu. Þetta er dapurt, býður upp á tvöfalt kerfi sem sum hafa aðgang að en önnur ekki. Svo greiða fyrirtækin sér arð þegar vel gengur en ætlast til þess að ríkið taki skellinn þegar bjátar á. Þetta sjáum við í nánast öllum geirum og ég hef kallað þetta “hinn ríkisrekna einkamarkað” . Frelsi einstaklinga til að stofna og reka fyrirtæki er stjórnarskrárvarið og það er mikilvægt. En öllum rekstri fylgir àhætta, það eru uppgangs ár en svo koma líka mögru árin. Á Íslandi sjáum við milljarða veltu í sumum atvinnugreinum ár eftir ár með tilheyrandi vexti og arðgreiðslum. Svo kemur eitt ár þar sem af einhverjum ófyrirséðum ástæðum gengur verr og þá er allt á vonarvöl og ákall berst um að ríkið bjargi málunum. Þetta gengur ekki upp. Það er mikið í tísku að tala um sprota, frumkvöðla og nýsköpun enda mikilvægt að styðja og verja slíkt svo við fáum stöðugt nýtt blóð í æðar hagkerfisins. En greinar sem starfað hafa í áratugi, staðið rækilega undir sér og greitt sér arð, falla ekki lengur þar undir. Svo er það samviskuspurningin. Þegar búið er að einkavæða grunninnviði sem tugþúsundir þurfa að stóla á, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hvað á þá ríkið að gera? Láta hlutina bara sökkva? Leyfa hrauni að renna yfir Svartsengi sem mun stöðva streymi vatns og orku til 30 þúsund íbúa? Nei það gengur ekki. Ættu einkafyrirtæki að borga brúsann eða amk hluta hans? Já að sjálfsögðu. Hefur ríkið boðvald yfir fyrirtækjum í einkaeigu (þó að hluti sé í eigu lífeyrissjóða landsmanna)? Nei. Það fylgdi ekki með í samningnum. Lærum af þessu ástandi. Skynsamlegast væri að við hefðum alla okkar mikilvægu innviði, grunnþjónustu sem þjóðin á allt undir, í eigu ríkisins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun