Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Lovísa Arnardóttir skrifar 17. nóvember 2023 11:00 Mikill fjöldi fólks hefur flúið bágar aðstæður í Venesúela síðustu ár og komið til Íslands. Á þessu ári hafa í það minnsta rúmlega 1.300 manns komið til landsins frá Venesúela. Vísir/Vilhelm Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. Flogið var með alls 180 einstaklinga, þar af 25 börn, til Venesúela í beinu flugi frá Íslandi í vikunni. Fólkið var allt umsækjendur um alþjóðlega vernd en hafði annaðhvort fengið synjun eða dregið sína umsókn til baka. Eftir að fólkið kom til landsins greindi margt þeirra frá því að hafa verið yfirheyrt og komið fyrir í úrræði. Þau dvelji sex saman og fái ekki að yfirgefa úrræðið. Dómsmálaráðuneytið sagði í tilkynningu í gær að ráðuneytið væri með málið til skoðunar. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins sagði í gær að Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex), hafi í gær aðstoðað 180 venesúelska ríkisborgara við að snúa aftur heim til Venesúela „í sjálfviljugri heimför“ en í henni felst, meðal annars, að að fólk er styrkt til fararinnar og greitt fyrir flugfar. Mikill fjöldi fólks er nú við Útlendingastofnun til að mótmæla aðgerðum dómsmálaráðuneytisins og brottflutningi Venesúelabúa frá Íslandi. Vísir/Vilhelm „Flugið gekk vel og farþegarnir gengu heilu og höldnu frá borði og inn í flugstöð á miðvikudagskvöld að íslenskum tíma. Þar skildu leiðir Venesúelabúanna og starfsfólksins frá Frontex og Íslandi. Síðar bárust þær fregnir frá einstaklingum innan hópsins að fólkið hafi ekki fengið að fara frjálst ferða sinna. Fólkið safnaðist saman við skrifstofu Útlendingastofnunar í morgun til að mótmæla.Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld og Frontex vinna nú að því að afla nánari upplýsinga um fólkið og stöðu þeirra og verða veittar nánari upplýsingar um leið og hægt er,“ sagði enn fremur í tilkynningunni. Fleiri myndir af mótmælunum má sjá hér að neðan. Um friðsamleg mótmæli er að ræða. Vísir/Vilhelm Fólk ræðir málin þó af nokkrum hita. Vísir/Vilhelm Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Flogið var með alls 180 einstaklinga, þar af 25 börn, til Venesúela í beinu flugi frá Íslandi í vikunni. Fólkið var allt umsækjendur um alþjóðlega vernd en hafði annaðhvort fengið synjun eða dregið sína umsókn til baka. Eftir að fólkið kom til landsins greindi margt þeirra frá því að hafa verið yfirheyrt og komið fyrir í úrræði. Þau dvelji sex saman og fái ekki að yfirgefa úrræðið. Dómsmálaráðuneytið sagði í tilkynningu í gær að ráðuneytið væri með málið til skoðunar. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins sagði í gær að Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex), hafi í gær aðstoðað 180 venesúelska ríkisborgara við að snúa aftur heim til Venesúela „í sjálfviljugri heimför“ en í henni felst, meðal annars, að að fólk er styrkt til fararinnar og greitt fyrir flugfar. Mikill fjöldi fólks er nú við Útlendingastofnun til að mótmæla aðgerðum dómsmálaráðuneytisins og brottflutningi Venesúelabúa frá Íslandi. Vísir/Vilhelm „Flugið gekk vel og farþegarnir gengu heilu og höldnu frá borði og inn í flugstöð á miðvikudagskvöld að íslenskum tíma. Þar skildu leiðir Venesúelabúanna og starfsfólksins frá Frontex og Íslandi. Síðar bárust þær fregnir frá einstaklingum innan hópsins að fólkið hafi ekki fengið að fara frjálst ferða sinna. Fólkið safnaðist saman við skrifstofu Útlendingastofnunar í morgun til að mótmæla.Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld og Frontex vinna nú að því að afla nánari upplýsinga um fólkið og stöðu þeirra og verða veittar nánari upplýsingar um leið og hægt er,“ sagði enn fremur í tilkynningunni. Fleiri myndir af mótmælunum má sjá hér að neðan. Um friðsamleg mótmæli er að ræða. Vísir/Vilhelm Fólk ræðir málin þó af nokkrum hita. Vísir/Vilhelm
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07
Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20